Fréttablaðið - 15.12.2012, Page 18

Fréttablaðið - 15.12.2012, Page 18
15. desember 2012 LAUGARDAGURSKOÐUN Í sland stendur hinum norrænu ríkjunum langt að baki í hreinsun skólps frá íbúðabyggð í þéttbýli og atvinnu- rekstri. Í úttekt Björns Gíslasonar, meistaranema í blaða- og fréttamennsku, sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni, kemur fram að fjórðungur Íslendinga býr ekki við neina skólphreinsun. Sú tala gæti reyndar verið vanmetin, því að í tölum Umhverfisstofnunar er gengið út frá því að öll hús í dreifbýli séu með rotþró en vitað er að það á ekki alltaf við. Staðan er svona þrátt fyrir að frestur sveitarfélaga til að koma frárennslismálum sínum í lag hafi runnið út fyrir sjö árum. Heilmikill árangur náðist þó á síðasta áratug og munar þar mest um að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest af skólpinu fellur til, gerðu átak í hreinsun skólps. Sama á við um einstök sveitar- félög úti um land, til dæmis Hveragerði, Egilsstaði, Flúðir, Borg í Grímsnesi og þorp og byggðakjarna í Borgarfirði. Reglurnar um skólphreinsun eru samevrópskar. Meginmark- mið þeirra er að vernda yfirborðsvatn fyrir skólpmengun. „Það þarf að standa vörð um mikilvægustu auðlindir Íslendinga, sem eru hafið og ferskvatnið, og tryggja heilnæmt umhverfi fyrir framleiðslu matvæla,“ sagði Tryggvi Þórðarson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hér í blaðinu. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Reglurnar eru ekki bara eitthvert tuð frá Brussel, sem bezt er að humma fram af sér, heldur miða þær að því að tryggja sjálfa lífsafkomu þjóðarinn- ar, sem byggist að stórum hluta á framleiðslu matvæla. Þess vegna vekur líka athygli að í hópi sveitarfélaga sem enn hafa gert lítið í að koma skólpmálunum í lag skuli vera staðir sem lifa að miklu leyti á framleiðslu sjávar- eða landbúnaðaraf- urða, eins og Akureyri, Árborg, Vestmannaeyjar og Grindavík. Sveitarstjórnarmenn bera við miklum kostnaði við hreinsi- mannvirkin og það eru auðvitað rök sem mark er takandi á. Þó er í úttekt Björns bent á að kostnaðurinn hefur ekki verið hindrun víða í nágrannalöndunum og ekki heldur í tiltölulega litlum sveitarfélögum á borð við Hveragerði, þar sem rekin er skólphreinsun sem stendur flestum öðrum í landinu framar. Að einhverju leyti er þetta spurning um viðhorf; sams konar tvískinnung og kom fram í sorpbrennslumálunum sem hafa verið í brennidepli undanfarin tvö ár. Öllum þótti á sínum tíma sjálfsagt að berjast fyrir alþjóðlegum reglum gegn mengun sem bitnar ekki sízt á hagsmunum Íslands sem fiskveiðiríkis. Um leið þótti mörgum jafnsjálfsagt að íslenzk sveitarfélög, sem mörg hver lifa á fiskveiðum, færu fram á undanþágur frá reglunum af því að það væri svo dýrt að framfylgja þeim. Enn harma íslenzkir sveitarstjórnarmenn, sumir tárvotir, að mega ekki dæla díoxíni frá sorpbrennslum út í umhverfið. Land sem ætlar að halda áfram að byggja á matvælafram- leiðslu, og reyndar ekki síður ferðaþjónustu, getur ekki verið þekkt fyrir neitt annað en að hafa skólp- og frárennslismál í lagi. Málið er í raun ekki flóknara en það. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Friðarverðlaun Nobels hafa oft orðið kveikja að deil-um. Ekki þurfti að koma á óvart að svo yrði einnig þegar tilkynnt var að Evrópusam- bandið hefði hlotið þau í ár. Hér heima hefur þessi ákvörðun gefið andstæðingum hugsanlegrar Evr- ópusambandsaðildar efni í örlítið hnútukast. Þetta vekur tvær spurningar. Sú fyrri er: Verðskuldar Evrópu- sambandið þessa sæmd? Sú síð- ari er: Hefur Ísland hag af því að taka þátt í alþjóðasamstarfi sem stuðlar að friði? Óumdeilt er að friðarhugsjón- in er rótin að stofnun Evrópusam- bandsins. Það voru hugsjónamenn sem trúðu því að frjáls viðskipti og jöfn sam- keppnisstaða ríkja væri ein af forsendum sátta og sam- lyndis. Þetta var hins vegar ekki unnt að sanna fyr ir f r a m m e ð útreikningum. Eftir á sýnir reynslan lengsta friðartíma í Evrópu. Þá segja gagnrýnendurnir að