Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 40
H A R P A N
VETURINN
Nú gengur veturinn í garð,
með hríðarbylji, frost og kulda-
storma.
Það er þögult, grátt — og litlu
fuglarnir, s.em voru hér í sumar,
eru allir horfnir. En nokkrir eru
eftir, sem ekki vilja yfirgefa fagra
en kalda landið okkar. Þar á með-
al eru snjótittlingar, hrafnar, rjúp-
ur, auðnutittlingar, keldusvín,
sendlingar o. fl.
Vetur gamli hefir rekið ,,Suðra“
sumarkonung úr hásæti sínu og
setzt þar sjálfuri í hans stað. Þar
sem „Suðri“ konungur ríkti áð-
ur og stráði blómum og skrauti
í kringum sig, þar sem fuglar
sungu glaðir um sumarsælu ís-
lands og ferðalagið sunnan úr
löndum, þar sem sólin skein og
sendi heita geisla yfir jörðina, svo
að úti var brennandi hiti, þar
sem grasið greri, — þar ríkir nú
„Norðri“ vetrarkonungur í þög-
ulu ríki sínu, kaldur og svipþung-
ur, og hlær kuldahlátri og blæs
kornéljum gegnum skeggið sitt,
grátt og flókið'. . .
Hann hlær og sendir flygsur,
sem hendast áfram í ofsakæti yf-
ir því, að nú er ekki sumarið til
að tefja fyrir landvinningum
hans . . .
En margar vetrarstundir eru
okkur samt ógleymanlegar, eins
heiðskír vetrarkvöld, [regar him-
1()6
ininn er heiður og blár, stjörn-
urnar tindra á vetrarhimninum
og tunglið slær gullinni töfrabirtu
á umhverfið. Norðurljósin skína
og iða fram og aftur, fjörug og
skær .... Heiðskír vetrarkvöld
eru unaðsleg . . .
Á veturna fara börnin í skóla.
Það þykir sumum gaman, en sum-
um ekki. Fyrir mitt leyti, þykir
mér það nú skemmtilegustu stund-
ir vetrarins. Ég hlakkaði alltaf til
skólans á haustin. Snjórinn er nú
oft til ánægju okkur krökkunum.
Þá getum við rennt okkur niður
brekkurnar á sleða, og það er nú
heldur en ekki gaman.
Aðrir renna sér á skíðum, sem
þau eiga, og svo held ég nú, að
skautasvellið sé notað.
Þegar snjórinn er votur, þá bú-
um við til snjókerlingar og
byggjum hús og stóla. Einu sinni
bjuggum við til ræðustól, og get-
ur skeð, að ég segi ykkur frá því
seinna . . !
Já, á veturna eigum við marg-
ar skemmtilegar stundir við leiki
og þrautir. Mörgum þykir gaman
að ráða þrautir og gátur. Á vet-
urna er ágætt tækifæri til þess.
Eitt þurfum við að hugsa um,
en það er um litlu fuglana. Þegar
harðindi eru og snjóar, hverfa
þeir heim til bæjanna og hirða