Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 58
H
A
A
N
R
ið loga hjá henni, því að hún var
steinblind. Engillinn horfði lengi
á hana, og sá, hvað hún var að
hugsa. Hún hugsaði um það, er
hún var ung stúlka og gladdi sig
við öll jólaljósin. Svo hugsaði hún
um það, er hún var fullorðin
kona og átti svolítinn, ljóshærð-
an dreng, sem henni þótti miklu
vænna um en sjálfa sig. Hún
hafði unnið fyrir honum,og vak-
að yfir honum, þegar hann var
veikur. Hann var nú orðinn stór
og myndarlegur maður — og
húsbóndinn á þessu heimili.
Og þessi gamla kona hugsaði
alveg eins og barn. — Allt gamalt
fólk gerir það. Og engillinn sá
stór tár koma fram í blindu aug-
un. Hann fór að glugganum, þar
sem börnin léku sér inni. Hann
horfði á þau fast og lengi. Allt í
einu stóð upp lítil stúlka, sem hét
Þóra, í höfuðið á gömlu konunni
blindu, sem var amma hennar.
„Ösköp er þetta skrítið,“ sagði
hún við börnin. „Mér heyrðist ein-
hver hvísla að mér: „Mundu eftir
henni ömmu þinni!“ Ög mér
sýndist ég sjá mynd af ömmu
minni um leið, og mér sýndist
hún vera að gráta. Ég ætla að
fara upp á loft og vita, hvernig
henni líður.“ Síðan fór Þóra litla
upp til ömmu sinnar og öll börn-
in á eftir henni. „Hvað eigum við
að gera þér til skemmtunar á jól-
unum, amma?“ spurði Þóra.
Gamla konan rétti fram höndina
þunna, magra og titrandi og alla
184
P
með bláum rákum, þreifaði á
Þóru litlu og sagði: „Ég veit ekki
barnið mitt. Ég held mér þætti
skemmtilegast, ef þið væruð hérna
hjá mér svolitla stund og töluðuð
við mig eða lékuð ykkur hérna
inni. Mér þykir svo skemmtilegt
að hlusta á glaðværð barnanna.“
Og Þóra gamla kyssti á handar-
bak nöfnu sinnar. Og það var eins
og einhver hvíslaði því að öllum
börnunum, að þau skyldu fara
þangað upp með gullin sín, og
eftir fáar mínútur var herbergi
gömlu konunnar orðið fullt af
jólaglingri og barnagleði. Og hún
hafði ekki lengi lifað eins
skemmtileg jól.
Svo fór jólaengillinn bæ frá bæ
og hús úr húsi og hafði áhrif á
hugsanir fólksins.
Svo hélt jólaengillinn áfram.
Og þegar hann var að fara yfir
stóra, fjölfarna götu í einni borg-
inni, þá sá hann hvar tveir menn
sátu úti í kuldanum og voru að
borða. — Þeir höfðu verið þar að
grafa skurð og voru langt frá
heimilum sínum. Þeir ætluðu
samt heim um kveldið og voru nú
að hvíla sig áður en þeir lögðu af
stað. Þeir höfðu haft með sér
brauðbita og kalt te í flösku og
hresstu sig á því á meðan þeir
hvíldu sig. Það var auðséð að
mennirnir voru þreyttir og þeim
var kalt. Það er ekki notalegt að
sitja úti í frosti og drekka kalt te
þegar maður er svéittur og þreytt-
ur eftir vinnu allan daginn. Það