Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 100

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 100
82 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA allt það vinarþel og þann hlýhug, er frá því streymir. Háskólinn telur það vissulega eitt af sínum veglegu hlut- verkum að efla tengslin milli Vestur- íslendinga og Austur-íslendinga. . . . Þætti mér vænt um, að þú bærir sam- stjórnarmönnum þínum í Þjóðræknis- félaginu innilegar kveðjur og þakkir Há- skólans fyrir vinarhug þeirra og heilla- óskir, svo og félagsmönnum, „ef að fyrir ber“. f jólakveðju til mín segir Rektor enn- fremur: „Hið fagurbúna ávarp Þjóð- ræknisfélagsins var til sýnis hér í Há- skólanum í október og vakti verðskuld- aða athygli.“ Er ég vitanlega þakklátur fyrir hin drengilegu orð Rektors í minn og vorn garð, og sérstaklega ljúft að flytja þing- heimi hlýjar kveðjur hans og Háskól- ans. En eins og kunnugt er, þá eru sterk tengsl milli Háskóla fslands og félags vors, því að sumir þeir menn, sem hæst hefir borið í sögu félagsins, svo sem þeir dr. Rögnvaldur Pétursson og Ásmundur P. Jóhannsson, sýndu í verki ræktarsemi sína til íslands með stórgjöfum til Háskólans, að öðrum ógleymdum hér vestan hafs, er hafa vottað Háskólanum góðhug sinn með fjárgjöfum eða öðrum hætti. Hinum framúrskarandi viðtökum, sem við hjónin áttum að fagna heima á ætt- jörðinni af hálfu Háskóla íslands og annarra, hefi ég þegar lýst í ferðaþátt- um mínum, og einnig getið þar kveðju þeirrar frá oss Vestur-íslendingum, sem ég flutti í Ríkisútvarpið. Einu vil ég þó bæta þar við, er mér fannst bezt eiga heima í þessari skýrslu. Sigurður Sigur- geirsson bankaritari, formaður Þjóð- ræknisfélagsins heima á íslandi, sem vér höfum átt og eigum góða samvinnu við, sendi okkur hjónunum í nafni félagsins gullfallegan blómvönd og bað mig fyrir kærar kveðjur félagsins og sínar til félags vors og Vestur-íslendinga. Þeim kveðjum er mér einkar ljúft að skila á þessum stað. Lýk ég svo þætti skýrslu minnar um tengslin og samvinnumálin við ísland með þessum ljóðlínum mín- um: Brúum áfram bróðurhöndum breiðan, djúpan sjá. Útgáfumál Tímarit félags vors kemur út með svipuðu sniði og áður, undir ágætri rit- stjórn þeirra Gísla skálds Jónssonar og Haralds Bessasonar prófessors; skuldar félagið þeim mikla þökk fyrir störf þeirra. Guðmann Levy hefir, eins og áður er vikið að, unnið að söfnun aug- lýsinga, ásamt Halldóri J. Stefánsson, með góðri aðstoð þeirra Páls S. Pálsson; ar skálds og ólafs Hallssonar. í nafni félags vors þakka ég þeim störf þeirra. En sökum sí-vaxandi prentunar og annars útgáfukostnaðar, er ritið orðið, ef svo má að orði kveða, mjög dýrt í rekstri. Hefir það mál verið tekið til at- hugunar á fundum stjórnarnefndar, og hefir sérstök nefnd það með höndum, og mun leggja fram ákveðnar tillögur um það hér á þinginu. En jafnframt vil ég leggja áherzlu á það, hve merkur þáttur Tímarit vort hefir verið og er enn í starfsemi félagsins, enda hefir ritið af hinum dómbærustu mönnum verið talið eitt af merkustu tímaritum, sem nú koma út á íslenzka tungu. Það er hverju orði sannara, sem sagt var nýlega í rit- stjórnargrein í Lögbergi-Heimskringu: „Eitt af mikilvægustu verkefnum félags- ins er útgáfa þessa ágæta Tímarits.“ Það veit ég, að vér munum hafa í huga, er vér ræðum útgáfu þess hér á þinginu. Þjóðræknisfélagið hefir á liðnu ári, eins og um mörg undanfarin ár, styrkt að verðugu hið íslenzka vikublað vort með $500,00 fjárframlagi. f því sam- bandi fer ágætlega á því að minnast þess, að Heimskringla átti nýlega 75 ára afmæli. Veit ég, að þingheimur tekur einum rómi undir þær þakkir til hennar, ritstjóra hennar og annarra hlutaðeig; enda, sem ég hefi þegar birt í nafni félags vors. Skýrslur embættismanna, nefnda og deilda Skýrslum féhirðis, fjármálaritara og skjalavarðar verður útbýtt á þinginu. Einnig verða fluttar skýrslur milliþinga- nefnda í Skógræktarmálinu og Minja- söfnun, en formaður þeirra nefnda er nú sem áður frú Marja Björnsson. Þakka ég henni og samnefndarfólki hennar unnin störf á árinu. Forseta var falið á síðasta þingi að skipa í minjasafnsnefnd einn fulltrúa úr hverri deild félagsins. Af ýmsum ástæðum dróst það hjá mér að skipa í þá nefnd, og mér mun einnig hafa sézt yfir að skipa fulltrúa frá tveim deildum vorum. Bið ég velvirðingar á drættinum og þeirri yfirsjón minni, en mun eiga hlut að því, hvar sem ég stend í sveit í starfinu, að úr þessu verði bætt, ef nefndin verður skipuð með sama hætti fyrir næsta ár. Báðar umræddar nefndir vinna hið þarfasta verk, og eiga skilið almennan stuðning fólks vors, og þá skógræktarmálið sérstaklega. Hannes skáld Hafstein segir spámannlega í hinu fagra Aldamótakvæði sínu: „Menningin vex í lundi nýrra skóga“. Ég veit, að deildir vorar og félagsfólk muni halda áfram að sýna það í verki, og í vaxandi mæli, að vér viljum eiga vom þátt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.