Fréttablaðið - 15.12.2012, Page 120

Fréttablaðið - 15.12.2012, Page 120
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 80 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Kaupahéðinn man sinn fífil fegurri hér í spænskum suðurhéruðum og væri sjálfsagt lagstur í kör ef ekki nyti ötuls vinar við. Þann vin mætti kalla Kaupaörvar, en hlutverk hans er að beita meðulum sem örva menn til að kaupa. Eru þessi meðul svo römm að sum hver jafnast á við víagra og breyta kaupgetu- leysi í hinn mesta kaupmátt. KAUPAÖRVAR virðist þó enginn spek- ingur en þessi trikk sem hann beitir kúnna Kaupahéðins eru svo bjánaleg að oftast er eins og að hann sé að höfða til fólks af öðrum hnöttum þar sem gáfnavísitala og skónúmer fara saman. ÉG hef orðið óþægilega var við þetta í jólavertíðinni hér syðra. Til dæmis var ég á göngu á nötur- köldu kvöldi með konu minni þegar ung og fögur kona í mínipilsi stekkur á okkur. Reyndar var þetta frekar örpils, sem er alveg í takt við trikkin hans Örvars. Hún var líka í svo fleginni og þröngri skyrtu að það virtist aðeins tímaspurs- mál hvenær brjóstin myndu skjótast upp úr. Mín fyrstu viðbrögð voru að búast til að hlýja þessari ungu konu en var fljótur að átta mig á því að aðstæður til slíkra góðgerðar- mála voru afar óhentugar. Inni í móð- unni sem kom upp úr hrollkaldri konunni mátti heyra að hún vildi að við færum inn í ilmvatnsbúðina sem var þar fyrir framan, til að sveifla veskjum. Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að ég vilji líta inn hjá kaupmönnum sem henda starfsfólki sínu hálfnöktu út á guð og gaddinn? SVIPAÐ var upp á teningnum þegar vestfirsku garnirnar voru farnar að gaula en þá brá ég mér með hálfum huga og tómum maga ásamt konunni á amer ískan skyndibitastað. Þegar ég var búinn að panta blasti við mér eitthvað sem leit út eins og brúnt matarkex inni í mjúkum tvíbökum. Ég þurfti að rifja það upp með sjálfum mér að ég hafði pantað eitthvað sem kalla mætti risa- hamborgara. Ríflega var hins vegar veitt af frönskum kartöflum, sem brögðuðust eins og besti pappír, og gosskammturinn hefði hæglega dugað til að gera prúðan pabbadreng að öskrandi villingi. ÉG er svo sem ekkert á bömmer þó að Kaupaörvar hafi náð að ginna mig í garnagaulinu. En það var fullt á þessum stað, rétt eins og hjá þessum kaldlynda ilmvatnskaupmanni. Það er það sem ég er að bömmerast yfir. Hvernig stendur á því að þessi nautheimskulegu trikk svín- virka? Af Kaupahéðni og KaupaörvariLÁRÉTT2. samsull, 6. átt, 8. mas, 9. op, 11. leita að, 12. teygjudýr, 14. rými, 16. grískur bókstafur, 17. kvenkyns hundur, 18. púka, 20. ung, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. nýja, 3. kringum, 4. vöruhús, 5. berja, 7. blóðsuga, 10. skrá, 13. kænu, 15. greinilegur, 16. krass, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. gums, 6. nv, 8. mal, 9. gat, 11. gá, 12. amaba, 14. pláss, 16. pí, 17. tík, 18. ára, 20. ný, 21. rauf. LÓÐRÉTT: 1. unga, 3. um, 4. magasín, 5. slá, 7. vampíra, 10. tal, 13. bát, 15. skýr, 16. pár, 19. au Ég er byrjuð að efast um þessa lyktarmeðferð þína! Þolinmæði frú mín góð! Þolinmæði! Lavender! Pabbi er vaknaður. Er það? Ég hef ekki séð hann. Það er vegna þess að hann er ekki kominn niður. (Rymj!) Góðan dag. Ef þú hlustar vandlega heyrirðu bresta í beinunum hans í ganginum. Hvað er að? Þú sagðir mér að heng ja upp myndina af mömmu þinni! Hrekkjavakan er eftir tvo daga!! Hrekkjavakan er eftir tvo daga. Ljósmynda samkeppni Fréttablað sins Taktu þátt í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og sendu inn jólalega ljósmynd. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag og vinningshafi hlýtur JBL FLIP Bluetooth hátalara frá Sjónvarpsmiðstöðinni í verðlaun. Fyrir annað og þriðja sæti eru gjafakort fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Skilafrestur er til hádegis 19. desember. Myndirnar ber að senda á netfangið ljosmyndakeppni@frettabladid.is STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 568 9090 www.sm.is Jólamyndin þín
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.