Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 15
H A R P A N
Heillaríkur draumur
Karla var rúmlega tólf ára
og elzt af fjórum systkinum.
Næstut henni var Kaj, sem
var tíu á'ra, þar næst Hugo,
sem var sjö ára, og lang
yngst var Anna litla, sem var
aðeins þriggja ára gamall
hnokki.
Pau voru hjá mömmu sinni,
er ól önn fyrir þeim, þar eð
faðir þeirra var dáinn. Þeim
hafði öllum liðið vel, meðan
hann lifði, og móðirin, sem
unni bömum sínum mjög,
leitaðist við að láta þau ekkert
skorta og vildi allt fyrir þau
gera. Hún sýndi þeim ekki
einungis mikla umhyggju,
heldur var hún þeim einnig
mjög eftirlát og krafðist einsk-
is af þeim.
Hún tók heim sauma af öðr-
um og sat oft við þá fram á
nætur, eftir að bömin voru
komin í ró. En börnin hugs-
uðu ekkert um það, þótt hún
þrælaði og þrælaði. Það var
svo hversdagslegt, að þau
veittu því enga athygli, og þar
sem engar kröfur voru til
þeirra gerðar, litu þau á þetta
sem hvem annan sjálfsagðan
hlut. Annars voru þetta beztu
böm. Þau voru bara hugsun-
arlaus, eins og börn gerast.
Sérstaklega var Karla, sem
átti að vera þeirra duglegust,
sérstaklega löt. Henni datt
aldrei í hug að hjálpa mömmu
sinni hið allra minnsta, þótt
hún hefði öll húsverk, annað-
ist bömin og hefði auk þess
sauma frá öðrum.
Mamma þeirra sá, að það
var skakkt af henni, að segja
Körlu ekki, að þetta ætti að
vera allt öðru vísi, en hún
hugsaði sem svo:
„Æskan er stutt, látum
hana njóta hennar. Skilji hún
ekki sjálf, að hún getur hjálp-
að mér, veldur það sífelldri ó-
ánægju og amstri að skipa
henni til verka. Ég þoli enn
um stund.“
En þá var það um tungl-
skinsbjarta nótt, — eina þeirra
nótta, þegar allir hlutir mega
mæla, — að Karla hrökk upp
af svefni við það, að henni
heyrðist einhver nefna nafn
sitt.
Hún leit í kringum sig.
Mamma hennar var nýlögst
fyrir, því að hún hafði að vanda
unnið fram á nótt við sauma,
og svaf nú fast. Það var því
ekki hún, sem hafði talað til
hennar.
En það var samt rétt, að
einhver nefndi hana með
141