Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 126

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 126
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 86 Jón Atli er ónáðaður við vinnu sína í Borgarleikhúsinu þar sem hann er einn af listrænum stjórnendum leikritsins Mýs og menn. Hann er eitt af skáldum Borgarleikhússins og kveðst vinna mikið þar. „Bara að skrifa og búa til leiksýningar – segja sögur, það er það sem ég geri,“ segir hann. Eftir Jón Atla liggur smásagna- safn og nóvella og einnig skrifaði hann skáldævisögu Bubba Mort- hens sem kom út fyrir fáum árum en aðallega vinnur hann í leikhúsi og kvikmyndum við handrits- skrif og leikstjórn. Núna kveðst hann til dæmis vera að setja upp sýningu sem fer á fjalirnar í lok janúar með leikurunum Elvu Ósk Ólafsdóttur og Hilmari Jónssyni. „Ég held hún verði dálítið for- vitnileg. Hún er byggð á smásögu sem ég skrifaði og vann Gadda- kylfuna, glæpa-smásagnakeppni, fyrir í fyrra. Svolítið í anda þrí- leiks í Borgarleikhúsinu, sem ég tók þátt í, um efnahagshrunið og afleiðingar þess. Maður er allt- af að reyna að gera mælingar í samfélaginu, hvar erum við? Og hvað hefur breyst? Það er það sem nútímaleikritun ætti að fjalla um, að mínu mati.“ En hvað um stórafmæli? Jón Atli virðist ekkert yfir sig spenntur yfir því. Ætlar hann samt ekki að halda eitthvað upp á það? „Jú, jú, við gerum eitthvað skemmtilegt, fjölskyldan,“ segir hann og kveðst eiga eina dóttur 16 ára og unnustu sem eigi sjö ára telpu. Jón Atli er rótgróinn Vesturbæ- ingur, sonur hjónanna Jónínu H. Jónsdóttur leikkonu og Jónasar stýrimanns Guðmundssonar, rit- höfundar og myndlistarmanns, og á því ekki langt að sækja list- hneigðina. „Það var mikið um bók- menntir og listir á æskuheimilinu. Þetta var í rauninni ekkert sem ég sóttist meðvitað eftir en datt óvart í og finnst spennandi. Sérstaklega eru sjónrænar listir, þá er ég að tala um kvikmyndir og sviðslistir, áhugaverður miðill af því þá hefur maður möguleikana á því að koma á óvart, með leikurum og öðru. Gjafirnar eru endalausar í þeirri vinnu.“ Þótt afköstin séu ærin er Jón Atli langt frá því að vera yfirlæt- isfullur yfir þeim. „Þetta er bara vinnan mín. Ég er auðvitað alveg þakklátur fyrir hana en það er sama hvað fólk gerir, hvort það er taflmennska, fótbolti eða hvað, það verður að halda sér að verki. Ef maður ætlar að vera atvinnumað- ur í fótbolta þá verður maður að spila fótbolta á hverjum degi, ekki á fimm ára fresti, þegar lands- leikur er. Okkar bókmenntaarfi á Íslandi fylgir þessi hugmynd um snillinginn, sem er einhver eins og Laxness,“ segir Jón Atli sem er þó ánægður með sitt hlutskipti. „Ég þekki svo sem ekkert annað – ekki lengur – en mér finnst líka rosa gaman að fá að kenna,“ segir hann og kveðst hafa verið að kenna alls konar fólki að skrifa, í Listaháskólanum og víðar. „Stund- um hefur maður líka tækifæri til að miðla einhverju þó maður sé að vinna með kollegum. Þá tekur örlætið yfir og persónulegur metn- aður fer í aftursætið.“ gun@frettabladid.is Þá tekur örlætið yfi r AFMÆLISBARNIÐ „Ef maður ætlar að vera atvinnumaður í fótbolta þá verður maður að spila á hverjum degi, ekki á fimm ára fresti.