Fréttablaðið - 15.12.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 15.12.2012, Síða 30
➜ „Litla Ásdís heitir eftir þeirri stóru. Það er mjög gott. Þannig erum við búin að tryggja okkur barnapössun!“ FER Í ÚTSVARIÐ Í JANÚAR MEÐ SIMMA Þóra Arnórsdóttir varð ekki forseti Íslands en hún stjórnar stóru heimili og vinnur að verðugum verkefnum bæði innan þess og utan, meðal annars heimildarmynd. HELGIN 15. desember 2012 LAUGARDAGUR Hin sjö mánaða Ásdís Hulda, sem Þóra eignaðist í vor í miðri kosningabaráttu, sefur úti í vagni en „stóra Ásdís“ frænka hennar hlustar eftir henni meðan viðtalið fer fram. „Litla Ásdís heit- ir eftir þeirri stóru. Það er mjög gott. Þannig erum við búin að tryggja okkur barnapössun!“ segir Þóra hlæjandi. Eiginmaður hennar, Svavar Halldórs- son, fréttamaður RÚV, er í vinnunni og hin börnin fimm í skóla og leikskóla. Hvernig skyldi svo Þóru hafa liðið frá því forsetaframboðinu lauk? „Alveg prýðilega,“ svarar hún að bragði. „Allt hefur gengið ákaflega vel. Auðvitað er brjálað að gera. Bara það að kaupa þetta hús á árinu sér okkur fyrir eilífð- arverkefnum. Svavar er orðinn mjög góður í að smíða veggi, stiga og fleira.“ Um tveggja hæða raðhús í Hafnarfirði er að ræða og í kjallaranum hafa þau hjón útbúið tvær leiguíbúðir. Þóra segir átta manna fjölskylduna vel komast fyrir á þeim 158 fermetrum sem eftir eru. „Þetta er spurning um skipulag, vilja og hjartarúm,“ segir hún brosandi. Venjulegur dagur á þessu stóra heim- ili hefst fyrir klukkan sjö. „Þá eru allir reknir á fætur,“ eins og húsfreyjan orðar það. „Svavar er oftast á vöktum frá 8 til 20 og tekur strætó um 7.30 en ég keyri stelpurnar upp í Salaskóla í Kópavogi, þar sem þær eru í áttunda, níunda og tíunda bekk. Svo fer ég með sjö ára soninn í skólann hér í hverfinu og fjögurra ára dótturina í leikskólann. Þetta er svona 50-60 mínútna rúntur, sú litla er auðvitað með mér og oftast er hún sofnuð þegar við komum heim.“ Þóra er í fæðingarorlofi að hluta til. Mörg verk falla til á stóru heim- ili, þvottur af átta manns er til dæmis mikill að vöxtum. Síðdegis tekur við aðstoð með heimanám og skutl í fim- leika og flaututíma. Af og til heldur hún fyrir lestra fyrir hópa útlendinga, undir yfirskriftinni Ísland og Íslend- ingar fyrir og eftir hrun, auk þess að stýra ráðstefnum og fundum. Aðal- verkefnið utan heimilisstarfa er þó gerð heimildarmyndar um bændur í Ísafjarðardjúpi, fyrir RÚV, með „stóru Ásdísi“ Ólafsdóttur. „Það er hluti af púsluspilinu,“ segir hún glaðlega. „Við hófum tökur í fyrrahaust á mynd um bændur í Inndjúpinu, frá Skötufirði og inn úr. Jóhannes Jónsson, tökumaður á Ísafirði, er að vinna þetta með okkur. Við tókum viðtöl við alla sem eru eftir með einhvern búrekstur, því þeim fer mjög fækkandi og ljóst að hefðbund- inn búskapur, eins og hann hefur verið frá landnámi, er þarna að hverfa.“ Þóra segir þær Ásdísi Ólafs búnar að eiga dásamlegar stundir í Djúpinu því viðmælendurnir séu fjölbreytt og skemmtileg flóra. „Þetta verður frábær mynd þegar hún verður tilbúin. Ég get alveg lofað því,“ segir hún. Þóra upplýsir líka að við fáum brátt að sjá hana á skjánum. „Ég fer í Útsvar- ið í janúar með Simma, svo mikið veit ég,“ segir hún. „Ég er búin að vinna hjá RÚV síðan 1998, með smá hléum. Það er frábær vinnustaður og ég á þar góða félaga á öllum hæðum. En við Svavar fáum nýjar hugmyndir á hverjum degi. Við gætum hugsað okkur að fara til Afríku, reka gistiheimili úti í sveit – en líka halda áfram við það sem við höfum verið að gera.“ Langar hana kannski að búa inni í Djúpi? „Hluta úr árinu, já. En ég gæti ekki hugsað mér að vera þar að vetrinum og þurfa að senda börnin í skólann alla leið til Hólmavíkur.“ Jólaundirbúningurinn er byrjað- ur hjá Þóru og hún kveðst njóta hans í botn. „Ég býst ekki við að fá marga svona desembermánuði heima við og nú ætla ég að gera allt sem á að gera á aðventu, án þess að vera í stressi.“ Undanfarið hefur ein tískubóla verið allsráðandi meðal ungra herramanna hér á landi sem og í nágrannalöndum okkar. Það er að draga sokkana upp og gyrða buxnaskálmarnar ofan í. Þessi tíska á við um ullarsokka og gönguskó jafnt sem íþróttaskó og venjulega sokka, sem þýðir að hún er ekki bundin við neina sérstaka árstíð. Heildarútlitið fær skemmtilegan blæ, sérstaklega þegar sokkarnir eru skrautlegir. Afleiðing þessarar tískubólu er að herramenn eru farnir að vanda valið á sokkum og hvítir íþróttasokkar eru á undanhaldi, við fögnuð tískuspekinga. GYRTU SKÁLMARNAR, DRENGUR! Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Baldur Ragnarsson tónlistarmaður Jólagleði og Hobbiti „Ég verð að árita plötu Skálmaldar í Kringlunni í dag og svo höldum við sambýlismennirnir mikla jólagleði heima hjá okkur í kvöld. Á morgun ætla ég svo að kíkja á Hobbitann í bíó.“ Sandra Hrafnhildur Harðardóttir, stofnandi Vonarnistis Piparkökur og vínyll „Ég ætla að baka piparkökur og skreyta þær líka. Rölta svo í bæinn til að finna einhverj- ar góðar jólaplötur á vínyl.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður Jólagestir og skólafélagar „Í dag ætla ég á Jólagesti Björgvins. Svo hitti ég gamla skólafélaga frá Akranesi á bar í Reykjavík í kvöld.“ Kristín Jónsdóttir Parísardama Jólaglögg og jólalykt „Eftir skutl með krakkana mæti ég kát í jólaglögg hjá íslenskri vinkonu. Piparköku- bakstur á morgun, það vantar alveg íslensku lyktina hér.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.