Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 52
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 52 Quality Street sælgætið, sem Íslendingar kalla gjarn-an Mackintosh, er ómissandi hluti af jólahaldi margra. Hér á landi seljast vel yfir hundrað tonn af þessum litskrúðugu molum fyrir hver einustu jól, en þeir bárust fyrst hingað til lands með sjó-mönnum um miðbik 4. áratugarins. Upphaflega var það enska konfektgerðin Mackintosh‘s sem fram- leiddi sælgætið, en árið 1988 keypti svissneski sælgætis risinn Nestlé fyrirtækið. Í gegnum tíðina hefur óvinsælli molum verið skipt út en þeir vinsælustu hafa haldið sessi sínum í áldósinni fagur skreyttu áratugum saman. Allir eiga sinn uppáhaldsmola og kjaftasögur ganga um skiptimolamarkaði í vel földum skemmum víðs vegar um bæinn. En hvaða moli er raunverulega sá besti? Til þess að skera úr um það setti Fréttablaðið saman fjölmennt rann- sóknarteymi, skipað sjálfskipuðum Mackintosh-spekingum um land allt, og niðurstöðurnar eru skýrar. Toffí, tvíreykt og tannlausir afar Tímarnir breytast og molarnir með, en ást Íslendinga á „Mackintosh“-konfektinu deyr aldrei. Hvort sem þú spyrð sóknarprest eða femínista, alþingismann eða íþróttakenn- ara, þá á hann sinn uppáhaldsmola. Haukur Viðar Alfreðsson haukur@frettabladid.is Baldur Ragnarsson tónlistarmaður ● Baldvin Esra Einarsson útgefandi ● Birna Geirfinnsdóttir bókahönnuður ● Björn Kristjánsson tónlistarmaður ● Erla María Davíðsdóttir fjölmiðlafræðingur ● Guðmundur Steingrímsson alþingismaður ● Guðný Lára Thorarensen tónleikahaldari ● Guðrún Dís Emilsdóttir útvarpsmaður ● Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður ● Haukur Dór Bragason goði ● Haukur S. Magnússon ritstjóri ● Helga Ragnarsdóttir listakona ● Helga Þórey Jónsdóttir femínisti ● Jens Guðmundsson skrautskriftarkennari ● Lóa Hjálmtýsdóttir tónlistarmaður ● Ólafur Torfi Ásgeirsson netsérfræðingur ● Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður ● Óttar M. Norðfjörð rithöfundur ● Stefán Magnússon íþróttakennari ● Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur ● Yngvi Eysteinsson útvarpsmaður ➜ Álitsgjafar Fréttablaðsins 2 SÁ FJÓLUBLÁI The Purple One „Þarna ertu með allt sem til þarf. Súkkulaði, karamella og svo hneta svo að hann sé hollur.“ „Fimmtán svona handtíndir, glas af ískaldri mjólk og einhver öskrar: „Hver kláraði alla bestu molana!?““ „Elegant moli. Einstaklega gott hlutfall milli súkkulaðis og karamellu og svo kemur hnetan einhvern veginn alltaf á réttu augnabliki.“ 3SÁ BLEIKI Vanilla Fudge „Huggulegur undir tönn og er einn fárra mola sem ég get hakkað í mig.“ „Hann nær að dansa á línunni. Rosa- lega sætur án þess að vera væminn.“ „Þessi hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var krakki. Dísætur með einhverju óræðu en ótrúlega góðu bragði.“ TÚKALLINN Toffee Penny Skiptar skoðanir voru á þessum, en túkallinn er elsti molinn í bauknum og hefur haldist nær óbreyttur frá upphafi. „Heil karamella í gegn klikkar aldrei. Langbesti molinn í tunnunni. Aðrir molar eru í raun uppfylling. „Einn mest óþolandi konfektmoli sögunnar. Helmingurinn fer ofan í maga, hinn helmingurinn festist í tönnunum á þér.“ „Fullnæging í nammiformi.“ „Ég óttast að þessi moli geti raunverulega rifið fyllingar úr tönnunum á fólki.“ „Skítakaramella sem gerir ekkert fyrir mig. Alveg steindautt nammi.“ 1 JARÐARBERJAÓGNINStrawberry Delight Nánast allir voru sammála um þann versta, en þessi mjúki maukmoli þykir allt of sætur og framkallaði harðari viðbrögð en eðlilegt er að konfekt geti gert. Hann er Svarthöfði og Jar Jar Binks í einum og sama molanum. „Smeðjulegasta nammi sem til er – eins og þetta væri fyllt með barnatannkremi með tyggjóbragði.“ „Allt of væmið. Verstur.“ „Það hljóta allir að vera sammála um þetta skrímsli. Í mínum huga er Strawberry Delight gróft mannrétt- indabrot.“ „Ef allt nammi væri eins og þessi moli myndi ég aldrei borða nammi.“ 2„HINN“ GUMSMOLINN Orange Creme „Þessi er eins og frændi sinn, jarðar- berjadraslið. Alltaf á botninum þegar hinu hefur verið góflað upp.“ „Af öllu því sem sælgætisgerðarfólki hefur dottið í hug þá er appelsínu- súkkulaði versta hugmyndin. Að auki er þetta draslútgáfa af þessu vítiskombói.“ „Stórslys, bragðlaukarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að snúa sér, passar illa í góm og eftirbragðið fylgir manni inn í eilífðina.“ 3KÓKOSKLÚÐRIÐ Coconut Eclair „Kókos á ekki heima í sælgæti. Kókos hefur eyðilagt ótal sælgætis- og konfektmola um víða veröld. Aumingja súkkulaðið sem hlýtur þau grimmu örlög að umvefja kókos.“ „Tuggin flasa í súkkulaðihjúp.“ UMDEILDUR 1FINGURINN Toffee Finger Sigurvegarinn vann naumlega á stigum, en hann birtist á listum langflestra. Hann virðist höfða til allra aldurshópa, enda mýkri en hinir toffímolarnir og einkar skemmti- legur í laginu, Lengd hans gerir það að verkum að hann stendur oftar en ekki teinréttur upp úr nammiskálinni, áberandi og auðveldur að grípa í. „Hann er guðdómlegur og hefur allt það besta til að bera: Seigt karamellutoffí undir tönn og súkkulaði sem bráðnar í munninum á meðan maður nístir karamelluna. Mmmmm… “ „Fljótur að hverfa úr dollunni og það eru ekki bara börnin sem hamstra hann, maður sér virðulegar frænkur laumast í hann og tannlausa afa skella honum í vestisvasa.“ „Langbesti molinn, og klárast alltaf fyrst. Alls staðar. Ég hef sótt jólaboð á Selfossi og á Sauðárkróki. Alltaf byrja ég á því að hreinsa upp nokkra mola sem ég nota síðar sem gjaldmiðil. Allir elska fingurinn og hann getur því skilað manni síðasta laufabrauðinu eða jafnvel bita af tvíreyktu.“ BESTIR VERSTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.