Harpan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1937næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678
Tölublað

Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 41

Harpan - 01.12.1937, Blaðsíða 41
H A R mola þá, sem falla af borðum mannanna. Léttið undir lífsbaráttuna með þeim, og gefið þeim korn, hafra, — og kastið þið, sveitabörn, moði á gaddinn til þess, að þessir vesa- lingar geti slökkt hungur sitt. Hjá okkur, og á bæjunum í kring, og ég vona, að það sé víð- ast hvar, er litlu snjótittlingunum gefið, þegar snjórinn hylur grund. En hvað það er ánægjulegt að horfa á, þegar litlu fuglarnir setj- ast á flötina fyrir framan glugg- ann, og byrja að tína svolítið í nefið sitt. Þeir eru orðnir svo öruggir, að þeir koma strax á morgnana, að ná í morgunmatinn sinn. Og þeir eru öðru hvoru allan daginn, þar til dimma tekur, þá fljúga þeir á braut. En ekki ná nærri allir til þess- ara gæða, og1 í snjó, sem þeir ná hvergi korni, falla þeir umvörp- um. Ég ætla að segja ykkur frá atviki, sem kom fyrir síðastliðinn vetur: Það var snjór uppi í hné. Ég fór norður á ,,Hamar“ til þess að gefa ánum. Þá sá ég eitthvað dökkleitt við kofagaflinn. Ég sá, að það var snjótittlingur. Þegar ég var búinn að gefa úr meisun- um, þá fór ég að aðgæta. Ég gekk til hans, ósköp varlega. Hann hreyfði sig ekki; hann var svo aðfram kominn. Ég stökk með hann in^ í hesthús og hélt hon- P. A N um þar í lófa mínum og vermdi hann eins og ég gat. En það var tilgangslaust. Hann lét aftur augun og hreyfði sig ekki, og ég sá líka, að hann var að skilja við þennan heim. Allt í einu teygði hann úr vængjun- um, opnaði gogginn þrisvar sinn- um, og dó — — Ég lét hann á veggjarpallinn, og þar var hann þangað til að hlýna fór í veðri. Þá tók ég hann, og setti hann of- an í loðið gras á milli hesthúss- ins og lambhússins, og þar eru víst beinin hans enn .... Þetta voru æfilok þessa litla snjótitt- lings, og svona deyja margir litlu fuglarnir, sem þola ekki þennan sífellda kulda og snjó. Við skulum reyna að vernda litlu fugl- ana, og létta þeim baráttuna í vetur og framvegis. Á veturna er mesta stórhátíð ársins, jólin. Við hlökkum mjög mikið til jólanna, og nú eru þau bráðum komin til okkar með ljós og yl, söng og kæti. Fólkið skemmtir sér við spil, — spilar „vhist" o. s. frv. En litlu krakk- arnir spila Svarta-pétur, Marjas, Hund, Gosa o. s. frv. Já, á jól- unum er garnan, þá er líka af- mælisdagur frelsarans. Rétt á eftir jólunum endar gamla árið, og nýtt ár byrjar í sögu lands og lýðs. Á gamlaárs- kvöld er víða haldin brenna, eða þá á þrettándanum. Þá er glatt á hjalla. Brátt líður að útmánuðum, og 10/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Harpan

Undirtitill:
barna- og unglingablað
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-2868
Tungumál:
Árgangar:
1
Fjöldi tölublaða/hefta:
5
Gefið út:
1937-1937
Myndað til:
1937
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Marteinn Magnússon (1937-1937)
Efnisorð:
Lýsing:
barna- og unglingablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað: 9-12. tölublað (01.12.1937)
https://timarit.is/issue/357682

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9-12. tölublað (01.12.1937)

Aðgerðir: