Fréttablaðið - 15.12.2012, Page 106

Fréttablaðið - 15.12.2012, Page 106
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 66 Gítarleikarinn Friðrik Karlsson er fluttur heim til Íslands eftir sextán ára búsetu í London. Hann er búinn að koma sér fyrir í ein- býlishúsi í Garðabænum með fjöl- skyldu sinni, eiginkonunni Stein- dóru Gunnlaugsdóttur og tíu ára dóttur þeirra Maríu Von. Þar hefur hann sitt eigið hljóðver til afnota sem hann notar í starfi sínu. „Ég flutti út 1996 og ákvað að vera í Bretlandi í sex mánuði. Ég var nýbúinn að kynnast konunni minni og við ákváðum að prufa að vera úti. Ég var búinn að vinna við Evítu-myndina [með Madonnu í aðalhlutverki] og sá í framhaldinu möguleika á að fá meiri vinnu og prufa eitthvað nýtt,“ segir Friðrik, en mánuðirnir sex urðu að sextán árum. Hann segir að dóttir sín hafi átt þátt í því að ákveðið var að flytja heim til Íslands. „Hún fann hvað það er mikið frelsi fyrir krakka hérna og var farin að banka í borð- ið. Hana langaði til að vera hérna og vera Íslendingur. Hvað sem má um Ísland segja, þá er það algjör paradís fyrir krakka.“ María Von er einmitt efnilegur fiðluleikari og söngkona og virðist hafa erft tónlistargen föður síns. Aðspurður segist hann veita dóttur sinni eins mikla leiðsögn og hann getur og ætlar að sjá til þess að hún spjari sig á tónlistarsviðinu eins og hann hefur gert. Fylltu O2 fjórum sinnum Þrátt fyrir að vera fluttur heim er Friðrik með annan fótinn erlend- is. Hann hefur unnið mikið fyrir söngleikjahöfundinn heimsfræga Andrew Lloyd Webber, sem á fyr- irtækið Really Useful Group, og að undanförnu hefur hann spilað í söngleiknum Jesus Christ Super- star víðs vegar um Bretland. Meðal annars fylltu þau O2-höllina í Lond- on fjórum sinnum en fjórtán þús- und manns komast þar fyrir í einu. Alls verða tónleikarnir 25 talsins og á þessi uppfærsla rætur sínar að rekja til raunveruleikaþáttar á sjónvarpsstöðinni ITV þar sem leit- að var að aðalsöngvara fyrir söng- leikinn og voru þátttakendurnir þrjú þúsund. Til stendur að fara með sýninguna til Bandaríkjanna, Ástralíu og Evrópu á næsta ári og hefur Friðriki nú þegar verið boðið með í för. „Þetta er rosalega flott og risastór uppfærsla. Gítarinn er mjög áberandi í þessu og við stönd- um sitthvorum megin á stillönsum. Þetta er það stærsta sem ég hef tekið þátt í. Andrew Lloyd Webber fer alltaf alla leið,“ segir hann og brosir en bætir við að ekki sé auð- velt að vinna með honum. „Hann er snillingur og hefur ákveðna sýn. Það getur oft gengið mikið á meðan hann er að fá sitt fram, sem er bara frábært því hann veit hvað hann vill. Eins og með fólk sem hefur náð afburða árangri þá hefur það ein- hverja sýn. Einn sem ég hef unnið með er svona líka, Simon Cowell [dómarinn í X-Factor og Idol].