Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 8
H A R
Snjólfur. „Mér þykir vondar sard-
ínur, og ég kysi mikíu fremur
aldinmauk en sykraðan safa“.
,,Ég vona, að þú verðir ekki sá
dóni, að neiía að borða það, sem
ég af góðménnsku minni gef þér
á hverjum fösludegi“, sagði
Hans gremjulega.
,,Jæja, en ég get ekki borðað
sardínur“, [ sagði Snjólfur. „Ég
verð veikur af þeim — og þú
veizt það. Það væri því mjög illa
gert, að bjóða mér þær.“
„Hvernig dirfist þú að segja
jjað illa gert af mér“, sagði Hans
öskuvondur. j.Það er meira að
segja mjög — mjög vinsamlegt
af mér, að bjóða þér bara kaffi
á hverjum föstudegi. Ef þú segir
orð meira, skal ég aldrei bjóða
þér kaffi með mér, þegar ég er
orðinn ríkur“.
„Nú, jæja þá! Ég kæri mig ekk-
ert um það!“ sagði Snjólfur, sem
einnig var orðinn fjúkandi reiður.
„Mig langar alls ekkert til að
koma. Pú ert einskisverð skepna,
eins og allir segja. Og það var
þér líkt, að bjóða mér sardínur,
sem þú veizt, að ég ekki get borð-
að“.
„Aha! Hvernig dirfistu að van-
ka-þa-þakka!“ hrópaði Hans,
dansandi af bræði. „Hafðu þetta,
bannsettur þorparinn!“ Hann 'sló
Snjólf bilmingshögg á vinstra eyr-
að. Snjólfur féll við höggið, en
stóð skjótlega upp, óður af reiði,
Hann óð að Hans og gaf hon-
um heljar kinnhest,
134
P A N
„Æ! Æ! Æ!“ veinaði Hans af
sársauka. „Ó, þú óguðlegi félagi!
Pegar ég er orðinn ríkur, skal
ég láta berja þig. Já, sannarlega,
sannarlega skal ég láta gera það.
Og ég skal slá þig líka — svona!“
— Og hann rak eggjakörfuna af
afli upp undir hökuna á Snjólfi.
Eggin þeyttust úr körfunni, féllu
síðan með krash-smash-splash, og
brotnuðu á bardagamönnunum.
Ja, hvílík verkun. Peim rann allur
móður, og fóru nú að hreinsa
eggjagumsið framan úr sér og af
fötunum, sem öll voru ötuð eggja-
rauðu og hvítu. — Svo steinþögðu
þeir langa stund.
„Nú verð ég aldrei ríkur“,
sagði Hans allt í einu, og var
gráthljóð í röddinni. „Eggin mín
eru brotin! Nú fæ ég enga feita
unga, sem ég get selt og orðið
ríkur af! Allar mínar áætlanir að
engu orðnar! Skilurðu j)að?“
„Ojæja, þú býður mér þá ekki
sardínur á föstudögum“, sagði
Snjólfur, og gremjan vaknaði aft-
úr í honum. Svo var eins og hann
áttaði sig á tjóni félaga síns, og
bætti við hughreystandi: „Láttu
þetta ekkert á þig fá, Hans.
Komdu nú heim með mér og
þvoðu þér. Síðan fáum við okkur
brauðbita í mesta bróðerni, og
hugsum ekki framar um að verða
ríkir. Það er allt of erfitt að verða
ríkur“.
Þeir lögðu af stað, en Hans var
mjög hryggur.
„Ég var svo nærri því að verða