Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 44
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 legar, nema 40 milljörðum evra eða um 6.600 milljörðum íslenskra króna, og í sumarlok neyddist hér- aðið til að sækja um aðstoð í neyð- arsjóð sem stjórnvöld í Madríd settu á laggirnar til að aðstoða sjálfsstjórnarhéruðin á Spáni. Það er þessi vonlausa staða og vonbrigði með viðbrögð stjórn- valda í Madríd við vandræðum Katalóníu sem hefur glætt sjálf- stæðisbaráttu héraðsins nýju lífi, en hún hefur sótt í sig veðrið undanfarin þrjú ár og náði nýjum hæðum 11. september síðastliðinn, á þjóðhátíðardegi Katalóníu, þegar allt að 1,5 milljón manns safnaðist saman í miðborg Barcelona og krafðist sjálfstæðis. Æ fleiri hafa sannfærst um að Katalóníu væri betur borgið sjálf- stæðri heldur en sem hluta Spánar, enda er hún ríkasti hluti landsins og flytur út gríðarlega mikið af vörum og þjónustu. Fólki svíður það hversu miklir skattar renna til Madríd og finnst of lítið koma til baka. En þeir eru samt margir sem efast um að rétt sé að slíta sam- bandinu á svo viðkvæmum tíma í efnahagslífinu. Enn aðrir vilja alls ekki að leiðir skilji og telja Kata- lóníu þarfnast Spánar jafn mikið og Spánn þarfnast hennar. Katalónía – best í heimi! Hvorum megin borðsins sem íbúar Katalóníu sitja virðast þeir upp til hópa stoltir af sinni menningu og vilja hlúa að henni. Katalónska er tungumálið sem hér er talað og hljómar eins og einhvers konar blanda af ítölsku og spænsku. Þeim fer fjölgandi sem kæra sig ekki um að nota spænsku, eða réttara sagt kastilísku, í daglegum samskiptum og á mörgum veitingastöðum eru matseðlar eingöngu á katalónsku. Þjóðarstoltið lýsir sér líka í því að vörur úr héraðinu eru kyrfi- lega merktar. Það er engu líkara en að ekkert jafnist á við landbún- aðarframleiðslu Katalóníumanna, hún sé hollari, betri og ferskari en annar matur. Annað dæmi sem kallar á samanburð við Ísland. Í kosningum í lok nóvember síð- astliðnum gerðu frambjóðendur margir hverjir út á þjóðarstoltið. Sá sem gekk lengst þar var án vafa Artur Mas, forseti heimastjórnar- innar og formaður hægriflokksins CiU, sem að lokinni kröfugöngunni 11. september setti skyndilega þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- tíðarsamband Katalóníu við Spán á oddinn. Á auglýsingaspjöldum á götum úti og framan á bæklingum sem bornir voru í hvert hús birtist hann með hendur útbreiddar eins og frelsarinn sjálfur og horfði ákveðinn fram á við. Að baki honum blöktu sjálfstæðisfánar. Myndmálið var ekki flókið: Fylgið mér og ég mun gjöra yður frjáls. Óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu Að formaðurinn skyldi stilla sér upp á þennan máta þurfti ekki að koma á óvart, enda hafði hann rofið þing og boðað til kosninganna til að freista þess að ná hreinum meirihluta á þingi. Þannig hefði hann fengið umboð kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu og hefði óhræddur getað haldið áfram að skera niður í velferðarkerfinu. Þó að flokkur hans héldi naum- lega völdum var ósigur fólginn í sigrinum. Svo fór að CiU tapaði 12 þingmönnum á ævintýrinu, úr 62 í 50. Artur Mas ofmat augljóslega stöðu sína, en hins vegar bættu sjálfstæðissinnar á þinginu stöðu sína í heildina. Nú stendur Mas frammi fyrir því að