Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 6
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 UMHVERFISMÁL Hægt yrði að anna markaði fyrir jólatré með inn- lendri framleiðslu. „Það yrði bara önnur tegund, stafafura að mestu, í staðinn fyrir normannsþin,“ segir Brynjólfur Jónsson, skógræktar- fræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. „Það er nóg til af henni.“ Áður óþekktur átusveppur, sem greinst hefur í Danmörku og Nor- egi, hefur vakið vangaveltur um hvort rétt kunni að vera að taka fyrir innflutning á normannsþin hingað. Normannsþinur er vinsæl- asta tré landsmanna með um 80 prósenta hlutdeild á móti fimmt- ungshlut innlendrar framleiðslu. Brynjólfur segir allmarga fá tré frá skógræktarfélögununum í umboðssölu, flugbjörgunarsveitir þar á meðal, auk þess sem félögin selji sjálf tré á einum 22 stöðum á landinu. Sala erlendra trjáa sé mest í stærri verslunum, svo sem Blómavali, Garðheimum, Byko og nú Bauhaus. „Þar eru einvörðungu seld innflutt tré þannig að þar er um einhverja viðbót að ræða í ár,“ segir hann. Í fyrra voru flutt inn rúm 174 tonn af normannsþin og rúm 185 tonn árið þar áður. Brynjólfur segir innflutning um 40 þúsund trjáa á ári hafa valdið hér nokkrum áhyggjum. „Og þótt ýmsir hafi töluverða hagsmuni af inn- flutningnum þá gæti í aðra röndina verið jákvæð þróun að taka fyrir hann. Þessi innflutti normanns- þinur er ekki umhverfisvæn vara. Þetta er algjör eitursuða, því á þess- um jólatrjáaökrum í Danmörku er svo mikið lagt upp úr eitrun, bæði fyrir lús, svepp og grasi. Þannig að þetta er vel marinerað þegar hingað er komið,“ segir hann, en bendir um leið á að samt hafi borist með trján- um óværa hingað, svo sem sitkalús. Nefnd um endurskoðun á reglu- gerð um inn- og útflutning plantna var stofnuð til þess að styðja við samningsafstöðu Íslands vegna aðildarumsóknarinnar að Evrópu- sambandinu. Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúkdómafræðingur og for- maður nefndarinnar, segir að um leið hafi verið ákveðið að nefndin endurskoðaði þær reglur sem giltu um innflutninginn. „Hugmyndin er að reyna að átta okkur á hvaða skaðvalda við þurfum að óttast og hverja við þurfum að setja regl- ur um,“ segir hann. Nefndin komi meðal annars til með að fjalla um átusveppinn sem greinst hefur ytra. Síðan verði skilað tillögu til ráðuneytisins sem geri breytingar á reglugerðinni. „En þessi vinna er rétt að byrja,“ segir hann. Því verði liðið talsvert á næsta ár áður en niðurstaða fæst og ráðleggingum verði skilað til ráðherra. olikr@frettabladid.is Frá kr. 79.900 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 2. janúar á frábæru tilboði. Þú bókar fllugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Verð kr. 79.900 Netverð á mann, m.v. 4 í íbúð með 2 svefnherbergjum í 13 nætur. Verð kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2 í studio/ íbúð í 13 nætur. Stökktu til Kanarí 2. janúar í 13 nætur Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 HUMAR Smár Humar. Tilvalinn í súpuna, salatið, einnig góður til pönnusteikingar. Lausfrystur 1 kg í poka. Skelflettur humar Humar án skeljar. Fullhreinsaður, lausfrystur og flottur, tilbúinn í hvað sem er. Humarsoð 100% soð af humarskeljum. Flott uppskrift á boxinu. Humarklær Fyrir þá sem vilja gera humarsúpu frá grunni. Stærð 30-40 HUMAR Millistærð af humri. Hentar vel að steikja á pönnu, setja í ofninn eða á grillið. Stærð 18-24 HUMAR Stór humar. Sá stærsti, góður í hvað sem er. Grillið, pönnuna, ofninn. 