Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 152

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 152
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | 112 ➜ Flestir framleiddir leikmenn í fimm bestu deildunum 1. Barcelona 38 2. Lyon 31 3. Real Madrid 29 4. Rennes 24 5. Manchester United 24 6. Bayern Munchen 23 7. Sochaux 22 8. Real Sociedad 21 8. Atalanta 21 10. Atletico Madrid 21 11. Bordeaux 20 12. Schalke 04 20 13. Arsenal 20 14. Atletic Bilbao 19 15. AS Monakó 19 ➜ Næstu lið á Englandi 24. Aston Villa 15 29. Tottenham 15 35. West Ham 13 41. Newcastle 13 46. Manchester City 12 49. Southampton 12 51. Chelsea 12 60. Liverpool 10 FÓTBOLTI Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evr- ópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóð- legri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fót- boltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótbolta- menn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum áttu tvö félög heiður- inn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leik- mönnum og alls eru fjórtán leik- menn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lio- nel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönn- um annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleiri leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn. - óój 38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona Ný svissnesk rannsókn sýnir fram á hvar leikmenn í bestu deildum Evrópu mótuðust sem fótboltamenn. FRÁBÆRT LIÐ MEÐ UPPÖLDUM LEIKMÖNNUM Barcelona-menn fagna hér einu af fjölmörgum mörkum sínum í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Það var frábær mæt- ing á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir. Í hálfleik á leiknum steig Þor- geir Lárus Árnason, sem er grjót- harður HK-ingur, út á gólfið og kallaði Bjarka Má til sín. Fyrir framan rúmlega 1.000 manns flutti Þorgeir fallegt ljóð sem hann hafði samið sjálfur. Flutningurinn var frábær, rétt eins og ljóðið, og komust flestir áhorfendur við á þessari fallegu stund. Þeir félagar föðmuðust síðan áður en Þorgeir leysti Bjarka út með ljóðinu innrömmuðu. Áhorf- endur, allir sem einn, stóðu upp og klöppuðu fyrir þessu frábæra framtaki Þorgeirs. HK-ingar standa þétt við bakið á sínum manni en þann 27. desember fer fram styrktarleikur í Kórnum fyrir Bjarka. Þar mætir meistara- flokkur HK liði gamalla HK-leik- manna. Í því liði verða kempur eins og Gunnleifur Gunnleifsson og Rúrik Gíslason. HK-ingar standa einnig fyrir almennri söfnun til handa Bjarka og fjölskyldu á þessum erfiðu tímum og má leggja henni lið með því að leggja inn á eftirfarandi reikningsnúmer 536-14-400171, kt. 630981-0269. - hbg HK-fj ölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka Falleg stund í Digranesi á fi mmtudag er stuðnings- maður HK fl utti ljóð til Bjarka Más Sigvaldasonar. HJARTNÆM STUND Þorgeir faðmar Bjarka að sér eftir flutning ljóðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BARÁTTUKVEÐJUR TIL BJARKA Hann er stórkostlegur vinur allra sem hann þekkir, enga manneskju í heiminum hann blekkir. Í kollinum hann er mjög skýr, enda er hann mjög góður við fólk og dýr. Hann er svo einlægur og frábær, svo skemmtilegur og glaðvær. Hann berst af lífi og sál, það er sko ekkert launungarmál. Hann aldrei hnefanum beitir, heldur fólki hann gjörbreytir. Hann er mikil félagsvera, enda metur hann hluti sem aðrir gera. Hann hugsar hluti áður en hann framkvæmir þá, hefur ótrúlega marga góða hluti á sinni afreksskrá. Hann nýtur þess að hjálpa öðrum, enda skreytir hann sig ekki með gerviskrautfjöðrum. Nú er komið að okkur að hjálpa honum, gera líf hans að góðum lífsvonum. Við erum saman að hjálpast að í dag, því að við í HK erum eitt stórt samfélag. Höfundur: Þorgeir Lárus Árnason FÓTBOLTI Það verður nóg um að vera í enska boltanum um helgina líkt og vanalega. Á sunnudaginn er