Fréttablaðið - 15.12.2012, Page 112

Fréttablaðið - 15.12.2012, Page 112
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 72 Á annan í jólum verður fyrsta kvikmyndin í seríu Peter Jackson um Hobbitann frum-sýnd. Þessi nýsjálenski leikstjóri gerði garð- inn frægan með þríleik sínum um Hringadróttinssögu J.R.R. Tol- kien, en Hobbitinn er byggður á samnefndri bók eftir hann frá árinu 1937. Hobbitinn var fyrsta skáldsaga Tolkiens í fullri lengd og var hann 35 ára þegar hann skrifaði hana. Segir hún frá ævintýrum Bilbó Bagga eftir að hafa fundið hinn títt nefnda töfrahring, sem gegndi lykilhlutverki í þríleiknum. Peter Jackson hefur skipt bókinni niður í þrjá hluta, svo úr verður annar þríleikur, en stefnt er á að frum- sýna þriðju myndina sumarið 2014. Lord of the Rings-þrí leikurinn er orðinn áratugagamall, en glæsi- leikinn hefur síður en svo fölnað með árunum, þó tækninni fleyti sífellt fram. Helsta tækni nýjung Hobbitans er sennilega sú að myndin er tekin í 48 römmum á sekúndu, í stað 24 ramma, en það hefur verið venjan síðan um mið- bik 3. áratugar síðustu aldar. Aukning rammafjölda um helming hefur í för með sér gríðar legar breytingar á útliti og áferð myndarinnar. Það, ásamt síaukinni há skerpu stafrænna myndavéla, finnst sumum draga sjón rænar misfellur fram í dags- ljósið, og tala um að sviðsmynd og búningar verði óraunverulegri en ella. En Jackson hefur tröllatrú á römmunum 48, segir þá koma sér- staklega vel út í þrívídd, og telur að almenningur taki þeim opnum örmum að aðlögunartíma loknum. Del Toro lét sig hverfa Lengi vel var það hinn mexíkóski Guillermo Del Toro sem hugðist leikstýra Hobbitanum, en þá áttu myndirnar að vera tvær. Lang- dregnar fjármálaflækjur töfðu hins vegar framleiðsluna og Del Toro tók pokann sinn í maí 2010. Jackson tók við leikstjórastólnum seinna sama ár og dembdi sér í tökur í ársbyrjun 2011, en þær fóru fram víðs vegar um Nýja Sjáland og í Pinewood- myndverinu á Englandi. Ýmislegt gekk á við gerð mynd- arinnar. Til stóð að tökur færu fram mun víðar, en nýsjálenski ferðamannaiðnaðurinn hóf upp raust sína, og gagnrýndi fram- leiðendur myndarinnar harðlega fyrir að vinna gegn hagsmunum túrisma í landinu. Á endanum féll- ust framleiðendur á það að gera myndirnar á Nýja-Sjálandi að mestu. Það gerðu þeir eftir að hafa fengið vilyrði um niðurgreiðslu frá ríkinu. Þá vöknuðu grunsemdir um lélegan aðbúnað dýra við kvik- myndatökurnar, og fullyrðir nafn- laus heimildarmaður að 27 skepnur hafi drepist vegna vanrækslu á tökustað. PETA-samtökin létu hafa það eftir sér að þau skildu ekki hvers vegna tæknibrellumeistari á borð við Peter Jackson þyrfti að notast við alvöru dýr. Traustur leikhópur Jackson klikkar þó seint á því að nota alvöru leikara. Martin Free- man fer með hlutverk Bilbó Bagg- ins, en Hobbitinn er saga hans. Freeman kannast ein hverjir við úr bresku gamanþáttunum The Office, en þar hrelldi hann vinnu- félaga sinn ítrekað með því að setja heftarann hans í ávaxtahlaup. Und- anfarið hefur Free man leikið dr. Watson í verðlaunaþáttunum Sher- lock fyrir BBC, við góðan orðstír. Ianarnir tveir, þeir McKellen og Holm snúa aftur, en þeir voru báðir í Hringadróttins- sögu, McKellen sem seiðkarlinn Gand álfur en Holm sem Bilbó Baggins á efri árum. Þá eru þau Orlando Bloom, Christopher Lee, Cate Blanchett, Hugo Weaving og Elijah