Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 40
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 Samfylkingin kýs sér formann í janúar og Árni Páll Árnason, fyrr-um félagsmálaráðherra og efna-hags- og viðskiptaráðherra, hefur gefið kost á sér, ásamt Guðbjarti Hannessyni. Árni Páll fór út úr ríkisstjórn um áramótin, en hafði í haust sigur í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi gegn Katrínu Júlíus dóttur fjármálaráðherra. Hvað kemur til að hann sækist eftir for- ystu í flokknum? „Ég vil gefa kost á mér og mínum kröft- um til að leiða Samfylkinguna á þessum umbrotatímum. Ég held að flokkurinn og þjóðin þurfi á því að halda að hafa öflugt stjórnmálaafl sem vinnur með fordómalaus- um hætti á forsendum klassískrar jafnaðar- stefnu og berst fyrir raunhæfum lausnum á þeim flóknu viðfangsefnum sem við er að etja. Þjóðin á mikið undir því að það takist vel til. Við lifum óvissutíma. Fólk upplifir eðlilega vaxandi vonleysi þegar áhrifin af hruninu eru orðin að fullu ljós, laun hafa lækkað og eru ekki að fara að hækka. Lánin hafa hækkað og standa þar föst og skatt- byrðin hefur þyngst. Efnahagslegt sjálfstæði okkar var í stór- hættu fyrir nokkrum árum og getur enn brugðið til beggja vona með það. Ríkið er mikið skuldsett og við erum læst í höftum, án fullnægjandi tengsla við hið alþjóðlega umhverfi. Efnahagsmál, atvinnumál og tengsl okkar við aðrar þjóðir verða helstu verkefni næstu ára og ekkert verður leyst ef heildarsýn vantar. Að þessu vil ég vinna. Við þurfum raunhæfar lausnir en ekki loforðakapphlaup. Við þurfum vöxt í efna- hagslífið á sjálfbærum forsendum og góð starfsskilyrði helstu vaxtargreina. Við þurfum að mæta þörf okkar fyrir góða opinbera þjónustu, án tillits til efnahags, og mæta með sanngjörnum hætti kröfum þeirra fjölmennu kvennastétta, sem veita þjónustuna, um bættan starfsaðbúnað og betri kjör. En samt getum við ekki aukið ríkisútgjöld á næstu árum. Við verðum að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir framtíðina.“ Fáfengileg stjórnmál Árni Páll segir að gríðarlega miklu máli skipti hverjir takist á við þessi flóknu verk- efni. Samfylkingin verði að leiða þá vinnu á forsendum hefðbundinnar jafnaðarmennsku. En hefur hann leitt að því hugann lengi að sækjast eftir formennsku í flokknum? „Nei. Og ákvörðunin réðst af ástæðum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér þegar ég settist á þing 2007. Reynslan af stjórnmála- starfi í hruninu breytti mér. Fáfengileiki stjórnmálanna sem hefðbundins samkvæmis- leiks hefur orðið mér ljósari allt þetta kjör- tímabil. Hugmyndin um vegtyllur vegtyll- anna vegna hefur orðið mér fjarlægari. Að sama skapi hefur aukist óþol mitt fyrir meðvirkni og fyrir því að vera með bara til að vera með. Mér finnst þjóð sem hefur geng- ið í gegnum svona miklar umbreytingar eiga það skilið að fá raunveruleg svör og raunveru- legt efnisríkt samtal en ekki loforðaglamur og karp. Alls staðar þar sem ég kem þráir fólk þetta; hreinskilið, innihaldsríkt og opið samtal. Þess vegna er ég alveg einlægur þegar ég segi: ég vil umboð til að breyta. Ég vil ekki leiða flokkinn sem meðreiðarflokk úreltra og ónýtra stjórnmála.