Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 27
H
A
A
N
P
R
í HVERAGERÐI
Við skulum enn söðla Hug okkar og
skreppa nú til Hveragerðis í ölfusi
og vita, hvað við sjáum par merki-
legt.
Við stönzum augnablik á austurbrún
Hellisheiðar — Kömbum. — Fyrir
framan okkur liggur mesta undirlendi
Islands — Suðurlandsundirlendið. —
Langt í Suðaustri sjáum við Vest-
mannaeyjar rísa úr hafi. Eigi langt
austur á sléttunni fyrir neðan okkur
sjáum við ölvusá liðast eins og silfur-
hvítt band til sjávar og breiða úr s:r
hið neðra og verða eins og stórt
stöðuvatn á að sjá. Suður á ströndinni
komum við auga á húsaþyrpingar. Eru
pað kauptúnin Eyrarbakki og Stokks-
eyri. Skammt fyrir neðan okkur lít-
um við lítið porp, og við sjáum greini-
lega, að par rýkur víða úr jörð. Þetta
porp er áfangastaður okkar — Hvera-
gerði. Dregur pað nafn af hinum mý-
mörgu hverum, sem par eru, og við
sjáum rjúka úr. Við skoðum ýmsa
hveri, t. d. Litla Geysi, sem er býsna.
fjörugur og fljótur til, ef honum er
gefin sápa — og gýs allhátt. Því
næst förum við að Grýlu, sem gýs
á tveggja stunda fresti, hvort sem
henni er boðið eða bannað. Eru gos
hennar einkar snotur, pótt vatnsmagn
sé lítið. Hana sækja heim fjöldi ferða-
langa, innlendra og erlendra. Grýla
bregst peim aldrei. Hún er vanaföst
og laus við dutlunga, eigi siður en
Tryggur gamli, bróðir hennar í Banda-
ríkjunum.*)
Nokkurn spöl norður af Grýlu er
Reykjakot, Þar er Menntaskóli Reykja-
vikur nú að reisa skólasel sitt, og
hefir Pálmi rektor áreiðanlega valið
staðinn vel. En við eigum eftir að
skoða fleiri hveri, t. d. Svaða. Hann
er stór um sig og svaðalegur. Það
er varla hægt að segja, að hann gjósi,
en hann byltir sér talsvert og belgir
sig upp á fárra mínútna fresti. Við
lítum einnig á Baðstofuhverinn, sem
dregur nafn af lögun sinni, sem manns-
höndin hefir mótað. Hann stendur niðri
við Varmá, sem rennur við porpið
og miðlar rafstöðinni nokkru af orku
sinni. Fyrir ofan stífluna getum við
fengið okkur bað og synt. Nokkru
neðar er Reykjafoss, og undir honum
má fá fágætasta steypibað. En nú er
sundlaug í smíðum í Hveragerði.
Fullgjör verður hún stærsta sundlaug
landsins — 50 m. á lengd.
I Hveragerði er líka Mjólkurbú
ölfusinga. Sum okkar borða áreiðan-
lega smjör og osta, sem par eru búnir
til. Niðri við ána, rétt neðan við foss-
inn, stóð líka einu sinni ullarverk-
smiðja.
Á Reykjum er hressingarhæli og par
eru stórir gróðrarskálar, hitaðir með
vatni. Það má heldur ekki gleyma
*) Tryggur gamli — Old faithful «—
frægasti goshver Bandarfkajnna.
153'