Harpan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1937næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678
Tölublað

Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 4

Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 4
H A R „Suðri“ er sólskinsvængjum suður floginn til sumarlanda. Náttúran hefir breytt um svip. Það eru fylgjur vetrarins, sem sótt hafa oss heim. Ærið er veturinn stundum stirð- lyndur og óvæginn, enda kjósa þá flestir að halda sig innan veggja. Og þegar hann í almætti sínu geysar um hauður og haf, með frosti og fannkyngi, er þeim ein'um fært kappi við hann að etja, sem karlmenni er. Fönn og klaki spenna heljar- greipum fossana, árnar, lækina, grænar grundir, allt — sem ekki á yl hið innra. — En undir fönn og klaka er falið líf. Hver myndi gizka á slíkt, sem ekki vissi það. Jafnvel jurtir og smádýr, bjóða birginn vetrarhörkunum, sem ætla mætti að öll myndu deyja drottni sínum fyrstu frostnótt. Sannast hér dásamlega ein snjallra setninga Einars Ben.: „Nágranni dauðans lífseigur fæðist.“ Við fögnum að vonum sumri. Okkur er þaö svo kært, að við höldum hátíðlegan fyrsta dag þess. Þannig bjóðum, við ekki vet- ur velkominn. En myndum við ekki sáran sakna, ef missa ættum ágæti hans? Áreiðanlega. Með vetri hefjast ný störf — nýtt líf. Skólar taka til starfa. Neinendur glíma við verkefni sín og fara, eftir atvikum, ýmist með 13fí - P A N sigur eða ósigur af hólmi — og í báðum tilfellum yfirleitt, taka þeir lífinu með ró og líta það björtum augurn. Veturinn á sinn sérkennilega frið og fegurð, töfra og yndi: heið kvöld og stirndan himin, sem er eins og gullseymd risahvelf- ing, dreymandi rökkurkyrrð og mánaskinsdýrð. Og hvað lítum við öllu fegurra en leiftrandi lit- skrúð logandi norðurljósa á heið- bláum grunni ómælisgeirq,sins? Og unnum við í raun og veru ekki öll snjónum, þessum unaðs- lega leikvangi barnanna? Höfum við ekki öll byggt úr honum hús og kerlingar, farið í snjókast, bylzt og velzt í honum, þar til við vorum sjálf snjókörlum og kerlingum líkust? — Komið svo inn að kvöldi rjóð og sælleg, með aukið lífsmagn, full fjörs og glaðværðar. Og erum jafnvel við á miðjum aldri ekki leiðanleg til alls þessa enn? Ég vona, að svo sé, og ég vil ekki eldri verða. Við ís og snjó eru tengdar ein- hverjar yndislegustu og heilnæm- ustu íþróttir, sem völ er á, skíða- hlaup og skauta. Fyrstu skautar sumra okkar hafa vafalaust verið stórgripaleggir, og fyrstu skíðin tunnustafir. En nota flest í nauð- um má. Og voru þær kannske ekki spennandi fyrstu lexíurnar í þessum íþróttum, þótt tækin kunni að hafa verið allt annað en fyrsta flokks? Jú, sannarlega! En illt var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað: 9-12. tölublað (01.12.1937)
https://timarit.is/issue/357682

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9-12. tölublað (01.12.1937)

Aðgerðir: