Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 134

Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 134
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 94 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2012 Hátíðir 14.30 Aðventuhátíð leikbrúðusam- bandsins UNIMA verður haldin í bóka- sal Þjóðmenningarhússins, Hverfisgötu 15. Bernd Ogrodnik brúðuleikari sýnir jólasöguna Pönnukakan hennar Grýlu áður en sungið verður saman og dansað í kringum jólatré. Enginn aðgangseyrir en tekið við frjálsum framlögum til styrktar Barnastarfs Geð- hjálparsamtakanna í Gaza. Upplestur 16.00 Stefán Pálsson, Vilborg Davíðs- dóttir, Huldar Breiðfjörð og Kristín Steinsdóttir lesa upp úr bókum sínum á Gljúfrasteini. Aðgangur er ókeypis. Uppákomur 11.00 Pottaskefill kíkir í heimsókn á Þjóðminjasafn Íslands. Aðgangur er ókeypis. 12.34 Fjölbreytt menningardagskrá er í boði á Jóladagatali Norræna hússins. Uppákomur hvers dags eru gestum huldar þar til gluggi dagatalsins verður opnaður í upphafi atburðarins. Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði dagatalið í ár. 13.00 Jólasýning Árbæjarsafns verður opin í safninu. Hægt er að rölta á milli húsanna og fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Auk þess verður ýmis dagskrá í boði. Aðgangseyrir er kr. 1.100 fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn, ellilífeyrirþega og örykja. 17.00 Hugleikur Dagsson býður til jóla- dagskrár undir heitinu Jólahlaðborð. Fjölbreytt efni verður á boðstólum og hinn sanni Hugleiks-andi mun svífa yfir vötnum. Dagskráin fer fram að Eyjar- slóð 9 og aðgangur er ókeypis. Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík verður haldinn að Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta danstónlist. Aðgangseyrir fyrir félaga FEB í Reykjavík er kr. 1.500 og kr. 1.800 fyrir aðra gesti. Tónlist 16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da. Aðgangur er ókeypis. 16.30 Kór Átthagafélags Strandamanna heldur aðventuhátíð í Bústaðakirkju. Einsöngvari er Stefán Sigurjónsson, Vigfús Albertsson flytur hugvekju og barnakórinn syngur nokkur lög. Kaffihlaðborð verður að tónleikunum loknum. Miðaverð er kr. 3.000. 17.00 Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju heldur áfram með orgeltónleikum Björns Steinars Sólbergssonar. Miðaverð er kr. 2.500 en kr. 1.000 fyrir listvini. 20.00 Hinir árlegu jólatónleikar Breið- firðingakórsins verða haldnir í Fella- og Hólakirkju. Aðgangseyrir er kr. 2.000 en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Leiðsögn 13.00 Sólveig Aðalsteinsdóttir mynd- listarmaður leiðbeinir við sköpun jóla- trés í Listasafni Árnesinga. Allt efni á staðnum og ókeypis aðgangur. Þetta er jafnframt síðasti sýningardagur ársins. Markaðir 11.00 Guðlaug Geirsdóttir keramik- listakona, Sveinhildur Vilhjálms- dóttir prjónahönnuður og Íris Einhildur Sturlaugsdóttur sem vinnur með ull og textíl verða með vörur sínar í anddyri Þjóðmenningarhússins. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is TÓNLIST ★★ ★★★ Ljósið þitt lýsi mér Mótettukór Hallgrímskirkju DD Geisladiskur sem ber heitið Ljósið þitt lýsi mér inniheldur margt fallegt. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur lög og útsetningar eftir nokkur íslensk tónskáld undir stjórn Harðar Áskelssonar. Lögin eru öll af trúar- legum toga eins og við er að búast. Þarna er hrífandi tónlist á borð við Heyr, himna smið- ur eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Kvöldvers eftir Tryggva Baldvinsson og Ave María eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Ýmislegt fleira er líka magnþrungið, en svo eru þarna tónsmíðar sem missa marks. Söngurinn er vissulega prýðilegur en þegar efnisskráin er blanda af mörgum nýlegum verkum verður útkoman óhjákvæmilega misjöfn. Með geisladiskinum fylgir DVD-diskur, en þar er um hálftíma löng heimildarmynd um kórinn. Hún er eftir Heimi Hlöðvers- son. Það verður að segjast eins og er að hún er ekki góð. Uppistaðan er viðtöl við nokkra aðstandendur kórsins. Einnig er þar mynd- efni af starfi hans á tónleikum, ferðalögum og æfingum. Undir viðtölunum er endalaus kórtónlist – maður spyr sig til hvers. Kór- söngurinn er svo ofnotaður að hann verður fljótt pirrandi. Rétt beiting kvikmyndatón- listar skapar stemningu, undirstrikar það sem myndin fjallar um. Það hefur ekki tek- ist hér. Myndefnið er fyrirsjáanlegt, jafnvel klisjukennt. Stundum hefði maður viljað sjá eitthvað annað en endalausar myndir af kórnum við ýmsar kringumstæður. Til dæmis hefði verið viðeigandi að sjá frá guðs- þjónustu, helgimyndir – eitthvað svoleiðis, þegar fjallað er um það trúarlega sam- hengi sem kórinn starfar í. Heimildarmynd- ina skortir fagmennsku og smekkvísi. Sem er undarlegt þegar svo fínn kór er annars vegar. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Góður söngur en misgóð lög, og heimildarmynd um kórinn hefði mátt vera betri. Prýðilegur söngur en ofnotuð kórtónlist GEFÐU JÓLAPAKKA STÖÐVAR 2 JÓLAPAKKINN INNIHELDUR ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 AUK ÞESS SEM MASTERCHEF SVUNTA FYLGIR FRÍTT MEÐ Þú færð jólapakka Stöðvar 2 í verslunum Hagkaups í Skeifunni, Garðabæ, Smáralind og Kringlunni. Jólapakkinn gildir frá 23 des. 2012 til 3. feb. 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.