Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Qupperneq 103
ÞINGTÍÐINDI
85
Ársskýrsla þjóðræknisdeildarinnar
„Brúin" 1961
Þjóðræknisdeildin „Brúin“ hélt _ sjö
fundi á árinu. Allir voru þeir vel sóttir
af starfandi meðlimum félagsins.
Tveir nýir meðlimir gengu í félagið.
Einn meðlimur hefir dáið, Mrs. Ingibjörg
Pálson, ekkja Kristjáns Pálsonar.
Á árinu var stofnað til tveggja arð-
berandi fyrirtækja með allgóðum ár-
angri. úr sjóði hafa verið sendar smá-
gjafir til elliheimilisins „Betel” og ís-
lenzka vikublaðsins. Einnig hafa verið
sendar smáglaðningar til sjúkra í hlut-
tekningarskyni.
Aðaláhugamál okkar er viðhald bóka-
safnsins, sem hefir að geyma eitt þúsund
bækur. Einnig berum við íslenzka viku-
blaðið mjög fyrir brjósti.
Á umliðnu hausti kom til mála að
verða við beiðni útbreiðslunefndar
blaðsins um að hafa samkomu því til
styrktar. Þessu var þó frestað til næsta
árs, og hefir það nú verið tekið upp að
nýju. Vonumst við til að geta látið eitt-
hvað til okkar taka að þessu leyti.
Deildin óskar þinginu alls hins bezta.
Guðrún Vigfússon
ritari.
Flutningsmaður lagði til, að skýrslan
yrði viðtekin. Það var stutt af mörgum
og tillagan síðan samþykkt.
Ritari flutti þessu næst ársskýrslu
delidarinnar „Frón“ í Winnipeg.
Ársskýrsla þi óðræknisdeildarinnar
„Frón" 1961
Fjórir stjórnamefndarfundir hafa ver-
ið haldnir á árinu og tveir skemmtifund-
ir. Miðsvetrarmót Fróns s.l. ár var höf-
uðviðburður í starfi deildarinnar. Aðal-
ræðumaður á því móti var Sveinn
Skorri Höskuldsson magister, auk hans
komu þar fram margir aðrir ágætir
skemmtikraftar.
Síðast liðið vor, þann 6. apríl, hafði
Frón skemmtifund. Voru fluttir þættir
úr íslenzkum nútíðarbókmenntum, eink-
um Ijóð sex skálda. Miss Guðbjörg Sig-
urðson, Hjálmar Lárusson, Heimir
Thorgrimson, Sveinn Skorri Höskulds-
son og Haraldur Bessason önnuðust
dagskrána, en hún var tekin saman af
tveim hinum síðast nefndu. Arður af
þessari samkomu $26.00 var látinn
renna til vikublaðsins íslenzka, Lög-
bergs-Heimskringlu.
í fyrstu viku nóvembermánaðar var
haldinn ársfundur deildarinnar og eftir-
talið fólk kjörið í stjórnarnefnd: Har-
aldur Bessason forseti, Jakob F. Krist-
jánsson varaforseti, Jochum Ásgeirson
gjaldkeri, Miss Guðbjörg Sigurðson vara-
gjaldkeri, Heimir Thorgrimson ritari,
Benedikt Ólafsson vararitari, Gunnar
Baldwinson fjármálaritari og Guðmann
Levy varafjármálaritari.
Síðan aðalfundur var haldinn, hefir
einn stjórnarmeðlimur látizt, Benedikt
Ólafsson vararitari. Áttum við þar góð-
um dreng á bak að sjá, og er hans nú
sárt saknað.
Bókasafn deildarinnar er í góðum
höndum, en frú ólafía Johnson hefir
sem að undanförnu annazt bókavörzlu.
Útlán í ár voru svipuð og á síðast liðnu
ári.
Þjóðræknisdeildin Frón árnar hinu
fertugasta og þriðja ársþingi Þjóðrækn-
isfélagsins allra heilla.
H. Thorgrimson
ritari.
Flutningsmaður lagði til, að skýrslan
yrði viðtekin. Miss Guðbjörg Sigurðson
studdi, og var tillagan því næst sam-
þykkt.
Grettir L. Johannson afhenti síðan
þjóðræknisþingi Skjaldarmerki íslands
að gjöf frá forseta íslands og las kveðju
frá forsetanum.
ÁVARP FORSETA ÍSLANDS, HERRA
ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR, TIL
ÞJÓÐRÆKNISÞINGS VESTUR-
ÍSLENDINGA FEBRÚAR 1962
Við hjónin sendum Þjóðræknisþing-
inu beztu kveðjur og árnaðaróskir, og
Þjóðræknisfélaginu innilegar þakkir fyr-
ir allan viðbúnað og ástúðlegar viðtök-
ur í ferð okkar um Kanada á síðast-
liðnu hausti. Við biðjum ykkur, kæru
fulltrúar og gestir þingsins, að flytja
þessar kveðjur og þakkir um allar ís-
lendingabyggðir og borgir, allt austan
frá Quebec, þar sem við stigum á land
og vestur til Victoria á Vancouver
Island, þar sem við snerum aftur heim
á leið. Við sendum sömu þakkarkveðju
til allra þeirra, sem komu norður yfir
landamerkin á okkar fund, og vitum að
þeir misskilja ekki, að við þorðum,
sannast að segja, ekki suður fyrir landa-
mærin. Kanada var vissulega nóg við-
fangsefni í einni ferð.
Við sendum að þessu sinni í þakkar-
og vinaskyni Skjaldarmerki fslands af
sömu gerð og stærð, sem skreytir veggi
Bessastaðakirkju. Við teljum viðeigandi,
að þetta skjaldarmerki sé öllum sýnilegt
á virðulegum stað á Þjóðræknisþingum
og íslendingadegi á Gimli, og geymt
þess, á milli, þar sem þið ákveðið.
Við sendum einnig kvikmynd af
Kanadaför okkar. Efni hennar er að því
leyti takmarkað, að ekki var hægt að