Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 50
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 50 Þetta er hópverk fyrir sjö dansara og leikara og ber titilinn Já elskan. Þar erum við að fást við hugmynd-ir um fjölskylduna og hin ýmsu fjölskyldumynstur. Fókusinn er á alls kyns aðstæður og atburði sem koma upp innan fjölskyldunnar, hvernig fólk bregst við þeim og hvaða áhrif það hefur á okkur. Samskipti og samskiptaleysi.“ Geturðu nefnt dæmi um aðstæður sem þið takið fyrir? „Við erum búin að fara um víðan völl. Byrjuðum aðeins að hittast síðasta vor og vorum þá aðallega að viðra skoðanir okkar um það hvað fjölskylda væri. Bæði í gegnum söguna og hvernig fjölskyldu- mynstrin hafa breyst, stórfjölskyldurnar eru til dæmis ekki jafn stórar núna og þær voru þannig að nú eru færri um hlutverkin innan fjölskyldunnar en áður var. Spurningin sem við stóðum frammi fyrir var: Hvað er venju- leg fjölskylda? Er hún til? Út frá því fórum að skoða það sem á ensku kallast „dysfunc- tional“ fjölskyldur. Við höfum ekki fundið neitt gott íslenskt orð yfir það hugtak, en við höfum valið að kalla það brotnar fjölskyldur. Þegar maður fer að skoða birtingarmyndir þess þá er það óskaplega margt sem fellur undir þá skilgreiningu. Allt frá andlegu, lík- amlegu eða kynferðislegu ofbeldi til þögg- unar á einhverju litlu leyndarmáli. Þöggun á fíkn eða á því að einhver í fjölskyldunni er veikur á líkama, sál eða geði. Það fer alveg allan skalann frá miklum öfgum og niður í einhverja smámuni. Ég held að í öllum fjöl- skyldum séu einhver leyndarmál sem eru grafin og ekki má tala um. Kannski er það bara mannlegt. En niðurstaðan varð sú að það sé ekkert til sem heitir týpísk kjarnafjöl- skylda, þessi ímynd sem markaðsheimurinn er alltaf að reyna að selja okkur.“ Kveikjan er eigin reynsla Ert þú fjölskyldumanneskja sjálf? Áttu mann og börn? „Nei. Ég á hvorki mann né börn, en ég kem úr mjög stórri fjölskyldu. Og mamma og pabbi koma bæði úr stórum fjölskyldum þannig að það er mjög mikið af fólki í kringum mig. Það er svo merkilegt hvað líf manns er tengt fjölskyldunni. Bæði vandamálin og sorgin en líka gleðistund- irnar, stuðningurinn og ástin.“ Byggirðu verkið á eigin reynslu? „ Kveikjan var svolítið þar. Ég er þrjátíu og fimm ára og fór svona að skoða hvar mamma og pabbi voru stödd á þeim aldri. Þau voru komin með börn og bú og fjöl- skyldu en ég er ein og það er bara allt öðru- vísi líf. Ég fór líka að skoða þetta net sem fjölskyldan er, sérstaklega ef þú kemur úr stórri fjölskyldu eins og ég. Ég kem úr stórum systkinahópi og á fullt af frændfólki og það fólk er mér svo mikill stuðningur, að mörgu leyti eins og öryggisnet. En á sama tíma er þetta auðvitað fólkið sem maður lendir í miklum árekstrum við. Svo eru auð- vitað alls konar mynstur til. Sumir eiga enga foreldra, sumir vilja ekki tala við for- eldra sína eða systkini, það eru svo margar hliðar á þessu. Samt sem áður eru þessi tengsl rosalega sterk, þessi blóðtengsl. Í rannsóknunum fyrir sýninguna las ég fullt af sögum af fólki sem er endalaust að leita uppruna síns en aðrir vilja helst klippa á öll tengsl. Þetta eru svo miklar öfgar. Niður- staðan er sú að alveg saman hversu langt þú reynir að flýja þá kemstu ekki undan for- tíðinni og fjölskyldunni. Þetta eru ræturnar okkar og það er ekkert hægt að klippa á þær. Við erum öll með þessar rætur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þær eru hluti af því hver við erum. En ég gerði þetta alls ekki ein. Allur hópurinn lagði til sögur sem við unnum úr. Ég hefði aldrei getað gert þetta ef ég hefði ekki allt þetta frá- bæra fólk með mér.“ Hafið þið fundið einhverjar formúlur fyrir því hvernig fjölskyldur virka? „Nei, einmitt ekki. Það er mjög persónu bundið en skýringin virðist oft liggja í okkar eigin fortíð og hvernig við fórum í gegnum okkar æsku og uppvaxtarár. Sumir virðast reyna að aðlagast einhverju mynstri sem þeir halda að sé rétt á meðan aðrir reyna að synda á móti straumnum til þess að lenda ekki í sama farinu og foreldrarnir til dæmis. Oft setjum við okkur í að stæður sem eru kannski ekkert endilega réttar fyrir okkur bara vegna þess að umhverfið og fjölskyldan hefur mótað okkur í þá átt. Margir reyna bara að falla inn í eitthvert fyrirframgefið mót án þess að velta því sér- staklega fyrir sér hvað henti þeim sjálfum best.