“ Ertu að segja að hann sé það í dag? „Hann er auðvitað hluti af stjórnmála- kerfinu, en það er í okkar valdi að breyta því miklu meira en við höfum gert. Samfylkingin var stofnuð til höfuðs úreltri stjórnmála- menningu og á að vera í fararbroddi opinna og valddreifðra vinnubragða. Við erum stór og fjölbreyttur flokkur og eigum ekki að vera feimin við það heldur nýta kosti fjölbreytn- innar. Valdataumarnir eru þarna og við verðum að þora að taka í þá. Ef við tökum ekki í þá heldur samfélagið bara áfram að þróast án okkar áhrifa. Jafnaðarmenn verða að þora að hafa áhrif á samfélagsþróunina, taka til sín völdin og breyta samfélaginu sjálfir með almannahagsmuni að leiðarljósi. Verstu dæmin um afturför í velferðar- þjónustu í nágrannalöndum okkar hafa orðið þegar jafnaðarmenn hafa ekki treyst sér til að leiða umbótaferlið sjálfir og leyft hags- munaaðilum, óheftum markaðsöflum og fulltrúum sérhagsmuna að ráða ferðinni. Veröldin stendur ekki kyrr þó jafnaðarmenn treysti sér ekki til að móta samfélagið. Þá heldur samfélagið bara áfram að þroskast, á öðrum forsendum. Spurningin er bara þessi: þorum við sem jafnaðarmenn að hasla okkur völlinn, eða ætlum við að halda áfram að halda fallegar ræður og leyfa markaðsöflunum og hags- munaaðilunum að fara sínu fram. Jafnaðarmenn um alla Evrópu standa nú eftir fjármálakreppuna frammi fyrir alger- lega nýjum veruleika, rétt eins og við. Sam- félagið sem við byggðum um alla Evrópu í kjölfar kreppunnar miklu er í upplausn. Það er þýðingarlaust að láta eins og gærdagurinn geti haldið áfram endalaust. Við verðum að svara kröfum nýrra tíma, rétt eins og Héð- inn, Vilmundur landlæknir og Haraldur Guð- mundsson gerðu svo vel á sinni tíð.“ Vinstri stjórn Samfylkingin hefur verið í stjórn með Vinstri grænum á þessu kjörtímabili. Hvaða óskir hefur Árni Páll varðandi samstarfs- aðila? „Mér finnst stór jafnaðarmannaflokkur eiga að reyna vinstra samstarf sem fyrsta kost. Staða Samfylkingarinnar í skoðana- könnunum í dag vekur hins vegar upp verulegar efasemdir um það að hún verði í aðstöðu til þess að leiða ríkisstjórn. Flokkur með 20 prósent mun tæplega leiða nokkra ríkisstjórn, hans bíður bara hækjuhlutverk. Það er því verk að vinna fram að næstu kosn- ingum. Treystum við okkur til þess að tala við þann mikla fjölda fólks sem bíður eftir stjórnmálaafli með ný vinnubrögð og sterka sýn um hvert skuli halda og er tilbúið til að leggja traust á trúverðugt stjórnmálaafl og nýta afl alls þessa fólks til að mynda breið- fylkingu sem getur skilað árangri fyrir þjóð- ina í heild? Eða leikum við biðleiki og kjós- um frekar ímyndað öryggi fortíðarinnar og kyrrstöðuna, en sættum okkur þá líka við að missa af því sögulega tækifæri að leiða þjóðina áfram á óvissutímum.“ Fordómalaust samtal Hvernig sér Árni Páll Samfylkinguna þróast, verði hann formaður? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hún hafi þrek til þess að nýta þessa miklu styrk- leika, að vera þessi fjölbreytta hreyfing og ekki hræðast það eða fela, heldur njóta þess. Samfylkingin á einfaldlega að geta verið sterkari en aðrir flokkar vegna þess að hún býr að mjög fjölbreyttum rótum. Hjá okkur eiga allir að eiga rödd. En til að þetta gerist verður að virða öll sjónarmið og ræða hluti með opnum hætti áður en komist er að niður- stöðu. Samtal er ekki afsökun fyrir athafnaleysi, heldur nauðsynleg forsenda skynsamlegrar niðurstöðu. Að samtalinu loknu þarf að kom- ast að niðurstöðu, taka ákvarðanir og ég treysti mér til þess. Og ég treysti mér líka til að vinna niðurstöðu Samfylkingarinnar brautargengi í samvinnu við aðra flokka.“ Árni Páll segir að lykilatriði Samfylking- arinnar eigi að vera loforð um fordómalaust samtal. Allt það fjölbreytta fólk sem skipar flokkinn eigi að finna sér þar stað og vera stolt af flokknum. „Við þurfum ekki forystumann sem snýr baki við þjóðinni, horfir á þingflokkinn og lítur á sig sem sáttasemjara ólíkra hópa í dægurþrasi. Við þurfum forystumann sem treystir sér til að snúa sér að þjóðinni, tala hana á sitt band og fylkja öllum flokknum að baki sér um framtíðarsýn jafnaðarmanna og raunveruleg verkefni á hennar grunni. Af verkunum verðum við dæmd, en ekki orð- unum. Kyrrstaða er ekki valkostur fyrir jafnaðar- flokk eins og Samfylkinguna. Okkur er eigin- legt að sækja fram fyrir betra samfélagi, en ekki að verja óbreytt ástand.