Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 32
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Byrjum á hefðbundinni íslenskri ættfræði-spurningu. Hvaða leggur Thorsættarinnar stendur að þér? „Pabbi minn heitir Björn Thors, tæknimaður á Morgunblaðinu, mamma heitir Bryndís Lúðvíks- dóttir og vinnur núna hjá Unicef. Afi og nafni minn, Björn Thors, var blaðamaður á Morgunblaðinu og amma var Helga Valtýsdóttir leikkona. Björn eldri var sonur Kjartans Thors sem var sonur Thors Jensen. Er þetta nóg ætt- færsla?“ Já, takk. Aðeins meira ættar- tengt samt. Var það amma þín Helga sem olli því að þú fórst út í leiklistina? „Ég kynntist ömmu aldrei, hún var dáin þegar ég fæddist. Hún var bara ung kona þegar hún féll úr krabbameini. En það er nú samt engu að síður senni- lega hennar vegna sem ég er í leik- húsinu. Kannski ekki síst vegna einhvers helgiljóma sem fellur á mann frá börnum hennar. Það lék um leikhúsið einhver rómantík og söknuður í huga fjölskyldunnar.“ Hvenær byrjaðirðu svo að leika? „Ég hef eiginlega alltaf leikið. Var leikandi sem barn heima í stiga- ganginum í Breiðholtinu fyrir stóru systur mína og vini hennar. Notaði hvert tækifæri. Fjórtán, fimmtán ára byrjaði ég síðan hjá henni Maríu Reyndal í félagsmið- stöðinni í Tónabæ. Þar settum við upp sýningar sem voru mjög metn- aðarfullar, til dæmis Slúðrið eftir Flosa Ólafsson, Lísu í Undralandi og fleiri. Þetta var frábær hópur, mikil og dramatísk dýnamík og allir tilbúnir til að leggja allt undir til að sýningin yrði sem best. Það var ekki síst það sem heillaði mig við leikhúsið og heillar mig enn í dag. Þessi leitun að fullkomnun og viljinn til að breyta einhverju. Stundum tekst það, það verða til töfrar og að upplifa þá er eitthvað sem enginn gleymir.“ Pólitískara en predikun Trúirðu enn að leikhúsið geti breytt heiminum? „Ég held að ef þú vilt þá geti allt breytt heimin- um. Þetta samtal okkar hér getur breytt heiminum. Manneskjan getur breytt heiminum. Leik- húsið er engin valdastofnun. Það er ekki vettvangur til að breyta samfélaginu að öðru leyti en því að öll samskipti eru til þess fallin að dreifa hugmyndum. Samtalið í sjálfu sér er svo mikilvægt til að koma hugmyndum á framfæri, tjá tilfinningar og tjá skoðanir fólks, praktisera málfrelsi og stinga á kýlum samfélagsins, tala um það sem er fallegt og tala um það sem er ljótt. Þannig að, já, leikhúsið getur breytt samfélaginu og heim- inum, en það geta líka lítið bréf eða kallinn á kassanum gert. Leik- húsið er bara miðill þar sem 500 manns hittast eina kvöldstund og tala saman og þegar vel tekst til er enginn ósnortinn í húsinu. Það er náttúrulega það sem er merki- legast við leikhúsið. Ef þú nærð að snerta við manneskju þá gleymir hún því aldrei.“ Finnst þér að leikhúsið eigi að vera pólitískt? „Mér fannst það sem ungum manni. Við vorum öll skólasystkinin í leiklistarskól- anum á þeim tíma undir sterkum áhrifum frá þýska leikhúsinu sem er mjög kalt og pólitískt og enn undir sterkum áhrifum frá Brecht, sem beinlínis notaði leikhúsið til að koma pólitískum boðskap til skila. Við trúðum því að þessi kuldi og framandgerving gæfi okkur sterk- ari rödd, það er farið beint á punkt- inn sem á að predika og hamrað á honum, það er bara ein rétt skoðun. Ég er ekki mjög hrifinn af þessari aðferð í dag því í grunninn finnst mér hún lítilsvirðandi við áhorfendur. Að segja þverskurði þjóðfélagsins hvað honum eigi að finnast finnst mér ekki ganga upp. Vel skrifað drama er í eðli sínu hugvíkkandi og á að geta gefið þér sjónarhorn á stöðu fólks hvort sem er í öðrum heimum eða í íbúðinni við hliðina á þér. Ég er á því að ef þú nærð að hreyfa við manneskju þá sé það miklu pólitískara en ein- hver predikun. Hið stóra verk- efni leikhússins, og raunar allra lista, er að vinna með mennskuna. Ef listin nær að kjarna manneskj- unnar og að byggja á sönnum til- finningum þá virkar hún og hefur áhrif.“ Kostir og gallar Nú erum við komin aðeins inn á hliðargötu. Hvað tók við eftir Tónabæ? „Þá fór ég í Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Þar var ég í leikfélaginu öll árin og kynntist konunni minni, Unni Ösp Stefáns- dóttur. Eftir það stofnuðum við leikfélag sem hét Leikskólinn og síðan lá leiðin í leiklistarskólann. Þannig að þetta er nokkuð sam- felld brú frá unglingsárunum til dagsins í dag.“ Unnur Ösp er dóttir Stefáns Baldurssonar leikstjóra og Þórunn- ar Sigurðardóttur, leikskálds og Listahátíðarforkólfs. Er einhvern tíma talað um eitthvað annað en leiklist í þessari fjölskyldu? „Það er mjög mikið talað um leikhús og menningu, já. Það fylgja því auðvitað bæði kostir og gallar að vera á sama starfsvettvangi en að geta rætt starf sitt og áhugamál af ástríðu og innlifun við fjölskyldu sína, bæði eiginkonu og stórfjöl- skyldu, og fá þar algjöran skilning er ómetanlegt.“ Þetta stingandi augnaráð Björn Thors er maður ekki einhamur. Hann er þjóðinni í fersku minni sem Viktor í Pressu 3 og æfir nú stíft eitt stærsta hlutverk leiklistarsög- unnar, sjálfan Macbeth. Illmennin virðast vera að verða hans sérsvið, en hann hefur einnig leikið elskhuga á borð við Þormóð Kolbrúnar- skáld í Gerplu. Hann segir lykilatriði að finna hið góða í persónunum sem hann leikur. Friðrika Benónýsdóttir friðrikab@frettabladid.is KÓNGURINN Macbeth er færður til nútímans í þessari uppfærslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.