“ Gæti verið að vinna í banka Þú reyndir það, ekki satt? „Jú jú, ég fór í viðskiptafræði og útskrifaðist úr henni. Ef ég hefði ekki rankað við mér gæti ég allt eins verið að vinna í banka núna. það var samt ekki fyrir neina pressu frá fjölskyld- unni að ég fór í það nám. Ég var bara eitt- hvað voða týnd í lífinu og vissi ekkert hvað ég vildi gera. Það voru allir að fara í við- skiptafræði í nýja háskólanum HR á þess- um tíma og ég fylgdi bara straumnum. Svo var það bara ekki alveg málið fyrir mig.“ Ertu búin að dansa alveg síðan þú varst krakki? „Að vissu leyti má segja það. Ég var lengi í fimleikum og alltaf aðeins í dansi svona með, aðeins í djassball- ett, aðeins í ballett og svo framvegis. Svo endaði það með því að ég hætti í fimleik- unum og langaði langmest til að fara í ein- hvern nútímadans en það var bara ekki mikið í boði á þeim tíma, þú fórst annað hvort í Listdansskólann eða djassballett. Ég endaði í Kramhúsinu hjá henni Hafdísi, þeirri miklu forystukonu sem var löngu á undan öllum öðrum með allt svona hér á Íslandi. Ég byrjaði þar þegar ég var sextán ára, minnir mig, og var á alls konar nám- skeiðum í nútímadansi en endaði svo í afródansi og var í honum í átta ár áður en ég fór út til New York í dansnám 25 ára.“ Var það ekki stórt stökk að yfirgefa stór- fjölskylduna og vera alein í New York? „Eiginlega ekki. Ég fór út á sama tíma og vinkona mín og við bjuggum saman með fleiri íslenskum krökkum. Við vorum alltaf frá þrjú til sex sem bjuggum saman í pínu- litlum íbúðum þannig að ég var ekkert ein fyrr en síðasta árið. Mér finnst ekki gott að vera ein, kannski af því ég er úr svona stórri fjölskyldu, mér finnst gott að hafa fólk í kringum mig. Kannski væri það öðru- vísi ef ég hefði alist upp sem einkabarn.“ Þér gekk vel í New York og ert búin að vera að ferðast út um allt með eigin sýning- ar. „Já, ég starfa með Brian Gerke dansara og danshöfundi og við erum búin að vera dálítið mikið á flakki með sýningar dúós- ins Steinunn and Brian. En ég bý alveg hér á Íslandi, starfa sjálfstætt sem dansari og danshöfundur og er að kenna í Listaháskól- anum sem stundakennari í dansdeildinni.“ Þú kallar Já elskan dansverk, ekki dans- sýningu. Hvað inniber það? „Ég segi að þetta sé dansverk, já, og þá vaknar auð vitað spurningin hvað er dans? Ég er menntaður danshöfundur og vinn þetta út frá mínum aðferðum og mínum hugmyndum um dans. Það eru samt leikrænir kaflar í verkinu sem við í hópnum höfum öll lagt til upp úr pælingum okkar. Mér finnst erfitt að setja þetta í einhvern kassa. Við erum að skoða karaktera og vinna mikið með manneskj- una; tilfinningar, sálarflækjur og bara mannlegt eðli, en við vinnum það út frá lík- amanum. Þú gætir alveg sett allar þessar pælingar í málverk eða bók en við setjum þær á svið, setjum í þær hreyfingu og köll- um það dansverk. Svo er það eiginlega bara áhorfandans að gera það upp við sjálfan sig hvaða skilning hann leggur í hugtakið dans. Er það bara það sem þú sérð í Dans dans dans eða So You Think You Can Dance í sjónvarpinu eða getur dans verið eitthvað annað og meira? Fólk verður bara að koma á sýninguna og dæma fyrir sig sjálft.“ Það er svo merkilegt hvað líf manns er tengt fjölskyldunni. Bæði vandamálin og sorgin en líka gleðistundirnar, stuðningur- inn og ástin.“ Kemst aldrei undan fortíðinni Steinunn Ketilsdóttir vinnur hörðum höndum þessa dagana að uppsetningu dansverks síns Já elskan. Viðfangsefnið er ekki smátt í sniðum; fjölskyldan, hlutverk hennar og samskipti fjölskyldumeðlima. Steinunn býr ein en kemur úr risastórri fjölskyldu og þekkir vel þær margbreytilegu tilfinningar sem samskiptin við fjölskyldumeðlimi valda. PÆLINGAR Vinnuferlið hefur verið langt og strangt en áhuginn hefur ekkert minnk- að og að lokinni æfingu eru málin rædd í þaula. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Friðrika Benónýsdóttir friðrikab@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.