Harpan

Dagfesting
  • fyrri mánaðurindesember 1937næsti mánaðurin
    mifrlesu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Útgáva

Harpan - 01.12.1937, Síða 40

Harpan - 01.12.1937, Síða 40
H A R P A N VETURINN Nú gengur veturinn í garð, með hríðarbylji, frost og kulda- storma. Það er þögult, grátt — og litlu fuglarnir, s.em voru hér í sumar, eru allir horfnir. En nokkrir eru eftir, sem ekki vilja yfirgefa fagra en kalda landið okkar. Þar á með- al eru snjótittlingar, hrafnar, rjúp- ur, auðnutittlingar, keldusvín, sendlingar o. fl. Vetur gamli hefir rekið ,,Suðra“ sumarkonung úr hásæti sínu og setzt þar sjálfuri í hans stað. Þar sem „Suðri“ konungur ríkti áð- ur og stráði blómum og skrauti í kringum sig, þar sem fuglar sungu glaðir um sumarsælu ís- lands og ferðalagið sunnan úr löndum, þar sem sólin skein og sendi heita geisla yfir jörðina, svo að úti var brennandi hiti, þar sem grasið greri, — þar ríkir nú „Norðri“ vetrarkonungur í þög- ulu ríki sínu, kaldur og svipþung- ur, og hlær kuldahlátri og blæs kornéljum gegnum skeggið sitt, grátt og flókið'. . . Hann hlær og sendir flygsur, sem hendast áfram í ofsakæti yf- ir því, að nú er ekki sumarið til að tefja fyrir landvinningum hans . . . En margar vetrarstundir eru okkur samt ógleymanlegar, eins heiðskír vetrarkvöld, [regar him- 1()6 ininn er heiður og blár, stjörn- urnar tindra á vetrarhimninum og tunglið slær gullinni töfrabirtu á umhverfið. Norðurljósin skína og iða fram og aftur, fjörug og skær .... Heiðskír vetrarkvöld eru unaðsleg . . . Á veturna fara börnin í skóla. Það þykir sumum gaman, en sum- um ekki. Fyrir mitt leyti, þykir mér það nú skemmtilegustu stund- ir vetrarins. Ég hlakkaði alltaf til skólans á haustin. Snjórinn er nú oft til ánægju okkur krökkunum. Þá getum við rennt okkur niður brekkurnar á sleða, og það er nú heldur en ekki gaman. Aðrir renna sér á skíðum, sem þau eiga, og svo held ég nú, að skautasvellið sé notað. Þegar snjórinn er votur, þá bú- um við til snjókerlingar og byggjum hús og stóla. Einu sinni bjuggum við til ræðustól, og get- ur skeð, að ég segi ykkur frá því seinna . . ! Já, á veturna eigum við marg- ar skemmtilegar stundir við leiki og þrautir. Mörgum þykir gaman að ráða þrautir og gátur. Á vet- urna er ágætt tækifæri til þess. Eitt þurfum við að hugsa um, en það er um litlu fuglana. Þegar harðindi eru og snjóar, hverfa þeir heim til bæjanna og hirða

x

Harpan

undertitel:
barna- og unglingablað
Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
2298-2868
Sprog:
Årgange:
1
Eksemplarer:
5
Udgivet:
1937-1937
Tilgængelig indtil :
1937
Udgivelsessted:
Redaktør:
Marteinn Magnússon (1937-1937)
Nøgleord:
Beskrivelse:
barna- og unglingablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar: 9-12. tölublað (01.12.1937)
https://timarit.is/issue/357682

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

9-12. tölublað (01.12.1937)

Gongd: