Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 63
H A R
fékk mér tvenna vettlinga og svo
góða kuldahúfu og stóran staf, fór
svo út, án þess nokkur vissi af.
Þegar ég var kominn fyrir hús-
hornið, var kominn svo stór skafl,
að hann var næstum því eins stór
og húsið.
Þegar ég loksins komst yfir
hann, fékk ég mér reku, og ætlaði
að reyna að komast vestut^, í stöð,
en það gekk ekki sem bezt, því
að ég tókst á loft og fór eina
15 metra upp í loftið. Ég kom
niður í öðrum skafli, en snjór-
inn var laus og ég sökk í kaf.
Þegar ég var kominn upp, fór ég
varlega, en stundum tókst ég á
loft, en gat oftast nær stöðvað
mig við stafinn. Þegar ég loks var
kominn að ánni, og var að fara
yfir brúna (stormurinn var á hlið)
og var kominn út á hana miðja,
feykti stormurinn mér í ána.
Áin var upp í mitti, þar sem ég
kom niður, en straumurinn bar
mig dálítið niðureftir. Og þótt ég
væri syndur, gat ég ómögulega
synt, því að ég var svo mikið
klæddur, en straumurinn bar mig
að bakkanum.
Ég fór út þeirra erinda að reyna
að setja stöðina í gang, en ég
missti bæði stafinn og rekuna, og
komst heim við illan leik. Þegar
ég var kominn inn, var kl. 6 og
fólkið var að klæða sig. Ég hátt-
aði niður í rúm og sofnaði, og
svaf til kl. 12; þá var veðrið mik-
ið farið að batna, sem betur fór.
Jón Teitsson, 13 ára,
Eyvindartungu, Laugardal.
P A N
OTl í SNJÓ
Ot á hól út á hól,
allt er vafið fríðri sól
Jörð er sveipuð hvítum kjól.
Ot á hól.
Hæ og hó, hæ og hó,
hoppum, krakkar, út í snjó,
þar er gaman, gleði nóg.
Hæ og hó.
Hó og hæ, hó og hæ,
Ég vil mér til búa bæ,
bráðum égi í köggul næ.
Hó og hæ.
Upp í hlíð, upp í hlíð.
Opnast þaðan útsýn víð,
en hvað jörðin sýnist fríð.
Upp í hlíð.
Ot á svell, út á svell.
Geislar ís og glitra fell,
get ég kannske hlotið skell.
Út á svell.
Innl í bæ, inn: í bæ,
Ég er lúinn, æ, æ, æ,
allt hjá mömmu þar ég fæ.
Inn í bæ.
Góða nótt, góða nótt.
Sofna vil ég sætt og rótt,
safna gleði, nýjum þrótt.
Góða nótt.
Sigurður Gunnarsson
kennari.
180