“ Friðrik spilaði fyrir Cowell fyrstu fimm árin sem X-Factor var sýnt í Bretlandi en þegar sá síðar- nefndi hætti og ákvað að stjórna bandarískri útgáfu þáttarins rann samstarfið á enda. Þess má geta að tónlistarstjóri Cowells er Nigel Wright, sá hinn sami og starfar fyrir Andrew Lloyd Webber. Í starfi sínu við hina ýmsu raun- veruleikaþætti í Bretlandi, þar á meðal Britain‘s Got Talent og X-Factor, hefur Friðrik kynnst mörgum stjörnum sem hafa verið að stíga sín fyrstu spor. Þar má nefna Leonu Lewis og Will Young. Aðspurður segir hann gaman að vinna með þessu unga fólki. „Það er svolítið gaman því þeir sem koma úr þessum þáttum eru svo þakklát- ir. Þeir eru að meika það og allt er svo jákvættt.“ Minni peningar í hljóðverinu Friðrik hefur verið einn virt- asti hljóðversspilari Bretlands og unnið með mörgum þekktum tón- listarmönnum. Undanfarin þrjú ár hefur hann dregið úr þessari spilamennsku samhliða breytt- um áherslum í tónlistarbransan- um. „Það eru ekki sömu peningar í þessu og voru. Innkoma af plötu- sölu hefur breyst. Það er ótrúlegt hvað diskar seljast ennþá mikið á Íslandi, en eins og í Bretlandi er niðurhal og streymi orðið mjög vinsælt. En innkoman af því er bara brot af innkomunni af því að selja disk. Heildarsalan hefur því minnkað og það hefur áhrif á allan pakkann. Núna má ekki vera eins dýrt að taka upp plötur.“ Í staðinn hefur Friðrik unnið meira í gegnum netið. Hann fær lög send frá upptökustjórum eða öðrum aðilum, sem hann hefur í sumum tilfellum aldrei hitt, og spilar inn á þau í hljóðverinu sínu heima á Íslandi. „Í dag skiptir engu máli hvar þú ert. Ég er búinn að vera heima í átta mánuði og hef ekki misst af neinni vinnu.“ Seldi 40 þúsund slökunardiska Gítarleikarinn er með fleiri járn í eldinum. Hann er með tvö útgáfu- fyrirtæki í Bretlandi og annast eig- inkonan Steindóra rekstur þeirra. Annað gefur út hans eigin slök- unartónlist á meðan hitt gefur út bakgrunnstónlist sem er spiluð á kaffihúsum, veitingastöðum og í verslunum. Einnig er hún notuð í farsímum og sem streymi á netinu. Fyrirtækið var stofnað fyrir ári. Friðrik fékk aðstoð frá íslenskum fjárfesti og alls koma fimm aðilar að verkefninu, þar af þrír Bretar. „Þetta er dálítið spennandi verk- efni, svona hágæða lyftutónlist.“ Keypt er tónlist frá lagahöfundum úti um allan heim og hefur Friðrik gæðaeftirlitið á sinni könnu. Slökunardiskarnir hans eru orðn- ir tólf talsins og kom sá nýjasti, Snerting, út fyrir skömmu. Sam- anlagt segist Friðrik hafa selst um fjörutíu þúsund diska hér heima. Leitaði í trúna eftir hrunið Sjálfur iðkar Friðrik pilates, sem er nokkuð líkt jóga. „Stundum er maður að vinna í umhverfi þar sem er mikið áreiti með erfiðum ein- staklingum og þá skiptir máli að halda jafnvægi og missa sig ekki. Þá hjálpar þetta manni,“ segir hann og heldur áfram: „Ég, eins og flest- ir Íslendingar, kom ekki óskaddað- ur út úr bankahruninu. Þá leitaði ég svolítið í trúna og var kominn í kirkju úti í Bretlandi. Núna er ég búinn að starta nýrri þjónustu í Kópavogskirkju, sem er nútíma guðsþjónusta fyrir venjulegt fólk með skemmtilegri músík. Messu- formið í þjóðkirkjunni hentar ekki öllum, sérstaklega ekki yngra fólki. Mér finnst mega nútímavæða það. Í kirkjunni úti eru fimm hundruð manns í söfnuðinum og 480 sem eru virkir og mæta á allt. Þarna hjálpa allir hver öðrum en það var fyrir slysni að ég datt inn