þurfa helst að mynda meirihluta með vinstri- flokknum ERC, sem berst vissu- lega fyrir sjálfstæði, en hefur and- styggð á niðurskurðar áætlunum CiU og hafa látið ganga mjög á eftir sér um að setjast í stjórn með flokknum. Nýjustu tíðindi benda þó til þess að samkomulag muni nást á milli flokkanna. Eitt er þó víst, að litríku fán- arnir munu enn um sinn blakta yfir veðursælum torgum Barce- lona, hvort sem hún verður nokkurn tíma höfuðborg sjálf- stæðs ríkis eður ei. Sjálfstæðis- sinnar geta þó huggað sig við að í fótboltanum getur enginn sagst vera þeim æðri. Barcelona trónir þar efst, í spænsku deildinni. Eftirfarandi samræður áttu sér stað á stigagangi nýja heimilis okkar brottfluttu Íslendinganna skömmu eftir flutningana til Barcelona: „Já, svo þið eruð Íslendingarnir – ykkur tókst það!“ Við horfðum spurnaraugum á þennan hressa nýja nágranna okkar, enda alls kostar ómeðvituð um að hafa tekist nokkur skapaður hlutur sem þessum mann gæti verið kunnugt um. „Þið sögðuð bless við Dani. Við ætlum líka að segja bless,“ sagði hann þá, bauð okkur velkomin í húsið og stökk upp á næstu hæð í nokkrum laufléttum skrefum. Margir sjálfstæðissinnar hér í Katalóníu þekkja sögu Íslands, smáþjóðarinnar sem sleit sig úr sambandi við Dani. Ef Ís- lendingum tókst það þá hljótum við að geta það líka, segja þeir. Íslendingar eru líka þekktir fyrir að hafa hafnað Icesave-samn- ingunum, sem þótti bera vott um að þeir létu ekki auðkýfinga kúga sig. Þá eru furðumargir meðvitaðir um að á Íslandi hafi stjórnmálamenn og auðkýfingar verið lögsóttir eftir hrun og að ný stjórnarskrá sé í smíðum. FINNA SAMHLJÓM MEÐ ÍSLENDINGUM Þegar jólin nálgast verður lítill kúkandi karl áberandi í gjafavöruverslunum í Barcelona. Þetta er Kúkar- inn, El caganer, og honum þykir mörgum Katalóníumönnum ómissandi að stilla upp á meðal annarra skrautmuna um jól. Kúkarinn er vinsæll safngripur og fæst í mörgum útgáfum. Til er kúkandi Elvis, kúkandi Obama og kúkandi Angela Merkel, svo einhver dæmi séu nefnd. Nýjasti Kúkarinn í hópnum er að sjálfsögðu sjálf- stæðissinni í takt við tíðarandann og styður sig við sjálfstæðisfána þar sem hann léttir á sér. KATALÓNSKI KÚKARINN ➜ Atvinnuleysi er um 22,5 prósent, mest meðal ungs fólks undir 25 ára aldri, en um helmingur þess er atvinnulaus. Talað er um „ni-ni“-kynslóðina, sem stendur fyrir „ni estudia, ni trabaja“, og lýsir tilveru þeirra sem stunda ekki nám eða hafa lokið námi en fá ekki vinnu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar frá Katalóníu ALLTUMLYKJANDI SJÁLFSTÆÐISBYLGJA Hér sjást fylgismenn Arturs Mas, forseta heimastjórnarinnar og formanns hægriflokksins CiU, bera risastóran sjálfstæðisfána yfir höfði sér, á kosningafundi skömmu fyrir kosningar sem fram fóru í Katalóníu í lok nóvember. Það er ómögulegt að ganga lengra en fáeina metra í Barcelona um þessar mundir án þess að reka augun í sjálfstæðisfánann. VISCA ISLANDIA Lifi Ísland stendur á þessum fána sem hangir utan á yfirgefnu húsi sem stjórnleysingjar hafa eignað sér í Gracia-hverfi í Barcelona. M YN D /H Ó LM FR ÍÐ U R H EL G A SI G U RÐ AR D Ó TT IR M YN D /H Ó LM FR ÍÐ U R H EL G A SI G U RÐ AR D Ó TT IR FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A P FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.