Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 48
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48 Slaufu- og bindismenn Örn Úlfar Sævarsson textasmiður hjá Fíton Bindið lafir, slaufan lifir Gallinn við venjuleg hálsbindi er hversu venjuleg þau eru; fastur hluti af alls konar einkennis-búningum; sérhönnuð til að fela bumbu. Slaufuberinn er hnarreistur gleðimaður með þaninn brjóstkassa sem lætur hálstauið ramma inn fallegt andlitið. Þess vegna er Securitas-gaurinn með bindi en James Bond með slaufu. Slaufumaðurinn veit allt en er samt ávallt klár í nýtt ævintýri. Þess vegna er leigubílstjórinn með bindi en Indiana Jones með slaufu. Til að fullkomna góða gjöf er bundin slaufa á pakkann. Þess vegna skaltu fagna sérhverjum slaufumanni sem þú hittir um hátíðarnar eins og góðri jólagjöf. Þetta er sáraeinfalt: Bindið er púpan en slaufan er fiðrildið. Bindið hangir en slaufan ber höfuðið hátt. Bindið lafir. Slaufan lifir! Hvað áttu margar slaufur? Ekki nógu margar. Hvenær byrjaðirðu að nota slaufur? Þegar ég fermdist. Uppáhaldsslaufan? Hvíta kjólfata- slaufan hans afa. Jakob Hrafnsson markþjálfi Bindi vekur yndi Bindi eru tímalaus, glæsileg og viðeigandi við öll möguleg tækifæri, sama hvort um vinnu eða skemmtun er að ræða. Bindi og slaufur eru hálsskraut karlmanna en þar sem ég er frekar hávaxinn hef ég alltaf kunnað betur við bindi, þar sem það nær frá hálsi niður að belti. Bindi geta líka verið svo fjölbreytt. Breið og mjó í alls konar litum með mismunandi munstrum og svo eru auðvitað heilmikil fræði á bak við hina ýmsu hnúta. Annar kostur við bindi umfram slaufu er sá að þú getur bæði verið mjög virðulegur og fínn en líka töff á meðan slaufan er yfirleitt mjög virðuleg. Sjáum myndina Reservoir Dogs eftir Tarantino þar sem leikararnir voru allir í svörtum jakkafötum og hvítri skyrtu og með svart bindi. Þeir hefðu ekki verið jafn flottir með slaufu. Hvað áttu mörg bindi? Ég á 43 bindi, flest nota ég en þó eru nokkur þarna ekkert sérstaklega glæsileg en reglan er einföld, það má aldrei henda bindi. Hvenær byrjaðirðu að nota bindi? Fyrsta bindið mitt fékk ég að mig minnir fyrir ferm- inguna mína, en það hefur verið árið 1991. Þetta bindi þótti mjög flott á þessum tíma og ég var mjög stoltur af því en það hefur ekki elst vel. Ég er nokkuð viss um að ég myndi ekki nota það í dag en það er enn þá í safninu. Uppáhaldsbindið? Ég á nokkur bindi sem eru í uppáhaldi og tengist það yfirleitt tilefninu en ef ég ætti að velja eitt úr þá er það fallegt silkibindi sem Sigga konan mín gaf mér fyrir nokkrum árum í brúðkaupsafmælisgjöf. Þetta er svart bindi með fallegu munstri og er mikið notað. SLAUFA BINDI Bindi og slaufa hafa löngum leikið lykilhlut- verk í spariklæðnaði herramanna. Frétta- blaðið fékk til liðs við sig tvo menn en annar er harður stuðnings- maður slaufunnar og hinn bindisins, en yfir- leitt skiptast karlmenn í tvær stríðandi fylkingar hvað hálstau varðar. Örn Úlfar líkir slaufumann- inum við Indiana Jones en Jakob segir bindis- manninn töffara inn að beini. SLAUFUBOND Pierce Brosnan notaðist við slaufu er hann fór með hlutverk njósnarans fræga en í myndunum klæðist Bond gjarnan smóking þar sem slaufa gegnir lykilhlutverki. BINDISBOND Daniel Craig breytti út af vananum þegar hann skartaði bindi í hlutverki njósnara hennar hátignar í myndinni Casino Royale árið 2006. ÆVINTÝRAMAÐURINN Indiana Jones lét sig ekki muna um það að hnýta á sig bindið áður en hann hélt fjársjóðsleit sinni áfram, en hann er leikinn af Harrison Ford. BLÚSBRÆÐUR Einkennisklæðnaður þeirra Dans Aykroyd og Johns Belushi í myndinni The Blues Brothers var svört jakkaföt, hvít skyrta og auð vitað mjó lakkrísbindi við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.