Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 148

Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 148
SUND „Það var aukaplús að ná metinu en ég var langmest að pæla í því að bæta minn persónu- lega árangur,“ segir Anton Sveinn McKee, skriðsundskappi úr Ægi. Anton Sveinn hafnaði í 25. sæti í skriðsundinu og bætti Íslands- met Arnar Arnarsonar frá því í Moskvu árið 2002 um tæpa sek- úndu. Anton Sveinn kom í mark á tímanum 3:47.83 og bætti sig um fimm sekúndur. Hann segir bætinguna ekki hafa komið sér á óvart. „Allir mínir bestu tímar (innsk.: í 25 metra laug) voru frá því á Norðurlandameistaramóti ung- linga fyrir ári. Miðað við hvernig ég hef verið að æfa síðan þá vissi ég alveg að þetta gæti gerst.“ Anton Sveinn keppti í 100 metra bringusundi á miðvikudaginn og bætti tíma sinn í greininni. Hann keppir þó allajafna ekki í grein- inni. „Það var eiginlega bara upp á skemmtun og til að kynnast laug- inni,“ segir Anton Sveinn sem leggur áherslu á skriðsundið og þá helst lengri vegalengdir. Íslands- metin í 800 og 1500 metra sundi eru í hans eigu hvort sem er í 25 metra eða 50 metra laug. Rólegur og yfirvegaður fyrir sundin Anton Sveinn segist hafa verið vel stemmdur þegar hann stakk sér til sunds í Tyrklandi í gær. Misjafnt er hvernig íþróttafólk finnur sig á stóra sviðinu en Hafnfirðingurinn virðist njóta sín þar. „Þetta er það sem ég hef verið að undirbúa síðan ég fór á fyrstu Norðurlandamótin fjórtán eða fimmtán ára. Ég hef verið rosa- lega rólegur og yfirvegaður fyrir sundin. Ég veit hvað ég er kom- inn til að gera hérna. Ég ætla að bæta mig og ég hef gert það,“ segir Anton Sveinn. „Á Ólympíuleik- unum og öðrum mótum hefur maður lært af reynslunni og veit hvernig maður á að haga sér í sundinu. Ég tek vel eftir því núna að þetta hefur skilað sér.“ Anton Sveinn keppir í sinni uppáhaldsgrein, 1500 metra skrið- sundi, á sunnudaginn. „Það er frí á morgun (í dag) sem er rosalega vel þegið. Mark miðið er að komast eins langt undir fimmtán mínúturnar og hægt er. Ég á metið sjálfur svo ég keppi við sjálfan mig. Það er enginn auka- bónus að ná einhverju meti,“ segir Anton og hlær. Íslandsmet Antons Sveins í greininni er 15:01.35 mín- útur. Fjárhagslegan stuðning vantar Anton Sveinn er á lokaári sínu á náttúrufræðibraut í Verzló. Tán- ingurinn æfir tvisvar á dag alla virka daga og segir lítinn tíma fyrir annað en sundið og skólann. Óvíst er hvað tekur við að lokinni útskrift í vor. „Möguleikarnir sem eru í boði hafa hver sína kosti og galla. Ef ég færi út í skóla myndi ég fórna góðum þjálfara sem hugsar bara um þig. Hérna heima er fjárhags- staðan hins vegar ekki sú besta. Maður gæti ekki verið í skóla með sundinu,“ segir Anton Sveinn sem segir þó efst á óskalistanum að vera heima. „Ég mun gera það ef allt gengur upp. Maður þyrfti að fá einhverja fjárhagslega styrki til þess að fljóta. Aðalástæðan fyrir því að maður gæti farið út er hvernig er haldið utan um þetta hér heima. Við erum með flotta æfingaað- stöðu en það vantar, eins og allir hafa talað um, aðhald hjá ríkinu og meiri stuðning við ÍSÍ. Það er það sem er ekki hvetjandi við að vera heima,“ segir Anton sem sett hefur stefnuna á Ólympíuleikana árið 2016. Í bili getur hann notið þess að hafa nælt í Íslandsmetið hans Arnar sem er óumdeilt sá Íslendingur sem hefur náð lengst í sundinu. „Afrek hans eru auðvitað eitt- hvað sem maður vill ná sjálfur. Að verða Evrópumeistari og ná Evrópumeti. Þetta er árangur sem maður lítur upp til og dreymir um að ná einn daginn.