1. flokks humar. Stærð 7-12 OPIÐ Í DAG Laugardag 10–17 Sunnudag 12–17 ÞORLÁKSMESSU SKATAN ER KOMIN Stafafura gæti komið í stað normannsþins Íslensk tré gætu staðið undir spurn eftir jólatrjám. Innflutningur nemur nú 80 pró- sentum. Vinna nefndar við mat á skaðvöldum sem fylgt geta innfluttum plöntum er nýhafin. Nefndin var stofnuð til að styðja samningsmarkmið í viðræðum við ESB. TONN TONN MILLJÓNIR KRÓNA MILLJÓNIR KRÓNA 185,3 174,1 40,9 45,9 2010 2011 Jólatré eru flutt inn frá Danmörku Í HEIÐMÖRK Sum skógræktarfélög hafa boðið almenningi í skóga sína til að fella sín eigin tré. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jólaleikur Bílalindar og Höfðahallarinnar Komdu við og giskaðu á hvaða bíll er í jólapakkanum okkar. Drögum út vinningshafa 20. desember Hvaða bí ll er í pakkanu m? Vinningar: 1. Gjafabréf á LA LUNA Pizzeria f. tvo + Nóa konfektkassi 2. Gjafabréf á LA LUNA Pizzeria f. tvo 3. Alþrif fyrir bílinn í LÚXUSBÓN 4.-10. Prufutúr á jólabílnum BYGGÐAMÁL „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart. Við höfðum ekki hugmynd um þetta,“ segir Jón Þór Þorleifsson, rokk- stjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Byggðastofnun hefur tryggt hátíðinni húsaskjól næstu þrjú árin, ef skipuleggjendur hátíðar- innar kjósa. Þetta gerði stofnunin að eigin frumkvæði. Forsaga málsins er sú að í byrj- un ársins varð verktakafyrirtækið KNH gjaldþrota, en húsnæði þess á Grænagarði á Ísafirði hefur hýst Aldrei fór ég suður síðustu ár. Byggðastofnun leysti húsnæð- ið til sín en skipuleggjendum hátíð- arinnar var gert kleift að halda hátíðina áfram á Grænagarði. „Þeir hringdu í okkur að fyrra bragði þá og buðu okkur húsið.“ Nú hefur Byggðastofnun skrif- að undir leigusamning við Gáma- þjónustu Vestfjarða, sem mun hafa endurvinnslustarfsemi sína þar. „Og við fréttum þetta bara að þeir leigja húsnæðið út næstu árin á þeim forsendum að við getum komið þarna inn um páskana. Byggðastofnun á mikið hrós skilið fyrir þetta og við erum mjög glöð,“ segir Jón Þór og bendir á að hús- næðismál hafi alltaf verið vanda- mál fyrir skipuleggjendur hátíðar- innar. Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs Byggðastofnunar, segir forsvarsmenn Gámaþjón- ustunnar hafa tekið vel í ákvæðið í samtali við bb.is en Fréttablaðið náði ekki tali af honum í gær. - þeb Gámaþjónustan gerir leigusamning með fyrirvara um tónleikahald um páska: Aldrei fór ég suður fær húsaskjól FRÁ HÁTÍÐINNI Aldrei fór ég suður heldur upp á tíu ára afmæli sitt um næstu páska. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA STJÓRNMÁL Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði sig úr Samfylk- ingunni í gær. Ber hann því við að flokksforystan hafi gengið gegn hagsmunum almenns launafólks. Í tilkynningu segir Gylfi að síð- ustu ár hafi flokkurinn „ítrekað“ fjarlægst þau sjónarmið sem hann telji að hann eigi að byggja á. Nú sé hins vegar svo komið að hann geti ekki lengur varið aðild að flokknum. Nefnir hann meint hik og aðgerðar- leysi í atvinnumálum, lífeyrismál- um og almannatryggingakerfinu. „Í öllum þessum málum tel ég að forysta og þingflokkur Sam- fylkingarinnar hafi snúið baki við hagsmunum launafólks á almenn- um vinnumarkaði […].“ Því vill hann ekki bera ábyrgð á sem flokks- maður. Gylfi og forsvarsmenn stjórnarflokkanna hafa deilt hart síðustu daga eftir að ASÍ birti á fimmtudag blaðaauglýsingu þar sem stjórnin var sökuð um vanefndir í tengslum við kjarasamninga. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði á þingi í gær að hún skildi ekki hvað vekti fyrir Gylfa með mál- flutningi hans. Ef svo illa færi að sjálfstæðismenn kæmust aftur til valda myndi forysta ASÍ vísast þakka fyrir stjórnartíma vinstri flokk- anna. - þj Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir sig úr Samfylkingunni: Hættir samviskunnar vegna GYLFI ARNBJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.