Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 138

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 138
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 98 ➜ Verður ekki mikið jólalegra – hvítt, rautt og grænt og ótrúlega fljótlegt og fallegt að bera fram. Halla Bára Gestsdóttir Gunnar Sverrisson homeanddelicious.com 1. Súkkulaðimús með piparmyntufyllingu Þessi súkkulaðimús er sérlega ljúffeng og einföld. Hún er gerð úr rjómaosti og súkkulaði og um að gera að prófa ólíka osta og súkkul- aði í hana. Það sem er þægilegt við súkkulaðimús sem eftirrétt er að hún er undirbúin fyrir fram, hana má setja í eina stóra skál eða fyrir hvern og einn. Þetta er því stresslaus upp- skrift að góðu matarboði. 400 g rjómaostur að eigin vali 8-10 msk. flórsykur 2 egg 1½ tsk. vanilla 200 g brætt suðusúkkulaði að eigin vali, örlítið kælt, allt upp í 70% sterkt 500 g þeyttur rjómi 150-200 g saxað súkkulaði með myntu- fyllingu, 70%, fínt að nota After Eight Hrærið rjómaostinn mjúkan í skál. Hrærið saman sykri og eggjum í annarri skál þar til létt og ljóst. Bætið vanilludropum saman við eggjablönduna og bræddu súkkul- aðinu líka með því að hella því í mjórri bunu meðan hrært er. Blandið vel. Þá fer rjómaosturinn saman við súkkulaðiblönduna og allt er hrært vel saman þar til mjúkt og kekkja- laust. Þeytti rjóminn fer næstur í blönduna en best er að hræra hann saman við á hægum hraða í hrærivél eða með sleif. Að lokum er saxaða myntusúkkulaðinu hrært saman við. Setjið í eina skál eða fleiri litlar, plastfilmu yfir og í ísskáp þar til á að bera fram. Skreytið að vild. Upp- skriftin er fyrir átta. Músin geymist vel í ísskáp og traust að gera hana daginn áður en á að bera hana fram. 2. Hvítt súkkulaði með trönuberjum og pistasíum Verður ekki mikið jólalegra– hvítt, rautt og grænt og ótrúlega fljótlegt og fallegt að bera fram. 400 g hvítt súkkulaði 75 g kókosflögur 60 g pistasíuhnetur 100 g þurrkuð trönuber Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið af hitanum þegar það er bráðnað og hrærið kókos, pistasíum og trönuberjum saman við. Geymið örlítið til að strá yfir súkkulaðið að lokum svo það sé fallegt að ofan. Setjið í lítið form eða á disk, hægt að miða við stærð 20x30 cm eða þannig að konfektið verði ekki of þunnt. Klæðið það form sem þið veljið með bökunarpappír áður en þið smyrjið súkkulaðiblöndunni í. Kælið þar til hart. Skerið í bita, brjótið í mola eða stingið út með litlum kökuformum. 3. Súkkulaðiplötur með piparmyntubrjóstsykri Sniðugt og fljótlegt sælgæti til að eiga heima en einnig til að gefa í fallegri öskju. Mjólkursúkkulaði Hvítt súkkulaði Piparmyntubrjóstsykur Brjótið brjóstsykurinn með kjöthamri en ekki þannig að myndist mikill mylsna. Bræðið mjólkursúkkulaðið yfir vatnsbaði. Smyrjið súkkulaðinu á bökunarpappír, um 3 mm þykkt lag, og látið storkna. Bræðið hvíta súkkulaðið sömuleiðis yfir vatnsbaði. Kælið án þess að það stífni. Smyrjið hvíta súkkulaðið yfir stífa mjólkur- súkkulaðið (það má ekki vera heitt svo mjólkursúkkulaðið bráðni ekki). Stráið brjóstsykursbitunum jafnt yfir hvíta súkkulaðið og látið plötuna kólna og stífna. Þegar borið fram er platan brotin niður í bita. SÆTMETI Á JÓLUNUM Dökkt og hvítt súkkulaði svo úr verður súkkulaðimús og tvær tegundir af konfekti á einfaldan, fl jótlegan og ljúff engan hátt. Súkkulaðimús er eitthvað svo innilega viðeigandi sem eft irréttur á þessum árstíma og pistasíur, trönuber og pipar myntubrjóstsykur skreyta súkkulaðiplötur. Með hvítu, rauðu og grænu verður þetta allt svo innilega jólalegt. 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.