Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 110
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 70 Snjórinn liggur eins og mara yfir öllu. Kapp-klætt fólk skýst um með fjársjóð falinn í kreppt-um lófa. Leiðin liggur inn í lítið rjóður þar sem stórt grenitré, þakið snjó, virðist vera miðpunktur athygl- innar. Til hliðar við tréð stendur véfréttarleg kona og eys ókenni- legum miði í drykkjarílát. Einn eftir annan stígur fram, festir fjársjóð sinn á grein á trénu, bakkar og þiggur mjöð véfrétt- arinnar. Augu allra eru negld við tréð og sjá, skyndilega skellur á ljós og tréð uppljómast um leið og klukkan skellur í sex. Ham- ingjan geislar af andlitunum og myndin máist út. Þetta er ekki atriði úr nýjustu seríu Game of Thrones, þetta er jólaauglýsing Símans. Fjársjóð- irnir sem kappklæddu verurnar færa trénu eru snjallsímar og það eru þeir sem lýsa upp til- veruna þegar jólin ganga í garð. Nema hvað? Íslandsbanki rær á svipuð mið í sinni auglýsingu þar sem kjarna- fjölskyldan skundar kappklædd úr sumarhúsinu út í rjóður til að mynda börnin við trén sem voru gróðursett við fæðingu þeirra. Snjórinn er í aðalhlut- verki auk rauða krúttlega húss- ins sem virðist vera innflutt úr bók eftir Astrid Lindgren. Rautt timburhús í miðjum skógi, er það til á Íslandi? Kannski flúði fjöl- skyldan land þegar bankarnir fóru á hausinn, eða þá að bankinn er að hvetja viðskiptavini til að forða sér úr landi áður en næsta hrun skellur á. Gleymið bara ekki pjáturkaffikönnunni hennar lang- ömmu. Nostalgía, útlandalegt umhverfi, skógur og snjór eru nefnilega greinilega undirstaða jólahamingjunnar ef marka má íslenskar auglýsingastofur. Langsterkasta þemað í jóla- auglýsingum þessarar aðventu er þó snjórinn. Það snjóar bók- staflega á allt og alla, innan húss og utan. Í Smáralind ráfar fólk með rauðar húfur stefnulaust í gegnum snjókófið, ríghaldandi í ferkantaða pakka, sem væntan- lega stórskemmast í þessari ofan- komu áður en þeir komast í réttar hendur. Það snjóar í Kringlunni, það snjóar hjá Advania, það snjó- ar heil býsn hjá Stöð 2 og David Attenbourough og Raggi Bjarna eru nánast snjóaðir í kaf í auglýs- ingum um dvd-diska þess fyrr- nefnda og geisladisk þess síðar- nefnda. Það er ekki í nein hús að venda, snjórinn nær þér hvað sem þú reynir. Enda svo óskap- lega jólalegur, eða hvað? Reyndar er skjól fyrir snjó- komunni í IKEA þar sem skógar- höggsmannalegur rusti veldur ótta og flótta starfsfólks með því að hrifsa til sín með þjósti og yfirgangi allt sem hann þarf fyrir jólin. Auðvitað er hann fannbarinn blessaður, annað skyti skökku við: jól eru sama sem snjór, muniði. Hvort IKEA er með þessu að ýta undir yfir- ganginn í samfélaginu skal ósagt látið en þar er þó allavega skjól um stund fyrir endemis ofan- komunni. Takk fyrir það. Jólasnjór er rótgróið hugtak en mér er stórlega til efs að fann- fergi sé efst á óskalista þjóðar- innar fyrir þessi jól, allavega ekki þess hluta hennar sem enn man áhlaupið á milli jóla og nýárs í fyrra. Það ber líka vott um undarlega hugmyndafátækt að búa til jólastemningu með einum saman snjónum, sérstak- lega á Íslandi þar sem meiri hluti landsins hefur verið meira og minna á kafi í snjó síðan í sept- ember. Það hlýtur að vera til eitt- hvað annað sem minnir okkur á jólin og eykur hátíðleikatil- finningu. Hvernig væri að halda glimmerjól næst? Það snjóar bara og snjóar Jólaauglýsingar stórfyrirtækjanna eru íburðarmiklar og hannaðar til að skapa jólastemningu í huga áhorfandans. Það ber þó vott um undarlega hugmyndafátækt að nánast allar auglýsingastofur skuli gera snjó að útgangspunkti í jólastemningunni. Eiga auglýsingar ekki að skapa þörf fyrir ákveðna vöru eða þjónustu hjá neytendum? Viljum við snjó í jólapakkann? Friðrika Benónýsdóttir friðrikab@frettabladid.is Opna – Velja – Njóta EINSTÖK GJÖF FYRIR ALLA sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is Óskaskrín henta fullkomlega í harða pakka fyrir þá sem vilja upplifa og njóta, þá sem velja sjálfir, þá sem eiga allt. Það er einfalt að velja rétta gjöf – gefðu upplifun í öskju, gefðu Óskaskrín. PI PA R\ TB W A • S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.