áhugaverður leikur þar sem Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínu gamla félagi þegar Swansea sækir Totten- ham heim á White Hart Lane. Gylfi vonast til þess að fá tækifæri gegn Swansea og hann stefnir á að skora með skalla, sem hefur ekki verið hans sterkasta hlið. „Það verður sérstakt að mæta mínum gömlu félögum úr Swansea, ég hef upplifað þetta áður þegar ég lék gegn Reading. Það er alltaf gaman að mæta þeim sem maður hefur verið að æfa með áður,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær. Gylfi hefur verið að koma inn á sem varamaður í deildarleikjum Tottenham að undanförnu og hann býst ekki við miklum breytingum hjá Andre Villas-Boas, knattspyrnu- stjóra liðsins. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég verði í byrjunarliðinu eða ekki. Það má alveg gera ráð fyrir því að hann velji sama lið og hefur spilað vel að undanförnu.“ Gylfi átti skot í slá í leiknum gegn Everton um sl. helgi og þar var hann hársbreidd frá því að koma Totten- ham í 2-0 á erfiðum útivelli. Ever- ton náði að snúa taflinu sér í hag og landaði ótrúlegum sigri með tveim- ur mörkum á 88 sekúndum. „Að sjálfsögðu hefði ég viljað sjá boltann fara í markið en svona er fótboltinn. Það heppnast ekki allt sem maður reynir. Það hefði verið frábært fyrir liðið ef ég hefði skorað því þá hefði leikurinn nánast verið búinn. Það var gríðarlega svekkj- andi að fá þessi tvö mörk á okkur á rétt rúmri mínútu og tapa leiknum.“ Gylfi er sáttur í herbúðum Totten- ham og er ekki að ergja sig mikið á því að hann sé í hlutverki vara- manns. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það yrði erfitt að festa sig í sessi í byrjunarliði Tottenham. Þetta er stór klúbbur með marga frábæra leikmenn og samkeppnin er gríðarlega hörð. Ég er ekkert að pirra mig á þessu og þetta er bara hluti af því að vera í sterku liði. Auð- vitað vil ég spila sem mest en það eru margir leikir á tímabilinu og ég þarf að nýta þau tækifæri sem ég fæ. Það er gríðarleg stemning sem fylgir leikjunum í desember í ensku úrvalsdeildinni. Og ég hlakka til að fá tækifæri til að taka þátt. Við sem erum í fótbolta viljum spila sem oftast og það eru skemmtilegar vikur fram undan. Fjölskyldan mín kemur yfir hátíð- irnar og verður hér hjá mér í Lond- on,“ sagði Gylfi. Spyrnutækni Gylfa og skot hans eru vel þekkt stærð en Villas-Boas virðist hafa tröllatrú á íslenska landsliðsmanninum hvað varðar skallatækni hans í föstum leikatrið- um. Gylfi hlær þegar hann inntur eftir því hvort hann sé loksins orðið öflugur skallamaður þar sem hann fær ekki taka hornspyrnur liðsins. „Ég þarf bara að setja einn í markið með skalla, og sýna styrk- leika minn á því sviði,“ sagði Gylfi í léttum tón. „Ég er betri í því að taka hornspyrnurnar en það er áskorun að reyna að skora í teign- um og það væri frábært að skalla boltann í markið gegn Swansea. Ég held ég hafi aðeins skorað tvisvar eða þrisvar með skalla á ferlinum. Ég stefni á að bæta einu við í leikn- um á sunnudaginn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. seth@365.is Stefni á að setja eitt með skalla Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínum gömlu félögum úr Swansea í enska boltanum um helgina. Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, virðist hafa trölltrú á íslenska landsliðsmanninum þegar kemur að skallatækni hans í vítateignum. ORÐ Í EYRA Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham ræðir málin við Gylfa Sigurðsson í leik á móti Liverpool á White Hart Lane sem fram fór á dögunum. NORDICPHOTOS/AFP Laugardagur 12.45 Newcastle - Man. City Sport 2 & HD 15.00 Liverpool - Aston Villa Sport 2 & HD Man. United - Sunderland Sport 3 Stoke - Everton Sport 4 QPR - Fulham Sport 5 Norwich - Wigan Sport 6 Sunnudagur 13.30 Tottenham - Swansea Sport 2 & HD 16.00 West Brom - West Ham Sport 2 & HD ➜ Leikir helgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.