Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 3
1. árg. Reykjavík 1937 9.—12. blað
VETUR GENGUR í GARÐ
Meðal þeirra, er berjast um
völdin í veröldinni, eru dagur og
nótt. Þau elta og eyða hvort öðru
eftir megni. Á hverjum sólarhring
fara þau hér um og dveljast með
okkur, þar til sér til hins. Þá er
lagt af stað, því að saman geta
þau aldrei unað. Þau bæði elta
og flýja hvort annað óaflátanlega.
Hve lengi þau dveljast með okkur,
hvort um sig, fer aðallega eftir
árstíðum. Dagurinn er sonur sól-
ar og samrýmdastur sumrinu, en
nóttin er dóttir dauðans og unir
bezt í veldi vetrar.
Það er skammt á dag liðið, en
skuggarnir eru þó orðnir óralang-
ir. Þeir læðast, eins og kötturinn,
hljóðvana, og áður en varir hafa
þeir teygt arma sína yfir bæi og
dreifðar byggðir. í spor þeirra
fylgir forboði deyjandi dags —
rökkrið. — Dagurinn er orðinn
óþægilega stuttur starfandi manni
og hálf kaldranalegur.
Á gróðursælar byggðir er kom-
inn ískyggilegur feigðarfölvi.
Fuglasöngurinn daprast og
hljóðnar með degi hverjum.
Fleygir vinir vorir, þeir, sem
fæddir eru sumrinu og sólunni,
þola eigi vængjasúg ,,Norðra“
og hverfa nú aftur til suðrænna
stranda. Þeir, sem trygglyndast-
ir eru og tregastir við oss að
skilja, verða tíðum að gjalda
tryggð sína með dauða.
Háfjallagróðurinn virðist þó
kæra sig kollóttan um forboða
vetrarins. Hann er fæddur upp við
harðræði og gróðursettur þar,
sem sá sterki einn heldur velli.
Skýin eru dökk og drungaleg og
hóta hörðu. Geigvænn gnýr heyr-
ist öðru hvoru frá fjallabrúnum
og skörðum. Blíðlegt hjal bár-
unnar við ströndina heyrist stöð-
ugt þyngra og þyngra, líkt og
hafið sé að taka á sig illra anda
álagaham. — Sójin skín ekki jafn
hlýtt og bjart sem fyr óg felur sig
stundum dögum saman að skýja-
baki. — Fiðrildin, sem flugu blóm
af blómi og uku á litskrúð og líf
sumarsins, eru löngu horfin. Þau
eru aðeins hásumars börn.
129