Harpan - 01.12.1937, Page 34

Harpan - 01.12.1937, Page 34
H A R P A N Móðurmálið Frh. „Veiztu ekki, að gull, silfur og kopar kemur úr jörðunni? Komdu. með mér. Ég skal sýna þér fjár- hirzlur okkar. “ Hann fór með Harald innj í stórt herbergi, sam- hliða salnum. Þar voru heilar dyngjur af gulli, silfri oj* kopar. Þar voru einnig körfur fullar af skínandi gimsteinum, og á miðju gólfi stóð fagurlega löguð skál úr mjög sjaldgæfum steini. „Hér er uppspretta auðæfa minna“, sagði konungurinn og benti á skálina. Nú sá Haraldur, að á skálinni voru þrjú op, og um opin féllu straumar mismunandi litir. í einu opinu var hann gullgulur, í öðru silfurhvítur og í því þriðja kop- arrauður. Þessir lýsandi straumar féllu meðfram bergveggjunum og þar kom Haraldur auga á marga dverga, sem helltu fljótandi málminum í mót. í þeim storkn- aði hann, og var þá, af öðrum styttri, pyngjuna léttari ber gleymsku yfir fortíðina, gerir framtíðina ljósari“. Við þessu svari átti ég engin andmæli, og skildum við kunn- ingjarnir sáttir þetta kvöld. Jón Kr. dvergum, fluttur í hlaðana, sem fyrir voru. En hluti af málminum rann áfram, og kvíslaðist í holur og sprungur bergsins. Og það er sá hluti, sem mennirnir síðar vinna með miklum erfiðismunum úr jörðu. Haraldur hefði gjarnan viljað fylla vasa sína af gulli, en hann var of vel upp alinn til þess að taka það, er hann ekki átti. Hann fylgdi nú kóngi aftur inn í hásætissalinn, þar sem allt var fullbúið undir veizluhöldin. Löng marmaraborð voru þakin skálum og diskum úr gulli og silfri, greypt dýrum steinum. í þeim voru yndislega ilmandi rétt- ir, búnir til úr jarðarberjum þeira systkinanna. Hið innra í salnum sat hljóm- sveitin: grashoppur og býflug- ur, sem dvergarnir höfðu veitt í skóginum. Eftir máltíðina var farið að dansa. — Það fannst Haraldi undarlegt á að horfa. Dvergarn- ir voru allir hrukkóttir og elli- legir að sjá, grábleikir, líkastir berki á gömlum trjám. En dverga- meyjarnar voru aftur á móti grannvaxnar, fríðar og fallegar og báru höfuðdjásn úr skínandi steinum, er glitruðu í öllum regn- bogans litum í ljósinu. 160

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.