Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 51
H A R
Hugsaðu þér, að þú værir auðug.
Hvað myndir þú þá gera?
Ef ég væri auðug, myndi ég
gera margt. Fyrst og fremst
myndi ég kaupa hest, og gefa
pabba hann. Og ég myndi gefa
þabba stundum pcninga, ef hann
vantaði. Ég myndi fara í skemmti-
ferðir upp að Gullfoss og upp
að Geysi. Ég myndi fara til
Reykjavíkur og vera þar í tvo
mánuði og kaupa þar margt fall-
egt. Ég myndi kaupa ýms barna-
gull og gefa systkinum mínum,
Én svo myndi ég gcfa mömmú
efni í kjól og kápu og sokka, en
pabba myndi ég gefa blá ,,seví-
ots“-föt og svartan frakka og
glansstígvél. En sjálfri mér myndi
ég kaupa bláan silkikjól og bláa
kápu, silkisokka og bláa alpahúfu.
Þetta myndi ég gera.
Jóhanna M. porgeirsdóttir, lOára.
Hrunamannaskóli.
Draugagangur.
Pað var eina vetrarnótt, að ég
vaknaði við, að einhver var að
hamast í kringum bæinn, með
þvílíkum berserksgangi, að ég
hefi nú aldrei heyrt annað eins,
og varð ég dauðhrædd. Ég byrgði
inig niður í koddann minn. Og
ekkki leið á löngu, þar til ég
heyrði einhvern banka í glugg-
ann, og ég sá glóra í þrjar eld-
rauðar glyrnur. Ég hélt, að ég
P A N
myndi missa vitið af hræðslu.
Skömmu seinna var komið við
hurðina, eins og hala væri dingl-
að við hana, og nú sýndist mér
snjóhvít vofa standa hjá dyrun-
um. Ég byrgði mig enn fastar of-
hn í kcddann minn, og ég heyrði
hjartað í mér slá sem sleggju.
Nú sá ég, að einhver var að
sleikja eina rúðuna, og svo var
hlaupið upp allt tún, og mér
heyrðist það vera afar þungt fóta-
tak. Ég vakti lengi eftir þetta. Loks
heyrði ég klukkuna slá sex. Ég lá
í einu svitabaði, en loks sofnaði
ég og vaknaði við það, að vinnu-
mennirnir voru að tala um, að
tuddinn hefði losnað út úr fjós-
ínu í nótt. Nú skildi ég allt, og ég
vona, að þið gerið það líka.
Kristrún Guðmundsdóttir, 13 ára.
Bermóðsstöðum, Laugardal,
Árnessýslu.
Samtal.
— Komdu nú sæll.
— Komdu nú sæll og blessaður.
Hvernig hefir þér gelngið' í kaup-
staðnum?
— Mér hefir nú gengið vel, að
ég held.
— Hefirðu farið oft í bíó?
— Bara einu sinni, og mér þótti
ekkert gaman.
— En þá liefir þú nú víst far-
ið oft á dansleik?
— Já, ég vissi ekki, hvað oft.
— Þetta datt méij í hug, þú ert
177