Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 64
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
MARZ 1962
2. Siberg Norman Kristjánsson, í Tor-
onto, Ont., 34 ára. Fæddur að Gimli,
Man., sonur Mr. og Mrs. Siberg Krist-
jánsson. Búsettur i Toronto síðastliðin
átta ár.
3. Marus Benson, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg, 44 ára gamall. Fædd-
ur í Hecla, Man., sonur Benedikts W. og
Guðrúnar (Doll) Benson. Stundaði lengi
fiskveiðar á Winnipegvatni, og var síð-
ustu árin búsettur í Selkirk, Man.
4. Þórunn Jóhannsson, kona Gests
Jóhannssonar, á Almenna sjúkrahúsinu
í Selkirk. Fædd 10. ágúst 1882 í Rangár-
vallasýslu. Foreldrar: Jón Einarsson og
Arndís Andrésdóttir. Fluttist vestur um
haf 1910, og átti framan af árum heima
í Piney, Man., en nærri öll síðari ár í
Selkirk.
6. Kristján Hinrik ísfjörð, á Almenna
sjúkrahúsinu í Vancouver, B.C. Fæddur
10. febrúar 1890 á ísaJirði. Fluttist
tveggja ára gamall vestur um haf með
fósturforeldrum sínum, Sæmundi Ara-
syni (frá Bæ í Múlasveit í Barðastrand-
arsýslu) og Guðríði ívarsdóttur (frá
Bolungarvík), er settust að í Argyle-
byggð í Manitoba; ólst Kristján þar upp
til fullorðinsára, síðan búsettur á ýmsum
stöðum í Manitoba, en síðustu 20 árin í
Vancouver. Áhugamaður um íslenzk
félagsmál.
7. Kristján Björn Sigurdson, á Gimli,
Man., 68 ára gamall.
8. Kristín Sigrún Thorarinson, kona
Sigtryggs Thorarinson, í Riverton, Man.,
75 ára að aldri.
23. Skúli Johnson, á Elliheimilinu
Stafholti í Blaine, Wash. Fæddur á Ás-
grímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá í Norð-
ur-Múlasýslu 11. marz 1875. Foreldrar:
Jó_a Torfason og Guðrún Skúladóttir.
FÍuttist vestur um haf til Kanada ungur
að aldri; lengi fram eftir árum í Foam
Lake byggðinni í Saskatchewan, en síð-
ari árin búsettur að Point Roberts og í
Blaine, Wash.
26. Thuríður Ólafson, kona Bjöms
Ólafson, að heimili sínu í Árborg, Man.,
76 ára gömul. Fædd í Riverton, og voru
þau hjón búsett að Víðir, Man. og í
Saskatchewan fram til 1947, er þau fluttu
til Medicine Hat, Alberta, en aftur til
Árborgar fyrir stuttu síðan.
26. Björn (Barney) Walterson, frá Sel-
kirk, Man., á Almenna sjúkrahúsinu í
Winnipeg, 58 ára gamall. Fæddur í
Cypress River, Man., en flutti til Selkirk
1939.
31. Hallfríður Jones, á Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg, 74 ára að aldri.
Fædd að Tjörn í Suður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar: Kristján Sigurðsson og Helga
Þórðardóttir; fluttist með þeim vestur
um haf að Gimli 1888. Búsett í Winnipeg
síðastliðin tíu ár.
APRÍL 1962
2. John Ámason, í Selkirk, Man., átt-
ræður að aldri. Fluttist vestur um haf
til Kanada 1886; átti fyrst heima í
Mikley, síðan á Gimli, en síðustu 40 árin
í Selkirk. Stundaði fiskveiðar á Winni-
pegvatni.
2. Kristmundur N. S. Friðfinsson, í
Árborg, Man., 69 ára gamall. Fæddur
að Geysir, Man., og rak þar búskap fram
til 1948, en síðustu árin búsettur í Ár-
borg. Áhugamaður um íslenzk menn-
ingarmál og forystumaður í sveitarmál-
um.
3. Jón A. Sveinsson, að Baldur, Man.
Fæddur að Gimli 26. sept. 1877, en upp-
alinn í Argyle, Man. Foreldrar: Land-
námshjónin Árni Sveinsson og Guðrún
Helga Jónsdóttir.
3. Bessi Valtýr Pálsson, fiskimaður, í
Prince Rupert, B.C., 42 ára gamall. Fædd-
ur og alinn upp í Mikley, Man., sonur
Ingólfs og Helgu Pálsson; áður fiski-
maður á Winnipegvatni.
5. Thorbergur (Beggi) Jones, að heimili
sínu í Mikley, Man., á áttræðisaldri.
Fæddur í Mikley, sonur frumherjanna
Brynjólfs Jónssonar og Katrínar konu
hans, og átti heima á eynni ævilangt.
Stundaði fiskveiðar á Winnipegvatni.
5. Lillian Marie Eyjólfsson; kona John
Eyjólfsson, í Winnipeg, á Almenna
sjúkrahúsinu þar í borg. Fædd í Árborg,
Man., dóttir M. Borgfjörð og konu hans,
en hafði átt heima í Winnipeg síðastliðin
41 ár.
8. Sigríður Peterson O’Hare, frá Árnes,
Man., að Elliheimilinu Betel á Gimli,
Man., hnigin að aldri. Flutti af íslandi
til Kanada 1889.
8. Engilráð Kristín Hendrickson Dar-
well, í Vancouver, B.C., 65 ára gömul.
12. Sæunn Hólm, ekkja Gunnars
Hólm, frá Marietta, Wash., á Elliheimil-
inu Stafholt í Blaine, Wash. Fædd 19-
maí 1870. Foreldrar: Markús fvarsson og
Guðríður Guðmundsdóttir, bæði eyfirzk
að ætt. Ólst upp fram yfir tvítugsaldur
hjá hjónunum Jóhannesi Jónssyni °g
Þorgerði Kristjánsdóttur á Hranastöðum
í Eyjafirði. Kom vestur um haf 1913.
14. Jóhannes Jóhanneson, að North
Battleford, Sask. Fæddur á íslandi 1883,
en flutti til Bandaríkjanna um aldamót-
in og þaðan til Wynyard 1905.
18. Soffía Guðrún Anderson, ekkja
Sigtryggs S. Anderson, í Wynyard, Sask-
Fædd á fslandi 8. ágúst 1894, en flutti