Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 20

Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 20
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Loftslagsbreytingar eru flókin fyrirbæri og ekki auðvelt fyrir almenning að átta sig á hvernig beri að túlka niðurstöður vísinda- og fræðimanna. Það er því brýnt að sérfræðingar sem hafa látið sig þessi mál varða fjalli um staðreynd- ir og fræðikenningar á ábyrgan hátt og þannig að almenningur skilji þær. Vísindafélag Íslendinga hélt fyrir stuttu málþing þar sem nokkr- ir af okkar færustu sérfræðingum á sviði loftslags- og vistkerfisfræða fræddu almenning um stöðu mála og áhrif loftslagsbreytinga á sam- félag manna. Loftslagsbreytingar Stöðugt berast tíðindi af öfgum í veðri, fellibyljum, kuldaköstum eða hitabylgjum og þurrkum með tilheyrandi afleiðingum víðs vegar um heiminn. Á málþinginu fjallaði Jón Egill Kristjánsson, veðurfræð- ingur og prófessor við Óslóarhá- skóla, um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Margir þættir hafa áhrif á loftslagið, svo sem aska eða ryk vegna eldgosa eða af manna- völdum, braut jarðar um sólu, og ýmsar innri sveiflur, en ekki er vafi á að losun koldíoxíðs af mannavöld- um hefur sívaxandi áhrif. Öfgar í veðri hafa alltaf verið til staðar á jörðinni en nú eru sumar tegundir veðuröfga orðnar æ algengari, til dæmis hafa orðið gífurlegar hita- bylgjur í Rússlandi, Mið-Evrópu og Bandaríkjunum á síðustu árum. Svo langvinnar og víðfeðmar hitabylgj- ur hafa til þessa verið afar fátíðar en nú hefur þeim fjölgað mjög með hrikalegum afleiðingum. Vandinn nær langt út yfir svæðin þar sem hitabylgjurnar verða, því loft- og sjávarhiti fara ört hækkandi á hnettinum öllum. Þessa sér þegar stað í bráðnun jökla og breyttum vistkerfum. Jón Egill segir nánast ógerlegt að útskýra hnattræna hlýn- un án tillits til losunar gróðurhúsa- lofttegunda af mannavöldum. Ef komast á hjá þeim alvarlegu breyt- ingum sem vofa yfir vistkerfum heimsins verður að draga verulega úr losun koldíoxíðs án tafar. Áhrif á jökla og sjávarborð Bráðnun jökla er einhver áþreif- anlegasta birtingarmynd hlýn- unar. Á málþinginu ræddi Helgi Björnsson, jöklafræðingur og vís- indamaður við Háskóla Íslands, um bráðnun jökla sem reynist nú mun hraðari en gert var ráð fyrir í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 um hnattrænar lofts- lagsbreytingar og áhrif þeirra. Jöklar hopa um allan heim, meðal annars hér á landi, hafís er óðum af hverfa á norðurslóðum og jöklar utan heimskautavæða rýrna hratt. Hert hefur á bráðnun Grænlands- jökuls og vesturhluta Suðurskauts- landsins. Allt leiðir þetta til þess að sjávarborð hækkar, jökulár vaxa og jökulhlaupum fjölgar. Nú er talið að við næstu aldamót verði sjávar- borð einum metra hærra en nú er. Við það eykst sjávarrof, sjávarflóð magnast, grunnvatn mengast, og láglendi fer á kaf víða um heim, á mörgum þéttbýlustu svæðum jarð- ar í Asíu en einnig í Norður-Evrópu og Ameríku, á strandsvæðum þar sem hundruð milljóna manna búa. Einnig nýta hundruð milljóna manna leysingarvatn frá jöklum til drykkjar og við áveitur og þegar jöklar hverfa verður gríðarlegur vatnsskortur allt frá fjallahéruðum til sjávar, ekki síst á mjög fjölmenn- um svæðum í Indlandi og Kína. Vistkerfið