Harpan - 01.12.1937, Side 38

Harpan - 01.12.1937, Side 38
H A R P A N Heilbrigði og heimili V. VATN Vatn er okkur, og öllu er lífs- anda dregur, nauðsynlegt. Og gnægðir góðs neyzluvatns er einn okkar bezti heilsuvernd- ari. Það er skiljanlegt, að okkur sé vatns þörf, þar sem meir en helm- ingur þyngdar okkar, eða 67,6% — er vatn. ! raun og veru er vatn alls stað- ar þar, sem líf er, því að það, sem er fullkomlega þurrt, er líka líflaust. Vatn þekur þrjá fjórðu hluta jarðar. Þó eru landssvæði, sem skortir vatn, svo að lífvænlegt sé þar. Það vatn, sem við neytum, verður í einu orði sagt, að vera hreint. En hreint vatn er lyktar- laust, að kalla má, bragðlaust og laust við sóttkveikjur. — En það getur morað af sótt- kveikjum, þótt við ekki sjáum þær með berum augum. Þar verður smásjáin að skera úr. Algjörlega hreint vatn er lykt- ar-, bragð- og litarlaust. En vatn- ið er mjög leysandi. Það er álit- ið, að það leysi öll efni að meira eða minna leyti. Sum efni auð- veldlega, önnur torveldlega. Það er því skiljanlegt, að fullkomlega hreint vatn finnst ekki frá náttúr- unnar hendi. Allt vatn, í jörðu er á er blandað öðrum efnum, sem ýmist eru okkur holl eða skaðleg. Hafið er hið óþrjótandi forða- búr vatns. Frá hafinu, ásamt ám, lækjum og jarðvegi, gufar stöð- ugt vatn og sameinast andrúms- loftinu, eða safnast fyriif í því sem ský. Síðan fellur það aftur til jarðar sem regn, snjór eða dögg, rennur á yfirborðinu sem á eða lækur til sjávar aftur, eða sígur í jarðveginn og kemur síðan aftur til yfirborðsins sem uppspretta. ! sjávarvatninu eru ýms efni uppleyst, og ber þar mest á salt- inu, sem við öll þekkjum. Upp- leyst kalk bera árnár í stórum stíl tilsjávar, og vinna skeldýrin það til skelja sinna. Þess vegna finnst fremur lítið kalk í sjónum. — Til neyzlu er sjávarvatn óhæft. Stöðuvötn, ár og lækir, og allt yfirborðsvatn, má einnig telja mjög óheppilegt til drykkjar, þar eð ætla má, að það sé meira eða minna blandað lífrænum efnum, svo að sóttkveikjur þrífast ágæt- lega, í því. Lífrænu efnin stáfa frá jurta- og dýraleifum í jarðvegin- um. Regnvatnið blandast efnum í loftinu, á leið til jarðar, og tekur í sig óhreinindi, svo sem reyk og 164

x

Harpan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.