Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 19
H
A
A
R
Fingurbjörgin var í hræði-
legu skapi þessa nótt og hafði
allt á hornum sér. Jafnvel
gleraugun, sem nutu þó mestr-
ar virðingar, og meðþegjandi
samþykki þúaði þau öll,
slapp ekki við ónot.
,,Hvað yður snertir, heiðr-
uðu gleraugu, þá eruð þér
heldur ekki með öllu saklaus.
Veslings konan á í hiesta basli
með að þræða nálarnar sín-
ar, sökum þess, hve veik þið
eruð. Yður er farið eins og
mér, að þér eruð orðin slit-
in“.
„Þú mælir sem þú hefir vit
til“, sögðu gleraugun virðu-
lega. ,,Við slitnum aldrei; en
augu konunnar verða sljórri
og sljórri. Hún þyrfti að hafa
lítið eitt sterkari gleraugu. En
þar sem hún hefir ekki efni
á að kaupa þau, gætu börnin
þrætt saumnálarnar fyrir
hana.“
,,Já, þau gætu gert það,“
sögðu hin öll í kór, „en sjáðu
um, að þau geri það.“
Það heyrðist langdregið
andvarp neðan af gólfinu.
Karla hrökk við. Skyldu nú
nýjar ásakanir bætast við?
Pað var annar skórirm l em-
ar, sem reis upp og tók til
máls.
„Lítið á okkur og sjáið,
h-vernig þetta hirðulausa barn
umgengst okkur. Á kvöldin
kastar hún okkur bara
eitthvað. Henni stendur af-
veg á sama, því að hún þarf
hvorki að hafa fyrir að leita
okkar né bursta okkur, og ekki
kaupir hún okkur. Og það er
svei mér ekki neitt þægilegí,
að liggja heila nótt á nefinu
eins og bróðir minn þama. Og
það slítur okkur ekki lííið, að
vera traðkað daginn út og
daginn inn, jafnvel í for og
bleytu. Pað erlíka illmögulegt
að þurka okkur svo vel, að við
verðum gljáburstaðir næsta
dag. Við erum oftast stamir.
Þess vegna verður móðir
hennar að nudda okkur og
núa, núa okkur og nudda, svo
að við liggur, að hún nuddi
okkur í sundur. Og þegar hún
verður vör við nýjar rispur og
skemmdir, andvarpar hún og
segir: „Já, ég verð að senda
þá til skósmiðsins. Karla má
ekki verða vot í fæturna, þá
getur hún orðið veik.“ Og svo
verður hún að leggja enn meir
að sér, til þess að geta borgað
skósmiðnum. Nei, hún á ekki
sjö dagana sæla.“
„Já, henni er sannarlega
vorkunn“, sögðu öll hin. í kór.
„Já, og það bitnar líka á
okkur“, sögðu sokkarnir í
kvörtunartón. „Pað er þó
bæði létt verk og skemmti-
legt að prjóna. Okkur gæíi
Karla að minnsta kosti ann-
ast. En hvenær hefir hún gert
það — ogþóerhúndugleg að
145