í þetta,“ segir Friðrik, sem hefur einnig spilað í Fíladelfíukirkjunni hér heima. Hann segir að hrunið hafi kennt honum hvaða gildi væru mikilvæg- ust því hann hafi verið orðinn dálít- ið blindur á það. „Ég var kominn í þessa efnishyggju sem getur verið hættulegt. Maður missir sjónar á því hvað er mikilvægast. Fyrir mig eru það dóttir mín og fjölskyldan. Þetta kennir manni svolítið að end- urmeta hlutina. Í rauninni hefur þetta verið ágætis lexía þegar upp er staðið, ekki það að ég ætli að þakka útrásarvíkingunum fyrir eitt né neitt.“ Íslenskur raunveruleikaþáttur Tvö ný verkefni eru í undirbúningi hjá Friðriki. Annað snýst um að halda námskeið á næsta ári þar sem fólk er hvatt til að elta draumana sína. Til þess þarf getan og sjálfs- traustið að vera jafnmikið, að hans mati. „Þegar ég ákvað að flytja út var það rosalega stór ákvörðun. Ég hitti alls konar menn til að styrkja mig andlega. Fólk fær oft fullt af frá- bærum hugmyndum en síðan stopp- ar það einhvers staðar á leiðinni,“ segir hann. Ein fræðigreinin sem hann hefur stundað kallast NLP, eða neuro-linguistic programming. Hún snýst um hvernig eitthvað eitt getur stöðvað það sem maður hefur skipulagt í höfðinu á sér. „Það eru margir með „brilliant“ hugmyndir en svo stoppar þetta. Þessi fræði- grein er frábær fyrir svona lausn- ir.“ Friðrik langar líka að nýta viða- mikla reynslu sína úr raunveru- leikaþáttum í Bretlandi og búa til einn slíkan heima á Íslandi í samstarfi við framkvæmdastjóra Really Useful Group, fyrirtækis Andrew Lloyd Webber. „Það er um að gera að nýta sér þessi sambönd sem maður hefur og koma með svona hluti hingað.“ Ég var kominn í þessa efnishyggju sem getur verið hættuleg. Maður missir sjónar á því hvað er mikilvægast. Fyrir mig eru það dóttir mín og fjölskyldan. TROÐFULLT Friðrik spilaði fjórum sinnum fyrir troðfullri O2-höll. Friðrik spilaði nýlega á jólatónleikum með Siggu Beinteins, sem var með honum í Stjórninni hér á árum áður. „Við höfum alltaf haldið sambandi, ég, Sigga og Grétar [Örvarsson]. Sigga er söngvari á heimsmælikvarða og er alltaf að verða betri,“ segir hann og ætlar einnig að hitta félaga sína í Mezzoforte um jólin. Hann hefur ekkert spilað með hljómsveitinni á tón- leikum í langan tíma en hefur verið viðriðinn plöturnar hennar. „Við ætlum að hittast og meta stöðuna. Þegar við spilum saman fjórir, ég, Eyþór Gunn- ars, Jóhann Ásmundsson og Gulli Briem, gerast alltaf einhverjir töfrar.“ Sigga Beinteins á heimsmælikvarða José Carreras Ronan Keating Sheryl Crow Will Young Clay Aiken Kelly Clarkson LeAnn Rimes Cat Stevens Leona Lewis Jedward Tom Jones Robbie Williams Susan Boyle Westlife Mel C Gary Barlow ➜ Friðrik hefur spilað undir hjá þessum: Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is Leitaði í trúna eftir bankahrunið mikla Gítarleikarinn Friðrik Karlsson flutti í byrjun ársins heim til Ís- lands eftir sextán ára búsetu í London. Eins og margir komst hann ekki óskaddaður út úr hruninu. MEÐ MEL C Friðrik Karlsson ásamt Mel C úr Spice Girls. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.