Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 61
HELZTU VIÐBURÐIR
43
21. okt. — Sérs Kristján R. Róberts-
son, sem stuttu áður kom vestur um haf
frá Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni,
settur í embætti sem prestur í Argyle
prestakalli í Manitoba af dr. Valdimar
J. Eylands, fyrrv. forseta Lúterska
kirkjufélagsins íslenzka.
Okt. — Dr. Thorvaldur Johnson lét af
embætti sem framkvæmdastjóri land-
búnaðar rannsóknarstöðvarinnar við
Manitoba-háskóla fyrir aldurs sakir, en
varð um þær mundir hálf-sjötugur.
4. nóv. — Vígð Æskulýðshöll Fyrsta
lúterska safnaðar í Winnipeg við fjöl-
menna árdegisguðsþjónustu. Sóknar-
presturinn, dr. Valdimar J. Eylands,
stýrði guðsþjónustunni og vígsluathöfn-
inni, en dr. Otto Olson, nýkjörni forseti
Central Canada Synod, prédikaði.
6. nóv. — Við almennu kosningarnar
í Bandaríkjunum var Valdimar Björns-
son, Minneapolis, endurkosinn til fjög-
urra ára, með mjög miklu afli atkvæða,
sem fjármálaráðherra í Minnesota; en
Helgi Jóhannesson í Bismarck, N.Dakota,
sem áður hafði skipað sess aðstoðar-
dómsmálaráðherra, var kosinn dóms-
máiaráðherra í N.Dakota, einnig með
drjúgum atkvæðamun. Hann er fæddur
að Garðar, N.Dakota 21. júní 1906, son-
ur landnámshjónanna Benedikts og
Hildar Jóhannesson. Við sömu kosningar
var sonur Helga, Kent Jóhannesson lög-
fræðingur, k o si n n héraðslögmaður
(State Attorney) í Oliver héraði í N.-
Dakota.
Des. — Blaðafrétt skýrir frá því, að
Dr. Robert E. Helgason hafi nýlega lok-
ið embættisprófi í geðlækningum að
loknu framhaldsnámi í þeirri fræðigrein
á Fylkisháskólanum í British Columbia
(Univ. of British Columbia) og McGill
háskóla í Montreal. Hann er sonur þeirra
Mr. og Mrs. H. J. Helgason í D’arcy,
Sask. Hann starfar nú í geðlækninga-
deild British Columbia fylkis (B.C.
Mental Health Services).
14. des. — Við fylkiskosningarnar í
Manitoba voru þessir íslendingar endur-
kosnir þingmenn, dr. George Johnson,
heilbrigðismálaráðherra í Gimli kjör-
dæmi, Elman Guttormsson blaðamaður,
í St. George kjördæmi, og Oscar Bjöm-
son, í La du Bonnet kjördæmi.
Des. — Dr. Richard Beck kosinn með-
limur í fræðafélaginu „National Associ-
ation on Standard Medical Vocabulary“
í Bandaríkjunum og ráðunautur þess í
Norðurlandamálum. Félag þetta hefir
það að markmiði að samræma og koma
í fastar skorður málforða í læknavísind-
um og skyldum vísindagreinum.
Umgetning:
í þessum árgangi Tímaritsins varð ei rúm fyrir ritdóma. Mér þykir þó hlýða
að geta þess að meðritstjóra mínum, Gísla Jónssyni, fomspurðum, að skömmu
fyrir jól kom út á Akureyri ritgerðasafn eftir hann, sem nefnist „Haugaeldar“
(útkoma bókarinnar er enn á fárra vitorði hér vestra).
„Haugaeldar" eru hiklaust eitt myndarlegasta ritsafn, sem Vestur-íslendingur
hefir látið frá sér fara, enda ekki í grafgötur um það að ganga, að höfundur er í
hópi ritfærustu manna. Bókin skiptist í fjórar deildir: I. Tónskáld: II. Rilgerðir og
erindi; III. Samiíðarmenn, lífs og liðnir og IV. Formálsorð bóka.
Sumar riteerða hafa áður birzt á prenti, aðrar ekki eins og hinn gagnmerki
Þáttur „Heiðarbúinn og ættmenn hans.“
Bókin er 415 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda. Hún er höfundinum til mikils
sóma.
H.B.