friðurinn sé Atlantshafsbanda- laginu að þakka. Sannarlega má ekki vanmeta mikilvægt hlut- verk þess. Og viðurkenna verð- ur að herstyrkur Bandaríkjanna hefur ráðið meir um árangur bandalagsins en varnarviðbún- aður Evrópuríkjanna sjálfra. En það breytir ekki hinu að sameig- inlegar leikreglur um sameigin- lega viðskiptahagsmuni hafa átt sinn ríka þátt í að varðveita frið- inn; og þær vega þyngra nú en í byrjun. Stundum er því haldið fram að friðarhugsjón Evrópusamvinn- unnar skipti ekki máli lengur með því að sú tíð sé liðin að menn hafi áhyggjur af stríði. Víst er að sá ótti ristir ekki jafn djúpt og fyrrum. En eftir sem áður þarf að beita þeim ráðum sem menn kunna best til þess að sá ótti haldi áfram að fjarlægjast. Góð reynsla af meðulunum gerir þau einfaldlega ekki óþörf. Eru friðarverðlaunin verðskulduð? Það er kunn þverstæða að Ísland naut efnahagslegs ávinnings af síðari heims- styrjöldinni meðan aðrar þjóðir sátu eftir í sárum. Það hafði þó engin áhrif á afstöðu flokkanna þriggja sem sameiginlega mótuðu utanríkisstefnu landsins í kjölfar ófriðarins. Þrátt fyrir hagnað af síðustu styrjöld hefur ríkt góð eining um að friður í Evrópu sé íslenskt hagsmunamál. Þeir hagsmunir eru annars vegar fólgnir í varnar- og öryggisráðstöfunum og hins vegar hlutdeild í ávöxtum frjálsra við- skipta. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur í áratugi viðurkennt að hún getur ekki vænst þess að búa við öryggi með bakhjarli í hervaldi nema með virkri þátttöku í Atlants- hafsbandalaginu. Í þeirri gagnrýni á friðarverðlaunin sem helgast af andstöðu við aðild að Evrópusam- bandinu endurspeglast hins vegar sú hugsun að Ísland eigi að njóta alls ávinnings af viðskiptafrelsi og sameiginlegum leikreglum á því sviði án fullrar aðildar. Þegar til þess er horft að sam- eiginlegar leikreglur um við- skiptafrelsi eru jafn mikilvægar fyrir frið og öryggi eins og sam- eiginlegar hervarnir virkar þessi tvískipta afstaða eins og tvískinn- ungur í hugsun. Auðvitað geta mikilvægir hags- munir eins og krafan um full ráð yfir fiskimiðunum verið hindrun á leið að markmiðinu um fulla aðild. Þá er að beygja sig fyrir því. En verði unnt að ryðja þeirri hindr- un úr vegi ættu fordómar ekki að útiloka samkvæmni í hugsun um slík grundvallaratriði utanríkis- stefnunnar. Svar sumra við því er að segjast vilja efla samstarf við allar aðrar þjóðir en þær sem við eigum mest samskipti við. Það er ekki sannfærandi málflutningur. Íslenskir hagsmunir Ýmsir hafa gagnrýnt frið-arverðlaunin í ljósi þeirra miklu erfiðleika sem nú steðja að á fjármálamörkuðum í Evrópu. Á það er bent að fjölda- mótmæli eru nú daglegur við- burður í þeim ríkjum álfunnar sem lengst hafa þurft að ganga í aðhaldsaðgerðum vegna gálausr- ar efnahagsstjórnunar á liðnum árum. Þetta eru sjónarmið sem vel má skoða. Spyrja má hvort ekki hefði verið rétt að bíða með verðlaun- in þar til Evrópusambandið hefði sýnt fram á að það næði tökum á þeim vanda sem glímt er við. En slíkt álitamál breytir þó ekki þeirri sögulegu staðreynd að Evr- ópuhugsjónin hefur í reynd átt snaran þátt í lengsta friðartíma- bili í álfunni. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir liðna tíð en á þau má einn- ig líta sem hvatningu til forystu- manna Evrópuþjóðanna til að bregðast ekki hugsjóninni þegar á reynir. Það er á sama veg í þágu friðar og hagsældar og lýtur að framtíðarhagsmunum Íslands eins og annarra Evrópuþjóða. Þegar öllu er á botninn hvolft er skír- skotunin til fjármálakreppunnar ekki þung röksemd gegn þessari ákvörðun þó að hún sé skiljanleg. Ísland hefur notið ávaxta af samstarfi Evrópuþjóðanna bæði á sviði öryggis- og efnahagsmála. Því er ástæðulaust að sýna ólund eða súrt skap vegna þessara verð- launa; jafnvel ástæða til að sam- gleðjast. Ástæðulaus ólund Ísland er aftarlega á merinni í skólphreinsun: Mengaða matar- framleiðslulandið Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 15 sunnudag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.