Loftslagsbreytingar hafa bein áhrif á vistkerfi, gróður og dýralíf, eins og Bjarni Diðrik Sigurðsson, skóg- vistfræðingur og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræddi á málþinginu. Ísland er kjörið land- svæði fyrir rannsóknir á þessu sviði þar sem landið er á mörkum tveggja gróðurbelta, hins kald- tempraða og heimskautabeltisins. Bjarni sýndi hvernig Ísland hefur gróðurfarslega færst suður á bóg- inn vegna hlýnunar síðan um 1990, sem hefur t.d. haft mikil áhrif á landbúnað. Þetta sést enn fremur á því að suðrænni plöntur og dýr hafa tekið sér bólfestu á Íslandi á und- anförnum árum og einnig eru byrj- uð að koma fram neikvæð áhrif á einstaka heimskautalífverur og vistkerfi. Mestar breytingar hafa enn sem komið er orðið í vistkerfi hafsins. Nýir suðlægari fiskistofn- ar, eins og makríll, veiðast nú hér við land, og veiði annarra sem áður voru hér á norðurmörkum sínum, eins og skötusels, hefur aukist til muna. Þótt skammtímaáhrif loftslags- breytinga á náttúrufar á Íslandi séu að ýmsu leyti jákvæð geta þau orðið afdrifarík fyrir íslenskt samfélag til lengri tíma. Talið er að neikvæð áhrif loftslagsbreytinga muni bitna verst á almenningi í þróunarlönd- um og auka fólksflótta frá þurrari svæðum. Það mun ógna pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í ver- öldinni, og hin iðnvæddu ríki munu því ekki geta vikist undan þátttöku í lausn þess vanda. Samfélag manna Fá viðfangsefni vísinda og fræða eru eins samofin pólitísku valda- tafli og orsakir loftslagsbreytinga. Guðni Elísson, prófessor í bók- menntafræði við Háskóla Íslands, hefur kynnt sér samfélagsleg áhrif loftslagshlýnunar og sérstaklega hvernig umræðu um þau er hátt- að. Þótt mikið hafi verið fjallað um loftslagsmál og þá vá sem vofir yfir virðist boðskapurinn ekki ná í gegn til almennings. Hvarvetna virðist vera of langt á milli orða og gerða. Ef til vill er það að hluta vegna þess að hættan virðist vera of fjarlæg til að hægt sé að vekja almenning til vitundar um hana. Svo fjarlæg að einfalt er að leiða umræðuna hjá sér. En ekki má gleyma því að gíf- urlegir fjárhagslegir hagsmunir eru tengdir orsakavöldum loftslags- hlýnunar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim munu snerta efna- hag og hagsmuni mjög valdamik- illa aðila í viðskipta- og fjármála- heiminum, og hafa áhrif á hagkerfi á heimsvísu. Því er ljóst að ákvarð- anir um aðgerðir í þessum efnum verða ekki teknar átakalaust. Lokaorð Það er engum vafa undirorpið að loftslag er að breytast með tilheyr- andi áhrifum á vistkerfi jarðar og samfélög manna. Brýnt er gera upplýsingar og umræður um lofts- lagsbreytingar og hlýnun jarðar aðgengilegar almenningi með öfga- lausum hætti og á vísindalegum grunni. Málþing um áhrif loftslags- breytinga á umhverfi og samfélag manna var framlag Vísindafélags Íslendinga til þeirrar umræðu, en ræða þarf frekar fjölmargar hlið- ar þessa mikilvæga máls, ekki síst hvernig snúa má af þeirri óheilla- braut sem leiðir af síaukinni meng- un andrúmslofts. LOFTSLAG Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og samfélag manna Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður stofnunar Sæmundar Fróða Þórarinn Guðjónsson forseti Vísindafélags Íslendinga ➜ En ekki má gleyma því að