Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 39
H
A
R
A
N
sót, þar sem þéttbýli er. Pað vant-
ar þau sölt, sem jarðvatnið hefir,
og er bragðvont og ólystugt til
drykkjar, en ágætt til þvotta, þar
eð það er ómengað af kalki.
Bezta neyzluvatnið er upp-
sprettuvatnið. I því eru uppleyst
ýms sölt — ólífræn efni — svo
sem járn, brennisteinn, sódi, salt,
kalk. Stundum er svo mikið af
þessum efnum, að bragðið er
beiskt — ölkeldur.
Vatn er ávalt blandað loft-
kenndum efnum. I uppsprettum
er oftast lítið eitt af kolsýru, og
gerir hún vatnið bragðbetra.
Sé í vatninu mjög mikið af
kalki — hart vatn — er erfitt að
þvo úr því, þar eð kalkið samein-
ast sápunni. Hún freyðir því ekki
og leysir ekki upp óhreinindi.
Bæta má þetta með því að setja
nægan sóda í vatnið. — Hann
bindur kalkið.
Brunnvatn getur verið ágætt,
en þó því aðeins, að yfirborðs-
vatn geti ekki síazt í það. Brunn
veggir verða því að vera vatns-
heldir. Mikils hreinlætis þarf að
gæta með brunnfötur. Með þeim
geta borizt sóttkveikjur ogóhrein-
indi frá mönnum og dýrum í
vatnið. Brunnar þurfa því að vera
lokaðir og vatninu dælt úr þeim.
Reynið að tryggja ykkur gott
neyzluvatn með vönduðum frá-
gangi vatnsbóla. — Gott vatn er
heilsusamlegast allra drykkja.
P
Grjól er nú í Gnípulóft
þjóðsaga.
Bóndinn á Tindum í Svínadal
hafði orðið seinn til með að slá
túnið sitt. „Sá gamli“ bauð nú
bónda að slá fyrir hann túnið á
einni nóttu, gegn því, að bóndi
gæfi honum sál sína. En bóndi
skyldi vera laus við allar skyldur,
ef „Sá gamli“ hefði ekki lokið
slættinum um sólaruppkomu.
Gekk bóndi að þessum skilyrðum,
en var svo forsjáll, að setja bibl-
íu í tóft eina í túninu, sem hét
Gníputóft. „Sá gamli“ tók nú til
óspilltra málanna og gekk verkið
greiðlega, þar til hann kom/ í tóft-
ina, þá beit ekkert hjá honum
ljárinn, og var hann enn að hjakka
þar, er sól kom upp.
Kvað hann þá þessa vísu:
Grjót er nú í Gníputóft,
glymur járn í steinum,
þótt túnið sé á Tindum mjótt,
þá tefur það fyrir einum.
Var bóndi nú laus allra mála, en
„Sá gamli“ hafði ekkert upp úr
krafsinu.
Vignir Ársælsson
12 ára, seridi blaðinu.
Til umhugsunar.
1. Dragðu 15 frá 15 þannig, að
eftir verði 90.
2. Taktu 2 af 12 þannig, að
eftir verði 2.
163