Fréttablaðið - 15.12.2012, Síða 108

Fréttablaðið - 15.12.2012, Síða 108
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 68 Bjarna-Dísa Höfundur: Kristín Steinsdóttir Útgáfa: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 158 Skyndilega er Bjarni horf-inn. Ég rýni út í myrkrið, sekk í gljúpan snjóinn. Brýst um. Hvar er hann? Af hverju í fjandanum getur hann ekki beðið eftir mér? Finn hvernig heiftin heltekur mig. – Bíddu, Bjarni! Bíddu eftir mér! Ég endurtek köllin í sífellu og öskra mig hása en hann er horf- inn með öllu. Þá sé ég glitta í hann gegnum élin. Og það hefur heldur dregið saman með okkur. Helvítis þrjóskan í honum bróður mínum. Alltaf sama sauð- nautið, þetta hálftröll. Þessi óláns- gepill! Ég skal nú sýna honum í tvo heimana. – Andskotans bölvaður ódámur- inn þinn! Bíddu eða þú skalt hafa verra af! öskra ég eins hátt og ég get. Bít í tunguna á mér. Svitna! Nú er ég farin að bölva. En hvað er Bjarni líka að æða á undan mér, reita mig til reiði? Hann veit alveg að ég á það til að sleppa mér og ráða ekkert við mig. Ég var alltaf fyrirferðarmikil. Háværust af öllum krakkaskar- anum. Og orðhvöt. Mér var sagt að stilla mig ef ég ætlaði ekki að kalla ógæfu yfir fjölskylduna með bölvi og ragni. Var hótað með því að skrattinn kæmi og tæki mig eins og alla þá sem tvinnuðu saman blótsyrði. Sagt að fjandinn sæti um þá sem misstigju sig. Og þeir fengju að brenna í logum hel- vítis. Svo var brýnt fyrir mér að ákalla Guð almáttugan. Mér fannst lítill kengur í því að kalla á Guð en reyndi að stilla mig. Og ég gætti mín þegar börn voru nálægt, einkum kornabörn. Enginn skyldi segja að ég skaðaði hvítvoðunga með blótsyrðum. Ýmsar sögur gengu um ung- börn sem ekki komust til manns vegna þess að það var rifist svo mikið í návist þeirra, sum urðu krypplingar, önnur misstu vitið. Og ekki mátti bölva til sjós eða á ferðalögum. Ég ætlaði heldur ekkert að bölva núna og eiginlega var það óveru- legt þótt ég sendi Bjarna aðeins tóninn. Enn hefur gefið í vindinn. Og élin sem voru sakleysisleg til að byrja með eru orðin að þéttri snjókomu. Veðurspá Guðmundar bónda er að ganga eftir. Helvítis karlinn er forspár. Best gæti ég trúað að hann magnaði upp veðrið og sendi það á okkur í refsingar- skyni fyrir að hlýða ekki. Þetta ill- fygli! Ég berst við að halda mig í slóðinni en hríðin blindar. Svo geng ég fram á Bjarna. Hann situr undir bjargi sem skagar upp úr snjónum og er með bakið í vind- inn. Ég er lafmóð og fötin límast við mig. – Af hverju snerir þú ekki við þegar byrjaði að snjóa og hvessa fyrir alvöru? spyr hann rámur. – Þú vissir að ég ætlaði með þér, tekst mér loks að stynja upp þegar ég er sest hjá honum. Hvað varstu að stinga mig af? – Það var útrætt mál. Vanbúið fólk hefur ekkert upp á heiðar að gera. – Hvers konar þvættingur er þetta! Ég er kófsveitt undir öllum fataleppunum. Svo kemur þér ekki hætis hót við hvernig ég ferðbý mig. – Víst, ef þú örmagnast. Hvað gerirðu þá? – Ég spjara mig! – Þú getur enn snúið við og verið um kyrrt þar til veðrinu slotar. Hver veit nema falli ferð yfir heiði næstu daga. – Hættu þessum úrtölum, Bjarni. Ég ætla ekki að láta refsa mér eða missa vistina. – Kannski má sækja þig fljót- lega upp yfir heiði. – Þessu trúirðu nú ekki einu sinni sjálfur! Kerlingarálftin hún Sunneva drepur mig ef ég kem ekki. Bjarni situr þegjandi um stund. Undir bjarginu erum við nánast í skjóli. – Dísa, það er ekki langt síðan maður fannst á leiðinni milli Seyðis fjarðar og Héraðs, byrjar hann hikstandi. Manstu eftir því? Hann hét Magnús. Vinnumaður var að svipast um eftir fé og gekk fram á Magnús fyrir algera tilvilj- un skammt frá Eyvindarárgilinu. – Hvað kemur hann okkur við? – Ekki annað en það að hann örmagnaðist trúlega. Í vondu veðri eins og núna. Vinnumaður- inn dröslaði honum heim og hann var lagður inn í frammistofu. Flestir héldu hann væri dauður og sumir voru órólegir að vita hann í húsinu. Vissu ekki upp á hverju hann tæki, afturgenginn. Aðrir