Harpan - 01.12.1937, Page 5

Harpan - 01.12.1937, Page 5
H A R að fóta sig á leggjunum og erfitt að halda jafnvægi, og ekkert spaug að gera listastökk á tunnustöf- unum — en sleðinn var „hreinasta lninang“, eins og einn vina minna myndi segja. Já, sleðinn var góð- ur gripur í bröttum brekkum, en tærnar á skónum fengu oft að kenna á því. Og eru frostrósirnar á gluggun- um okkar ekki fallegaf? Ágætis leikfang fyrir ímyndunaraflið, sem leysir þær upp í allskonar kynja- myndir og æfintýri. Þar eru lág- reist kot og kóngahallir, alls- konar djásn og dvergasmíði, þar eru risar, rammefldir og kynngimagnaðir marghöfðar í bardaga við hrausta riddara, sem oftast veitir betur. Ætli tröllfólk og forynjur að hafa betur, þolum við ekki mátið, en ráðumst gegn þeim og vegum á báðar hendur. Ef til vill viljum við afmá þær með öllu og öndum á þær, svo að frostforynjurnar þiðna. En ske má, að þíði bletturinn verði þá að stóru hafi, sem við siglum yf- ir, könnum löndin, er að því liggja, kynnumst þar siðum og háttum, komumst í ýms æfintýri, rötum í mannraunir og sigrum við illan leik — siglum síðan heim á leið aftur, lendum í haf- villum og volki, en siglum þó heilu skipi í höfn um síðir — með frægð og fé. Vera kann líka, að við skyggnumst út unr þíða blettinn í æfintýrinu, og kom- umst aftur inn á brautir veruleik- P A N ans — eða leyfum ímyndunar- aflinu lausan taum, og horfurn á álfana stíga dans um bláa ísa í tunglskininu og syngja, en mann- inn í mánanum glotta kuldalega að kátínu þeirra og hlusta. Allt þetta — og miklu, miklu mcira tilheyrir vetrinum. — Og við viljum ekkert af því missa að fullu. Veturinn er kaldur — en heil- næmur öðrum en þeim, sem sjúk- ir eru og veikburða. Veturinn grisjar lífið miskunnarlaust, og eirir engu, ér ekki þolir frost og fjúk, langar, dimmar. nætur og skamma, skuggasæla daga. Hann veitir því lið þróuninni í því, að ala upp aðeins styrkasta stofninn. Lifið héil, og njótið vetrar til heilbrigði, náms og leiks. Mart. Magnússon Pési: En hvað veslings dýrið hefir mátt líða, til þess að þú gæt- ir fengið þetta fallega skinn. Mamman: Skammastu þín ekki, strákur, að tala svona um liann pabba þinn! Doddi litli var úti á gangi með mömmu sinni, fyrsta haustmorg- un, sem frost var, og sá hann andardrátt sinn í loftinu. — Sko, manima, ég er rykugur að innan. 131

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.