Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 28
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 28 Eftirfarandi dæmisaga úr raunveruleika Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæð- isins staðfestir mikilvægi þess að endurskoða ferla og vinnubrögð í heilbrigð- iskerfinu á Íslandi. Til að hámarka nýtingu þekk- ingar og annarra auð- linda er ekki nóg að búa yfir þeim, heldur verður umhverfið og kerfið allt að styðja besta verklag. Fréttir síðustu daga hafa bent á atvik í heilbrigðis- þjónustunni sem krefjast þess að við rýnum í alla þætti heil- brigðiskerfisins, hvort heldur er þekkingu og færni starfsmanna, umhverfið, samskiptin, ferlana eða lög og reglugerðir. Ég þekki karlmann á miðjum aldri, sem hefur alltaf verið heilsu- hraustur og því lítið þurft að nota heilbrigðiskerfið, en um daginn taldi hann kominn tíma á að hann færi í almenna læknisskoðun. Hann ákvað því að panta tíma hjá sínum heimilislækni. Á mánudegi hringdi hann því á sína heilsu- gæslustöð í þeim tilgangi. Þegar hann bar upp erindið við ritar- ann sem svaraði sagði hún að því miður væru allir tímar bókaðir hjá heimilislækni hans næstu tvo daga og ekki væri bókað lengra fram í tímann. Hann yrði því að hringja aftur á fimmtudeginum til að fá tíma á föstudeginum. Beðinn að hringja aftur Þetta gerði maðurinn en viti menn, þegar ritarinn svaraði var allt uppbókað hjá viðkomandi heimilis- lækni á föstudeginum og ekki teknar niður bókanir lengra fram í tímann. Mað- urinn var því beðinn um að hringja aftur á mánudeg- inum til að panta tíma á þriðju- deginum. Þegar hann svo hringdi á mánudeginum, s.s. viku eftir fyrstu tilraun til að fá tíma, var enginn bókanlegur tími laus hjá heimilislækninum. Þá var lang- lundargeð mannsins á þrotum og tjáði hann ritaranum að nú væri nóg komið, hann væri búinn að reyna á aðra viku að fá tíma hjá heimilislækninum. Ritarinn sagði þá að afar erfitt væri að fá tíma hjá þessum heimilislækni þar sem hann væri ekki í fullu starfi og væri auk þess umsetinn af sjúk- lingum með langvinna sjúkdóma. Í ofanálag væri heimilislæknir- inn ekkert við þessa viku þar sem hann væri á námskeiði. Maðurinn svaraði á móti að það hefði verið virkilega gott ef honum hefði verið bent á þetta strax viku fyrr. Það hvarflaði nú að honum að e.t.v. væri hreinlega betra og einfaldara að fara til sérfræði- læknis, kannski væri það skil- virkara. En sérfræðings í hvaða grein þá? Kannski væri ráðlegt að tala við heimilislækni símleið- is til að fá ráð um það hvert hann ætti að snúa sér. Hann spurði því ritarann hvort einhverjir læknar væru með símatíma þann dag- inn. Jú, þrír læknar voru einmitt með símatíma síðar þennan sama dag og einn þeirra, læknir A, væri ekki svo ásetinn. Á slaginu þegar símatími A hófst hringdi maðurinn inn. Eftir nokkra stund svaraði rit- ari stöðvarinnar, ekki læknirinn, en maðurinn sagðist hafa verið að reyna að ná í lækni A í síma- tíma. Ritarinn baðst þá afsökunar, læknir A væri ekki við í dag, en hún hefði ekki áttað sig á því þegar hún benti manninum á að hringja í lækninn í símatíma hans. Farsakenndur blær Þessi leiðangur um heilsugæslu- kerfið var sannarlega farinn að taka á sig farsakenndan blæ. Maðurinn kvaddi því ritarann og skömmu síðar hringdi hann í lækni B í símatíma hans. Í þetta sinn var hann heppinn, eftir u.þ.b. 15 mínútna bið svaraði læknir B og bar maðurinn upp erindið. Og viti menn, eftir stutt samtal ráð- lagði læknirinn honum að panta sér tíma hjá heimilislækni. Enn einu sinni hringdi maðurinn á heilsugæslustöðina til að fá hinn eftirsótta tíma hjá heimilislækni. Hvílík sóun! Er þetta kerfið sem höfuðborgarbúar þurfa að búa við? Ég vil taka fram að maðurinn sagði mér að framkoma starfs- fólks heilsugæslunnar hefði verið með ágætum í öllum þessum sím- tölum, það hefði verið alúðlegt og kurteist. Það er bara ekki nóg að vera með vel meinandi og mennt- að starfsfólk en götótt kerfi. Það er ekki góð þjónusta. Þegar upp er staðið hefði sparast tími og fjár- munir fyrir sjúklinginn og heilsu- gæsluna ef kerfið væri skilvirk- ara. Ef maðurinn sem um ræðir hefði strax getað talað við heil- brigðisstarfsmann sem hefði getað leiðbeint honum, t.d. hjúkrunar- fræðing, hefði mátt þjónusta við- komandi á skilvirkari hátt, beina honum á réttan stað og jafnvel bóka strax tíma á heilsugæslunni. Enn betra væri ef við höfuðborg- arbúar og landsmenn allir byggj- um við kerfi eins og t.d. þeir gera á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnun- arinnar á Blönduósi, þar sem sjúk- lingar bóka sjálfir sína tíma hjá heilsugæslunni á veraldarvefnum. Eftir þessa farsakenndu reynslusögu er mér spurn, fyrir hverja er heilsugæslan? Hvernig getur kerfið stutt við þjónustuna þannig að þekking og tími starfs- manna nýtist sem best fyrir sjúk- linga? Þeirri spurningu verður að svara. Tökum höndum saman, heil- brigðisstarfsmenn, stjórnendur og stjórnvöld og ráðumst að rót vand- ans, greinum í hverju hann raun- verulega felst, tökum málefnalega á honum og horfumst í augu við bestu lausnir. Gerum heilbrigðis- kerfið skilvirkara með betri nýt- ingu mannafla, tækni og tækja. Í því felst raunveruleg hagræðing og bætt þjónusta. ➜ Það er bara ekki nóg að vera með vel meinandi og menntað starfsfólk en götótt kerfi . Það er ekki góð þjónusta. Þegar upp er staðið hefði sparast tími og fjármunir fyrir sjúklinginn og heilsugæsluna ef kerfi ð væri skilvirkara. 159.849.078 Aukakrónur endurgreiddar það sem af er ári A-korthafar hafa fengið endurgreiddar nærri 160 milljónir Aukakróna það sem af er ári. Aukakrónurnar safnast sjálfkrafa og má nýta í allt milli himins og jarðar hjá um 300 samstarfsaðilum. Ert þú með A-kort? Fyrir hverja er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins? HEILBRIGÐIS- MÁL Helga Bragadóttir hjúkrunarfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.