“ kolbeinntumi@365.is Mig dreymir um að ná afrekum Arnar Anton Sveinn McKee úr Ægi bætti tíu ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 400 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Istanbúl í gær. Sundkappinn nítján ára segir reynslu af þátttöku í mótum erlendis vera að skila sér. EINBEITTUR „Ólympíuleikarnir í London voru hvatning fyrir mig til þess að gera meira. Við vorum úti í rúmar tíu vikur í æfingabúðum og að keppa. Ég er enn einbeittari fyrir vikið.” NORDICPHOTOS/AFP Fyrirmynd Jóns Margeirs Anton Sveinn er uppáhaldssundmaður Jóns Margeirs Sverrissonar sem vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í sumar. „Hann er skemmtilegur karakter og ég spjalla oft við hann. Hann æfir líka í Laugardalnum en með Fjölni svo hann er á öðrum æfingatímum en ég. Árangurinn sem hann náði í London var magnaður,” segir Anton Sveinn. Auk þess að setja stefnuna á afrek Arnar Arnarsonar segist Anton hafa lært mikið af æfingafélaga sínum, Jakobi Jóhanni Sveinssyni. „Ég hef lært rosalega mikið og mest af honum. Hann er líka mjög góður sundmaður og alltaf sætt að taka met af honum,“ segir Anton og hlær. Hann segist ekki alveg viss hvers vegna Jón Margeir líti upp til sín. „Ætli það sé ekki af því að ég syndi langsundin sem er líka hans grein. Ég held að það sé málið.“ Jón Margeir hefur sett markið hátt en hann ætlar sér að ná lágmarki ófatlaðra fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016 líkt og Anton Sveinn. Afrek Arnar eru auðvitað eitthvað sem maður vill ná sjálfur. Þetta er árangur sem maður lítur upp til og dreymir um að ná. Anton Sveinn McKee SPORT Hörður Gunnarsson, for- maður aðalstjórnar Vals, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg. „Að okkar mati hefur Reykja- víkurborg ekki staðið við þann samning sem gerður var 2008. Við erum með rekstrarsamning sem er annar hluti af samkomulaginu og hinn hlutinn snýr að viðhaldi eigna. Í fyrsta lagi var hann lækkaður einhliða og í öðru lagi var samn- ingurinn vísitölu tryggður en það er búið að kippa þeim lið út. Síðan er verið að draga úr þeim hluta sem snýr að viðhaldi og það kemur verr út fyrir þau örfáu félög sem eiga og reka sínar eignir. Þetta eru marg- ar milljónir á ári sem við erum að ræða,“ segir Hörður. Hann er samt bjartsýnn á að Reykjavíkur- borg muni að lokum standa við gerða samninga. „Það eru alltaf einhverjar viðræður í gangi og við höfum fengið þau fyrirheit að Reykjavíkurborg muni koma til baka með það sem af okkur var tekið. Samningarnir voru gerðir til þriggja ára og það var aldrei staðið við þá samninga til fulls. Við ætlum að skipta upp rekstrinum okkar í tvennt, í íþróttastarf- semi og rekstur mannvirkja, og við teljum að það séu aðrir betur fallnir til þess að sjá um rekstur á fasteignum félagsins og öðrum eignum. Þá getum við sem störfum hér innanhúss farið að einbeita okkur að rekstri íþróttafélags.“ Formaðurinn dregur ekkert úr því að starfsumhverfi íþróttafélaga hafi aldrei verið erfiðara. „Það er mjög erfitt umhverfi og við finnum vel fyrir því. Íþrótta- félag eins og Valur gerir ráð fyrir því að stórir aðilar eins og Reykjavíkur borg standi við þetta samkomulag. Valur gerir áætlanir út frá slíku samkomulagi og skuldbindingar í kjölfarið,“ sagði Hörður. - seth Valsmenn skipta upp rekstrinum hjá sér Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. HÖRÐUR GUNNARSSON, formaður Vals. NÆSTSÍÐASTI ÞÁTTUR SUNNUDAG KL. 21.15 OG LOKAÞÁTTUR MÁNUDAG KL. 22.00 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 TVEIR SÍÐUSTU ÞÆTTIRNIR Í BESTU SPENNUÞÁTTARÖÐ ÁRSINS SPORT 15. desember 2012 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.