Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 144

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 144
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 104 „Mig langaði til að breiða út boð- skapinn með því að deila upp- skriftunum að vettlingunum í stað þess að geyma þetta allt í skúffu hjá mér,“ segir Margrét María Leifsdóttir, höfundur prjónabók- arinnar Vettlingar/Mittens. Í bókinni má finna uppskriftir að tólf vettlingum þar sem Mar- grét María hannaði litrík og fjöl- breytileg munstrin undir áhrifum frá nokkrum af sínum uppáhalds- tískuhönnuðum. Þar má meðal annars finna vettlinga í stíl við klæðnað frá Kron by Kronkron, Mary Katrantzou, Soniu Rykiel og Marni. Margrét María, sem er fiðlu- smiður og verkfræðingur að mennt, segir prjónamennskuna vera sitt aðaláhugamál. „Ég hef lengi verið að bauka við að prjóna og sauma. Hugmyndin að vett- lingunum fæddist þegar ég var að vafra um á netinu í leit að inn- blæstri og datt í hug að nota mynd frá tískupallinum og yfirfæra munstrin og litina í klæðnaðinum yfir á vettlinga. Það tókst svo vel til að ég hélt áfram að þróa þessa hugmynd,“ segir Margrét María, en útkoman var tólf skemmtilegar vettlingauppskriftir. Margrét María fullyrðir að þrátt fyrir að vettlingarnir séu bæði lit- ríkir og munstraðir sé ekkert erf- iðara að prjóna þá en venjulega vettlinga. Nákvæmar leiðbeining- ar eru í bókinni sem inni heldur tvær grunnuppskriftir að vett- lingaprjóni og er bæði á íslensku og ensku. Samhliða bókinni er Margrét María að selja vettlinga í búðunum Epal og Kraum. Hún segist enn þá geta sinnt eftir- spurninni sjálf og situr því flest kvöld þessa dagana með prjón- ana í hönd. „Þetta er ágætt fyrir framan sjónvarpið eða bara í stað- inn fyrir sjónvarpsgláp. Í augna- blikinu er síðasta uppskriftin í bókinni í uppáhaldi, vettlingar innblásnir af Mary Katrantzou, en hún er nýjust.“ alfrun@frettabladid.is Vettlingar innblásnir af tískupöllunum Fiðlusmiðurinn og verkfræðingurinn Margrét María Leifsdóttir á heiðurinn af nýrri vettlingabók sem kom út fyrir stuttu. Prjónamunstrin eru innblásin af vel völdum tískuhönnuðum dagsins í dag en uppskrift ir bókarinnar eru tólf talsins. LITRÍKIR OG MUNSTRAÐIR VETTLINGAR Margrét María Leifsdóttir hannaði litrík og skemmtileg vettlingamunstur í bókinni Vettlingar undir áhrifum frá nokkrum af helstu tískuhönnuðum dagsins í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SONIA RYKIELKENZO „Jólin hafa alltaf verið mjög annasamur tími heima á Íslandi þar sem ég hef verið að stökkva á milli jólaballa og jólaskemmtana. Hér hef ég verið í algerri afslöppun, náð að baka fleiri sortir og verja meiri tíma með fjölskyldunni sem er bara yndislegt,“ segir Björgvin Franz Gíslason sem býr með fjölskyldu sinni í Minne- sota og ver jólunum þar þetta árið. Björgvin hefur einu sinni áður varið jólunum utan Íslands og var hann þá hjá foreldrum sínum í San Diego. „Það var svolítið eins og einhver hefði gleymt jólaskrautinu uppi að sumri til,“ segir hann. Jólin í Minnesota verða þó líkari því sem hann þekkir héðan. „Við fluttum inn alvöru íslenskan hamborgarhrygg eins og hann gerist bestur. Það er erfitt að beygja út af gamalli jólahefð. Við erum svo heppin að mamma og Róbert bróðir ætla að verja jólunum með okkur hérna úti og frændi minn býr hérna ásamt konu og börnum svo ég verð sannarlega umvafinn fjölskyldu og vinum á jólunum,“ segir Björgvin. Spurður segir Björgvin íslensku jólasveinana leggja á sig langferðina og heimsækja Íslend- inga í útlöndum líka. „Þeir eru svo samvisku- samir þessir bræður, víla ekki fyrir sér að smella sér hingað út til að gefa þægum og góðum börnum í skóinn,“ segir hann. Eiginkona Björgvins, Berglind, er í námi þar ytra og Björgvin er í fullu starfi sem heimavinn- andi húsfaðir og hugsar um dætur þeirra tvær, Eddu Lovísu og Dóru Maríu. „Þegar stelpurnar eru í skólanum skrifa ég svo eins og vindurinn handrit að nýrri bíómynd. Ég smellti mér á námskeið hjá einum af gúrúunum í handrita- gerð hérna, Syd Field, og er búinn að læra þvílíkt af því,“ segir Björgvin Franz. - trs BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON VER JÓLUNUM MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Í MINNESOTA Jólasveinar og hamborgarhryggur Leikkonan Sarah Jessica Parker var stödd í Ósló á dögunum þar sem hún sá um að kynna Nóbel- tónleikana fyrr í vikunni. Parker kom með mikið fylgdarlið með sér til Ósló en hún óskar þess líklega að hafa skilið förðunardömuna, Leslie Lopez, eftir heima. Sú var nefnilega stöðvuð á Gar- dermoen-flugvellinum í Ósló á leið sinni úr landi með leikkonunni. Lopez hafði þá sést stela rándýr- um sólgleraugum úr fríhöfninni og var gert að greiða 180 þúsund króna sekt, ásamt því að brottför þeirra seinkaði um klukkutíma. Förðunardaman segir atvikið byggjast á misskilningi. Aðstoðarkonan stöðvuð NÁIN SAMSTARFSKONA Förðunar- dama Söruh Jessicu Parker var tekin fyrir þjófnað í heimsókn leikkonunnar til Ósló á dögunum. NORDICPHOTOS/GETTY FJÖLSKYLDAN Í MINNESOTA Björgvin og Berglind ásamt dætrum sínum við Itasca-þjóðgarðinn. Björgvin segir enga leið að útskýra magatöskuna. „Einhver myndi segja tískuslys,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.