gífurlegir fjárhagslegir hags- munir eru tengdir orsaka- völdum loftslagshlýnunar … Kynning á lokaverkefnum nemenda við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík Mánudagur 17. desember Stofa 09:45 Mótakerfi Frjálsíþróttasambands Íslands, í samstarfi við FRÍ M104 Guðni Þór Guðnason, Magnús Ágúst Skúlason 10:30 eLeikir - verslun fyrir tölvuleiki, í samstarfi við D3 Miðla ehf. M105 Malte Bjarki Mohrmann, Snorri Örn Daníelsson, Tryggvi Geir Magnússon 11:15 Mínar síður N1-kortsins, í samstarfi við N1 hf. M104 Guðjón Jónsson, Lóa Jóhannsdóttir, Viktor Blöndal Pálsson 13:00 McSnack and the Manic Munchkins M105 Bæring Gunnar Steinþórsson, Hjálmar Leó Einarsson, Pétur Haukur Jóhannesson, Viktor Þorgeirsson 13:45 Energy Efficiency Radiator, í samstarfi við Marorku hf. M104 Arnþór Ágústsson, Sigrún Inga Kristinsdóttir, Una Kristín Benediktsdóttir, Þór Örn Atlason 15:15 Generating Drama and Conflict in Games, í samstarfi við Gervigreindarsetur HR (CADIA) M105 Elín Carstensdóttir Þriðjudagur 18. desember 09:45 eMagazine - tímarit í stafrænu formi, í samstarfi við D3 Miðla ehf. M104 Davíð Einarsson, Guðmundur Siemsen Sigurðarson, Ívar Örn Halldórsson 10:30 Musteri hjartans, í samstarfi við Samstarfshóp áhugamanna um sjálfshjálp og mannrækt M105 Hrafnkell Brimar Hallmundsson, Matthías Leó Gíslason 11:15 Notendaprófanir - forrit sem einfaldar framkvæmd notendaprófana, M104 rannsóknarverkefni í samstarfi við rannsóknasetrið ICE-ROSE við HR Hlynur Örn Haraldsson, Kristjana Þorradóttir, Sigurður Eyjólfsson, Sonja Petra Stefánsdóttir 13:00 minRx - A minimal implementation of Reactive Extentions in C# M105 Steinar Gíslason 13:45 The relationship between input mechanics, flow M104 and auxiliary movements during video game-play, rannsóknarverkefni Arelíus Sveinn Arelíusarson, Daníel Sigurðsson, Reynir Örn Björnsson 14:30 Aaru´s Awakening - tölvuleikur, í samstarfi við Lumenox ehf. M105 Burkni J. Óskarsson, Ingþór Hjálmar Hjálmarsson, Tyrfingur Sigurðsson www.hr.is „Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki.“ Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson vakti mikla athygli þegar hann greindi opinskátt frá veikindum sínum í viðtali við Frétta- tímann. „Hann svaraði því til að honum hefði liðið hræði- lega, honum hefði fundist eins og sér hefði verið nauðgað.“ Viðbrögð Einars „Boom“ Marteinssonar, fyrrverandi leiðtoga Vítisengla, við því að lögreglan hleraði símann hans. „Vildir þú kannski frekar heyja þína stéttabaráttu – eða öllu heldur reka þinn ASÍ-kontór – í Bretlandi?“ Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráð- herra í huggulegu spjalli við Gylfa Arn- björnsson forseta ASÍ í Kastljósi. „Yrði það þá ekki Björt framtíð? Ég býst við því. Er það ekki þar sem Óttarr er?“ Jón Gnarr var spurður um fl okkinn sem hann ætlar að bjóða sig fram fyrir í þing- kosningum. Besti vinur hans, Óttarr Proppé, hafði þá þegar tilkynnt framboð. „Þetta fólk gefur skýrslu oftar og í mun meiri smá- atriðum en þeir létu sig dreyma um hjá Stasi. Og fær ekki einu sinni borgað fyrir!“ Wikileaks-maðurinn Julian Assange er steinhissa á því hvernig Íslendingar nota Facebook. UMMÆLI VIKUNNAR ORÐ VIKUNNAR 8.12.2012 ➜ 14.12.2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.