Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2012, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 15.12.2012, Qupperneq 58
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 58 Framherjar Íslands skora og skora Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, glímir þessa dagana við lúxusvandamál. Framherjar landsliðsins eru sjóðheitir víðs vegar um Evrópu. Kolbeinn Sigþórsson er enn frá keppni vegna meiðsla en sem betur fer kunna fleiri íslenskir framherjar að skora. Guðjón Baldvinsson og Matthías Vilhjálmsson voru iðnir við kolann við markaskorun með liðum sínum í næstefstu deildum Svíþjóðar og Noregs á liðnu tímabili. Halmstad, lið Guðjóns, og Start, lið Matthíasar, unnu deildina og spila því með liðum sínum í úrvalsdeildunum á næsta ári. Matthías skoraði 19 mörk í 33 leikjum með Start, en hann hefur spilað framar á vellinum með norska liðinu en hann gerði hjá FH. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum með Halmstad og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Ljóst er að Guðjón og Matthías eru klárir í slaginn, en samkeppnin um framherjastöðu í íslenska lands- liðinu hefur sjaldan verið jafnmikil. Eftir vonbrigðadvöl hjá AEK í Grikk- landi þar sem Eiður fótbrotnaði illa og félagið fór á hausinn tók Eiður Smári þá ákvörðun að ganga til liðs við botn- lið belgísku knattspyrnunnar, Cercle Brugge. Frá því Eiður Smári yfirgaf Barcelona sumarið 2009 og gekk til liðs við franska félagið Monaco hafði lítið gengið hjá markahæsta landsliðs- manni Íslands frá upphafi. Eiður reyndi fyrir sér hjá Tottenham, Stoke og Fulham í ensku úrvalsdeildinni áður en ferillinn náði nýjum lægðum í Grikk- landi og margir reiknuðu með því að búið væri að fjara undan kappanum. Belgíudvölin virðist hafa gert Eiði gott. Hann hefur skorað sex mörk í tíu leikjum með Cercle og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína með liðinu. Um leið hefur hann náð því magnaða afreki að skora í sex deildarkeppnum Evrópu. Eftir að hann skoraði sex mörk með Valsmönnum á sextánda aldursári sumarið 1994 hafa netmöskvar Hollands, Englands, Spánar, Grikklands og nú Belgíu fengið að finna fyrir bylmingsskotum kappans. Það verður erfitt fyrir landsliðs- þjálfarann Lars Lagerbäck að líta framhjá Eiði Smára við næsta lands- liðsval. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Cercle Brugge Um áramótin getur Alfreð Finnboga- son minnst ársins 2012 brosandi út að eyrum. Fyrir ári var hann leik- maður Lokeren í efstu deild belgísku knattspyrnunnar og allt gekk á afturfótunum. Þjálfari liðsins hafði litla trú á Alfreð, sem var lánaður til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsing- borg í mars. Óhætt er að segja að um heillaspor hafi verið að ræða fyrir framherjann 23 ára. Mörkin virtust koma á færibandi hjá sænska liðinu og þegar láns- samningur Alfreðs við félagið rann út voru þau orðin tólf. Alfreð var seldur til Heerenveen í efstu deild Hollands, þar sem ballið hélt áfram. Rúmum þremur mánuðum síðar er Alfreð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með tólf mörk þrátt fyrir að tímabilið í Hollandi hafi verið hafið þegar hann söðlaði um. Alfreð skoraði seinna mark Íslands í fræknum sigri á Norðmönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli í september og er líklega heitasti framherji Íslands um þessar mundir. ALFREÐ FINNBOGASON Heerenveen Björn