Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 59
H
A
A
N
R
sló að mönnunum og þeir fóru að
skjálfa. Öðrum þeirra, sem var
þunnleitur og gráhærður, fannst
eins og sér ætlaði að verða ilt.
Engillinn sveif stundarkorn í
loftinu uppi yfir stóru, fallegu húsi
sem var svo skammt frá, að allt í
einu stóð upp dálítill drengur, sem
var að leika sér þar á gólfinu, og
sagðist muna eftir því, að hann
hefði séð tvo menn úti í kuldan-
um rétt áðan. Hann bað mömmu
sína að lo'fa sér að kalla á þá inn
og gefa þeim eitthvað heitt. Svo
stökk hann út og til mannanna,
sem voru þar skammtfrá, og sagði
þeim að koma inn. Mennirnir
urðu alveg hissa, því að þeir þekktu
ekki fólkið, en fóru aamt inn og
fengu þar ágæta hressingu. Svo
fór úr þeim hrollurinn, og gamla
manninum leið vel. Þeir þökkuðu
svo fyrir sig og fóru af stað heim-
leiðis.
Engillinn héllt áfram þangað til
hann kom að stóru ^úsi; þar var
allt uppljómað inni; stórt jólatré á
miðju gólfi með allskonar skrauti
og fallegum hlutum. Þar voru
smíðatól og verkfæri, bækur,
brúður, klukkur, sokkar og allt
mögulegt.
Engillinn leit inn um glugga og
renndi augunum yfir gjafirnar, og
hann gat talið þær á augabragði
og lesið það sem skrifað var á
bögglana. Svo leit hann á barna-
hópinn og bar saman nöfnin á
bögglunum við nöfn barnanna, —
því hann vissi, hvað þau hétu öll.
P
Hann fann það þá, að það var
engin gjöf handa einni lítilli
stúlku, sem hét Bogga í Garði;
hún var dóttir fátækrar konu, sem
var atlveg nýkomin í bæinn og
þekti enga þar. Engum hafði því
dottiðíhug að láta neitt á jólatréð
handa henni, en mamma hennar
hafði gert það fyrir liana að fara
með hana þangað.
Engillinn horfði fast á eina
stúlkuna, sem hafði staðið fyrir
því, að útbúa jólatréð. — Þessi
stúlka var dóttir kaupmanns þar
í bænum og hét Sigríður. Sigga
Bertel var hún kölluð. — Pcgar
engillinn hafði horft á hana stund-
arkorn, var eins og henni dytti
eitthvað allt í einu’ í hug, og hún
mundi eftir því, að lítil stúlka var
nýkomin að Garði;hún hafði einu
pinni séð hana, og þekkti hana ekk-
ert; en það var alveg eins og því
væri hvíslað að henni, að ekkert
væri á jólatrénu handa henni
Boggu í Garði, og hún mundi eft-
ir sjálfri sér, þegar hún var lítil
stúlka; hvað henni hafði þótt
gaman að jólatrénu, og hvað henni
hafði sárnað einu sinni þegar hún
fékk ekkert, en öll hin börnin fóru
heim með gjafir. Svo fór hún út
úr húsinu og stökk heim til sín og
sótti ljómandi fallega brúðu og
skrifaði á hana: „Til Boggu í
Garði“, og liengdi hana ájólatréð.
Bogga sá þegar hún kom inn með
brúðuna og lét hana á tréð. Hún
horfði á hana lengi, lengi og var
að hugsa um það, hve ósköp hún
185