Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 17
H A R
gortar nú kannske fullmikið af
þínum mörgu augum. Ég hefi
líka augu, og þau svo stór, að
sjá má allmikið með þeim. Ég
sé, að þú hefir rétt fyrir þér,
en ég álít, að sokin sé ekki
hjá Körlu einni. Gæti Kaj ekki
líka hjálpað til, þótt ekki væri
nema að bursta skóna sína
og systkina sinna? Hversu
margir drengir á hans aldri
mega ekki gera slíkt? Og ætli
hann gæti ekki verið lítið eitt
varkárari með fötin sín. Spyrj-
ið alla hnappana, sem slitnað
hafa af fötunum hans. Parna
liggja nokkrir á borðinu.
Mamma hans ætlaði að festa
þá á í nótt, en þreytan yfir-
bugaði hana. Spyrjið þá,
hvemig drengirnir haga sér.“
Hnapparnir höfðu heyrt
ræðu skæranna, risu nú upp á
rönd og andvörpuðu.
,,Já; því miður höfum við
veiið flestir á mörgum sinnum.
Pað eru svo fáir, sem gefa sér
tíma til að afhneppa okkur
gætilega. Detti einhver okkar
á götuna, dettur sárfáumi í hug
að hirða okkur. Og það er
ekkert barnanna hérna, sem
athugar það, að við kostum
peninga, og að mamma þeirra
verður að sauma mörg spor
fyrir hvern okkar, er kaupa
þarf í þeirra stað, er týnast“.
Nú heyrðist lág rödd úr
horninu, þar sem kjólar móð-
urinnar héngu. Horn á vasa-
P A N
klút gægðust lítið eitt upp úr
vasa. Pað var hann, sem tal-
aði:
„Eða samkomulagið hjá
börnunum. Pá er það ekki á
marga fiska,“ sagði hann and-
varpandi. „Alltaf eilífar klag-
anir og köll til móðurinnar.
Veslings konan er líka stund-
um í vandræðum með að stilla
til friðar. Petta þreytir hana
mikið og tefur.“
Fingurbjörgin gat nú ekki
þagað lengur og greip fram í
fyrir vasaklútnum:
„Já, en hver á sökina?
Auðvitað Karla! Hún er elzt
og ætti að vægja lítið eitt fyr-
ir systkinum sinum. Drengirnir
eru óstýrilátir, en eru í raun-
inni beztu drengir. Nokkur
vingjarnleg orð myndu of+
nægja til að stilla til friðar, en
KarJa gerir illt verra með því
að taka sjálf þátt í deilunum
og vera enn orðverri og frek-
ari en þeir. Nei; hún er ekki
gott barn. Ég læt ekki af þeirri
skoðun, livað sem ykkur hin-
um þóknast að segja.“
Vasaklúturinn tók nú aftur
orðið:
„Ég held nú að þú sért ekld
alveg laus við öfgar. Að vísu
grætur inóðirin oft yfir Körlu.
Um það veit enginn betur en
ég og bræður mínir, sem þerr-
um tár hennar til skiptis. En
ég held samt, að Karla sé ekki
eins vond og þú telur þér trú
143