Wood einnig á sínum stað. Sem fyrr er það Andy Serkis sem fer með hlutverk furðuskepnunnar Gollris, en framfarir í tölvutækni- brellum á síðustu tíu árum gera það að verkum að hann er jafnvel glæsilegri en síðast. Gagnrýnendur ósammála Samanburðurinn við fyrri trí- lógíu Jackson er óumflýjanlegur, og væntingarnar í garð Hobbit- ans eru að sjálfsögðu gríðar legar. Fyrstu viðbrögð gagnrýnenda eru í jákvæðari kantinum, en þó er myndin sögð of löng, og ekki eru allir á eitt sáttir um ofurskerpuna. Blaðamaður veftímaritsins Slate líkir myndgæðunum við heima- myndbönd frá 9. áratugnum en Rolling Stone kvartar undan því að myndin sé 45 mínútur að byrja. Martin Freeman fær hrós frá blaðamanni The New Yorker, sem telur hann mun skemmtilegri aðal- leikara en Elijah Wood var í Lord of the Rings, og Variety líkir Peter Jackson við leikstjórann goðsagna- kennda, David Lean. Það er viðbúið að allir og ömmur þeirra muni mynda sér skoðun á Hobbitanum. Fyrir marga er það aðgöngumiðans virði að sjá hvern- ig 48 rammar á sekúndu koma út. Munu þeir ná fótfestu, eða verður þetta skammlíf bóla? ➜ Freeman kannast ein- hverjir við úr bresku gaman- þáttunum The Office, en þar hrelldi hann vinnufélaga sinn ítrekað með því að setja heft- arann hans í ávaxtahlaup. Hobbitinn rétt handan við hornið Spennan liggur í loftinu og jaðrar við að vera óbærileg. Bílaplan verslunarinnar Nexus troðfylltist klukkustundum áður en miðasalan hófst. Fólk tók sér frí í vinnunni til þess að ná góðum stað í röðinni. Já, stærsta kvikmynd ársins er á leiðinni. SEIÐKARLINN SNÝR AFTUR Sir Ian McKellen endurtekur hlutverk sitt sem Gandálfur. GÓÐUR BILBÓ Martin Freeman þykir þrælskemmtilegur í Hobbitanum. Áður en Peter Jackson sneri sér að áferðarfögrum stórmyndum bjó hann til hræódýrar splattermyndir á Nýja-Sjálandi. Myndirnar þóttu svæsnar, þó aðaláherslan væri á svartan húmor og kjánalæti, en á árabilinu 1987 til 1992 sendi leikstjórinn frá sér költ- þrennuna sem upphaflega vakti athygli á honum, og samanstendur hún af myndunum Bad Taste, Meet the Feebles og Braindead. Umfjöllunarefnin voru uppvakningar, æludrykkja, afhausanir, og öll þau kynferðislegu afbrigðilegheit sem hægt er að hugsa sér. Hefði einhver látið sér detta það til hugar að Jackson ætti eftir að verða einn vinsælasti og áhrifamesti leikstjóri heims, hefði viðkomandi verið talinn brjálaður. Árið 1994 gerði hann síðan hina hádramatísku og margverðlaunuðu Heavenly Creatures, en hún lagði grunninn að ferli hins nýja og „dannaða“ Peter Jackson, sem virtist loksins hafa hlaupið af sér hornin. Subbuleg fortíð Nafn: Peter Jackson. Fæddur: 31. október 1961. Staður: Pukerua Bay, Nýja-Sjáland. Fyrsta kvikmynd í fullri lengd: Bad Taste árið 1987. Þá var hann 26 ára. Leikstýrði Fellowship of the Ring árið 2001. Þá var hann 40 ára. Fékk ONZ-orðuna (Order of New Zealand) árið 2012. Þá var hann 51 árs. Sérviska: Leikstýrir berfættur. Nafn: J.R.R. Tolkien. Fæddur: 3. janúar 1892. Staður: Bloemfontein, Suður- Afríku. Fyrsta skáldsaga í fullri lengd: Hobbitinn árið 1937. Þá var hann 35 ára. Skrifaði Fellowship of the Ring árið 1954. Þá var hann 62 ára. Fékk CBE-orðuna (Commander of the Order of the British Empire) árið 1972. Þá var hann 80 ára. Sérviska: Reykti pípu. ➜ Feður Hobbitans Haukur Viðar Alfreðsson haukur@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.