sögðu að það leyndist með honum líf. Bóndakonan hélt því meðal annars fram en enginn hlustaði á hana. Greinilegt var að Magn- ús hafði drukkið. Þegar hann var kominn inn í stofu og hitnaði lagði af honum stækan brennivínsþef og hann roðnaði í vöngum. – Ég skil ekki alveg hvað þessi Magnús kemur okkur við … – Um nóttina vaknaði bóndinn við þrusk í frammistofunni og fór að gæta að hverju það sætti. Heyrðist þá mikið hark og stimp- ingar að framan en enginn þorði að fara á eftir honum. Gekk bónd- inn svo frá Magnúsi að hann hreyfði sig ekki framar. – Og af hverju ertu að segja mér þessa sögu? – Kannski ættirðu að koma þér til byggða áður en það er um seinan? – Óttaleg heybrók ertu að verða! – Getur þú aldrei hlustað á annað fólk, óhemjan þín? – Mér heyrðist þú nú ekki vera mjög samvinnuþýður í baðstof- unni á Þrándarstöðum í morgun! – Það er ekki verra en vant er að reyna að tjónka við þig. Bjarni bröltir undan steininum. Honum gengur illa að fóta sig og veltur um koll í snjónum. – Hefur þú ekki nóg með sjálfan þig, góði minn? – Og kjaftinn hefurðu fyrir neðan nefið eins og venjulega, tautar Bjarni. – Þú hefðir betur fengið eitthvað af honum sjálfur, gauðið þitt! Ég rétti fram höndina og kem Bjarna á lappirnar. Svo hjálpa ég honum að lyfta klyfjunum upp á bakið. Hann rymur og stynur, hagræðir pokanum betur og enn betur. Ætlar hann ekki að drattast af stað? Enn hefur bætt í hríðina. – Eigum við að reyna að koma okkur áfram og hætta þessu drolli? hrópa ég upp yfir veður- gnýinn. Bjarni lagfærir klyfjarn- ar einu sinni enn, setur undir sig hausinn og þrammar af stað án þess að segja aukatekið orð. [hluti 2. kafla, bls. 18-22] Óttaleg heybrók ertu að verða! Þórdís Þorgeirsdóttir fæddist í lágum torfkofa austur á landi á 18. öld, öld hjátrúar og hindurvitna. Afdrif hennar urðu efni í grimmilega þjóðsögu. En hver var hún, stúlkan sem sagan nefnir Bjarna-Dísu? Í skáldsögu sinni, Bjarna-Dísa, segir Kristín Steinsdóttir söguna hennar. Hér er gripið niður þar sem systkinin Þórdís og Bjarni berjast við veðrið á Fjarðarheiðinni. KRISTÍN STEINSDÓTTIR Segir sögu Bjarna-Dísu frá nýju sjónarhorni en hún hefur ekki átt sér málsvara fyrr. Bjarni Þorgeirsson er á ferð um Austfirði og systir hans Þórdís/Dísa slæst í för með honum. Þegar þau ætla að leggja af stað yfir Fjarðarheiði fer veður versnandi og er snjókoma með talsverðu frosti. Dísa þreytist og gefst að lokum upp. Bjarni grefur hana í fönn, heldur áfram og kemst að lokum illa farinn að bænum Firði í Seyðisfirði. Óveðrið geisar en fimm dægrum eftir að hann skilur við Dísu rofar til. Þá leggur Bjarni af stað með bóndanum í Firði, Þorvaldi, og Jóni vinnumanni. Um nóttina finna þeir Dísu. Þá er tunglskin og máninn veður í skýjum. Þeir heyra öskur og sjá svo Dísu. Hún líkist ekki dauðri manneskju heldur er eins og hún sitji með gaddfreðinn léreftskjólinn utan um sig, ber fyrir neðan mitti og húfulaus. Þorvaldur tekur hana í fangið og ætlar að færa hana í buxur sínar en þá öskrar stúlkan á ný. Þorvaldi bregður við, skýtur Dísu hart niður og ógnar henni. Hann heldur henni niðri, klæðir hana svo og býr um á börum. Þeir halda heim en Dísa gengur aftur og er meðal annars kennt um að kona Bjarna og þrettán börn hans deyja. Þjóðsagan um Bjarna-Dísu Ófriður skekur Rökkurhæðir. Tekst Ingibjörgu og Matthíasi að komast að rótum vandans áður en það er of seint? Kristófer finnur fullkomna gjöf handa litlu systur í könnunarleiðangri um Rústirnar, gjöf sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. „Frekar krípi, gat samt ekki hætt að lesa Daníel 15 ára fyrir ára 12-16 „Vel skrifaðar... nóg af húmor í bland við óhugnaðinn sem er sérlega vel gerður!” Úlfhildur Dagsdóttir Bokmenntir.is Vinsælasti íslenski unglinga- bókaflokkurinn Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar 3. sæti yfir mest seldu barna- og unglingabækur* * M et sö lu lis ti E ym un ds so n vi ku na 1 4 .-2 1 . nó v.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.