“ Kyrrstaða er ekki valkostur Árni Páll Árnason sækist eftir formennsku í Samfylkingunni. Hann segir vinstri stjórn alltaf eiga að vera fyrsta valkost og vill umboð til breytinga. Jafnaðarmenn verði að hafa þrek til erfiðra ákvarðana. VILL BREYTINGAR Árni Páll Árnason segist sækjast eftir umboði til að breyta. Hann vill ekki leiða flokkinn sem meðreiðarflokk úreltra stjórnmála. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI Árni Páll segist ófeiminn við að nota hugtök sem mörgum finnst gamaldags og klisjukennd. Hann líti til að mynda á baráttuna fyrir aðild að Evrópusambandinu sem áframhald af aldalangri stéttabaráttu og kröfu íslensks verkalýðs um að losna undan oki vistarbands og síðar launa sem greidd voru í inneignarnótum hjá kaupmanninum. Enn fái Íslendingar borgað í inneignarnótum, sem heiti nú íslenska krónan, en skuldi í alvörupeningum sem tengdir eru raunverulegum verðmætum. Hann segir Samfylkinguna hafa litast af því að hafa lent í erfiðum verkefnum á ótrúlegum tímum. „Manni leið alla daga eins og maður væri að drukkna, með kökkinn í hálsinum og fannst maður aldrei vera nógu lengi í vinnunni. Þetta var þannig tilfinning. Svo biðu manns jafn erfið verkefni daginn eftir. Á nokkrum dögum þurfti að taka ákvarðanir sem venjulega hefðu verið teknar að undangengnum tveggja mánaða undirbúningi, hver um sig. Og maður var kannski að taka margar slíkar á viku. Það gleðilega var að finna samt svigrúm til þess að taka á alvarlegum velferðarvanda, eins og atvinnuleysi ungs fólks og koma af stað byggingu hjúkrunarheimila um allt land, sem ekki var hægt að byggja meðan smjör draup af hverju strái. Auðvitað litaði þetta ástand okkur öll og þetta hefur litað flokkinn, en það er mikilvægt að við festumst ekki í því verklagi sem leiddi af þessu neyðarástandi. Við vorum stofnuð til að vera öðruvísi flokkur.“ Verðum að þora Árni Páll er gjarnan flokkaður til hægri í Samfylkingunni. Hann segist aldrei hafa séð menn geta bent á ummæli eða skoðanir hans sem styðji þá flokkun. Hann eigi til að mynda marga vini í forystu norrænna jafnaðar- mannaflokka og geti fullvissað hverja sem er um að þeir séu ekki vinstra megin við hann. Slíkir merkimiðar leiði hins vegar hugann að því að hugmyndin á bak við Samfylkinguna sem flokk sé ekki sjálfgefin. „Hugmyndin að baki Samfylk- ingunni var sú að við myndum hætta svona uppnefnum. Þetta eru uppnefnin sem leiddu til áhrifaleysis vinstri flokka um áratugi, vegna þess að allir voru alltaf að flokka hverjir aðra eftir einhverjum tilbúnum merki- miðum. Þetta endaði í þeim ógöngum sem mín fjölskylda upplifði– og áreiðanlega margar aðrar– að kjósa í eitt skiptið fjóra ólíka flokka en vera sammála um allt sem máli skiptir. Uppnefni og dilkadráttur af þessum toga er tilræði við tilvist Samfylkingarinnar. Samfylkingin á að rúma fjölbreytt viðhorf– annars er hún ekki Samfylking. Þess vegna fórum við af stað í hana. Fyrirheitið um Samfylk- inguna er fordómalaust samtal um alla hluti og niðurstaða á for- sendum almannahagsmuna, sem við erum tilbúin að berjast fyrir.“ ➜ Vinstri eða hægri? Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Mér finnst stór jafnaðar mannaflokkur eiga að reyna vinstra samstarf sem fyrsta kost. Árni Páll Árnason formannsframbjóðandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.