“ segir Jón Atli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Helstu leikverk Draugalest Brim Rambo 7 Partyland Djúpið Nóttin nærist á deginum HÖFUNDARVERK Á HANDRITASVIÐINU Jón Atli Jónasson handritshöfundur er fertugur í dag og fagnar því með fj ölskyldu sinni. Leikrit hans hafa verið sýnd víða um heim. Nú síðast var Djúpið sett upp í Schaubuhne-leikhúsinu í Berlín í mars þar sem það er enn á fj ölunum. BÆKUR ★★★ ★★ Randalín og Mundi Þórdís Gísladóttir BJARTUR Árið 2005 smíðaði kvikmynda- gagnrýnandinn Nathan Rabin hug- takið „magic pixie dream girl“ til að útskýra ákveðna teg- und af kvenhetju sem birt- ist í mörgum bandarísk- um kvikmyndum á fyrstu árum þessarar aldar. Þessi stúlka, sem ef til vill mætti útfæra á íslensku sem „töfraálfadrauma- stúlka“, er „fjörug, grunn- hyggin kvikmyndavera sem lifir aðeins í hugarheimum tilfinninganæmra kvik- myndahöfunda til að kenna þenkjandi, angurværum ungum mönnum að taka líf- inu, ævintýrum þess og ráð- gátum, opnum örmum“. Ný barnabók Þórdísar Gísladóttur, Randalín og Mundi, minnti mig að mörgu leyti á þessa trópu róman- tísku krúttgamanmyndanna, en bókin segir frá töfraálfadrauma- stúlkunni Randalín, sem kynnist hinum freknótta Munda og dreg- ur hann í ýmis ævintýri í miðborg Reykjavíkur. Randalín, sem kynn- ir sig sem Ísabellu Aþenu Nótt, gengur ekki í sokkum, syngur og dansar stundum upp úr þurru og kennir Munda að lesa bækur með því að rífa þær í sig. Randalín og Mundi er mikið miðbæjarævintýri og í henni er að finna tilvísanir, oft lævísar, í reykvíska miðborgarmenningu samtímans. Börnin fara í mikla ævintýraför í bókabúð til að finna gamla kallinn sem tekur í nefið og snýtir sér í vasaklút og talar um gamlar bækur í sjónvarpinu. Ran- dalín hefur reynd- ar aldrei séð þennan þátt, enda foreldrar hennar hámenningar- legt ljóðskáld og sminka, en pabbi Munda er strætó- bílstjóri og þessi bókaþáttur er eftir lætissjónvarpsþáttur hans. Randalín og Mundi skipuleggja mikla hverfishátíð í bakgörðum austurbæjarins í lok bókarinnar og þar mæta allir skrítnu karakt- erarnir sem þau hafa kynnst í bók- inni, spákonan á Njálsgötunni og gítarleikarinn með eiturslöngu- tattúið sem býr í skúrnum með rauðu hurðinni, og hver mætir svo á svæðið til að spila ókeypis fyrir gesti nema sjálfur Mugison. Mér fannst hjartað vanta í söguna. Vissulega eru Randalín og Mundi skemmtilegir og upp- átækjasamir krakkar, en við lok lesturs þekkja lesendur þá jafn- lítið og við upphaf bókar. Persónu- sköpun ristir ekki djúpt. Persónur bókarinnar eru stílíseraðar, ýktar, fyndnar, en við kynnumst ekki sálarlífi þeirra og söguhetjurnar tvær þurfa ekki að yfirstíga aðrar hættur en að passa sig að stíga ekki upp í rangan strætisvagn. Randalín og Mundi er afskap- lega fallega skrifuð bók. Texti Þór- dísar er skemmtilegur, lipur og á köflum ljóðrænn. Þetta er fyrsta barnabók höfundar, og vonandi ekki sú síðasta. Myndskreyting- arnar sem prýða bókina eru fram- úrskarandi, fíngerðar og fyndnar myndir sem smellpassa við sög- una. Þórarinn Már Baldursson á heiðurinn af myndunum, en hann er best þekktur sem myndhöfund- ur bókanna um Maxímús Músíkús. Randalín og Mundi var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í ár og á þá til- nefningu skilið. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA: Lauflétt miðborgar- ævintýri fyrir börn 8-12 ára. Segir frá Randalín og Munda sem búa í austurbæ Reykjavíkur og ævintýrum þeirra á götum borgarinnar. Fallega skrifuð, fyndin á köflum, framúrskar- andi myndskreytingar. Persónu- sköpun mætti vera betri. Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2013. 101 Reykjavík á barnsaldri Kvikmyndahandrit Strákarnir okkar. Meðhöfundur Robert Douglas. Blóðbönd. Meðhöfundar Árni Óli Ásgeirsson og Daniel Hasanovic. Frost Djúpið. Meðhöfundur Baltasar Kormákur. Falskur fugl FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING Dagný og Sabrína Grimm eru afkomendur hinna frægu Grimmsbræðra. Margverðlaunaðar sögur þar sem kunnugleg ævintýri birtast í nýju ljósi. Ævintýri eins og þau gerast best fyrir ára 8-14 Met- sölubók New York Times Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar Barnabók ársins Washington post 3. sæti Bestu þýddu barnabækurnar Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.