Bergmann Sigurðarson er farinn að spila reglulega með Wolves í b-deild ensku knattspyrnunnar. Skagamaður- inn 21 árs hefur skorað þrjú mörk fyrir Úlfana og er að finna sig betur eftir brösuga byrjun þar sem hann glímdi við meiðsli. Heiðar Helguson hefur verið í aðalhlutverki með toppliði Cardiff í sömu deild. Heiðar, sem er 35 ára og er hættur að gefa kost á sér í íslenska landsliðið, hefur skorað sjö mörk á tímabilinu en einnig verið duglegur að leggja upp mörk fyrir samherja sína. Því til stuðnings lagði Dalvíkingurinn upp þrjú mörk í frábærum útisigri Cardiff á Blackburn um síðustu helgi. Gaui og Matti minna á sig Björn Bergmann og Heiðar Fimmtán vikur eru síðan landsliðs- þjálfarinn Lars Lagerbäck gaf í skyn að Aron væri ekki klár fyrir íslenska landsliðið. Áframhaldandi markaskorun Arons með AGF í Árósum varð til þess að hann var val- inn í næsta landsliðshóp en meiðsli urðu til þess að hann dró sig úr hópnum. Þrjú mörk Arons á innan við fjórum mínútum í leik með AGF í dönsku úrvals- deildinni í haust skutu framherjanum upp á stjörnuhimininn. Aron, sem er uppalinn í Grafarvoginum hjá Fjölni, hefur raðað inn mörkunum hjá AGF og er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar þegar vetrarhlé er farið í hönd. Aron hefur skorað 14 mörk eins og framherji FC Kaupmanna- hafnar, Andreas Cornelius, en Aron hefur leikið mun færri mínútur en kollegi sinn. Sú leiða staða er komin upp fyrir Ís- lendinga að Aron veltir fyrir sér hvort hag hans sé betur borgið kjósi hann að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu. Foreldrar Arons voru námsmenn í Banda- ríkjunum þegar hann fæddist en fyrir vikið hefur hann tvöfalt ríkisfang. Landsliðs- þjálfari Bandaríkjanna, Jürgen Klinsmann, hefur verið í sambandi við Aron og líklegt er að Aron æfi með liðinu í janúar. Aron sagði í viðtali við Fréttablaðið í október að hans draumur væri að spila fyrir íslenska landsliðið. Það er vonandi að sá draumur lifi enn góðu lífi í kollinum á framherj- anum sjóðheita. ARON JÓHANNSSON AGF Århus 18 leikir / 14 mörk GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON IFK Norrköping Gunnari Heiðari Þorvaldssyni frá Vest- mannaeyjum virðist hvergi líða betur en í Svíþjóð. Gunnar Heiðar, sem leikið hefur með IFK Norrköping, var næst- markahæsti leikmaðurinn á nýafstöðnu tímabili í sænsku úrvalsdeildinni með 17 mörk í 29 leikjum. Sjö ár eru liðin síðan Gunnar Heiðar sló í gegn í Svíþjóð en árin á milli hafa verið nokkuð mögur í samanburði við markaskorun Eyjapeyjans í Svíþjóð. Gunnar Heiðar var markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar með Halms- tad árið 2005. Frammistaða hans vakti athygli liða í Evrópu og fór svo að hann var seldur til Hannover 96 í efstu deild í Þýskalandi. Lítið gekk hjá þýska liðinu og hefur Gunnar Heiðar verið á flakki í Noregi, Danmörku og Englandi síðan, auk þess sem flest benti til þess að fram- herjinn myndi snúa heim til Íslands og spila með ÍBV sumarið 2011. Svo fór ekki, sem betur fer fyrir stuðningsmenn IFK Norrköping. Gunnar Heiðar, sem er þrítugur, hefur skorað 5 mörk í 23 landsleikjum og verið inni í myndinni hjá landsliðsþjálfar- anum á árinu. Silfurskórinn í Svíþjóð hefur staðfest að Gunnar Heiðar á nóg inni sem atvinnumaður í knattspyrnu erlendis. 29 leikir / 17 mörk 14 leikir / 12 mörk 10 leikir / 6 mörk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.