Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 16
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16 VINNUMARKAÐUR Vonir standa til þess að lausn finnist í deilu hjúkr- unarfræðinga og Landspítalans fyrir jól. Fundir og samtöl deilandi aðila eiga sér stað daglega á Land- spítalanum. „Menn eru bara að vinna og ræða saman og reyna að finna einhverja ásættanlega niðurstöðu,“ segir Elsa Björk Friðfinnsdóttir, formaður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Ég held að allir sjái hversu alvar- leg staðan er og að lausn verður að nást í málið.“ Elsa segir að því stefnt að klára viðræður sem allra fyrst og helst fyrir jól. „En hvort það tekst er svo allt annað mál.“ Langur aðdragandi með uppsafnaðri ólgu og óánægju geri deiluna erfiðari að eiga við, segir Elsa. Þá samsvari sig deil- unni fleiri stéttir, svo sem þroska- þjálfar, sjúkraþjálfarar, læknar, ljósmæður og nemafélög, sjúkra- liðar og fleiri, sem einnig hafa mátt vera undir sama álagi á spítalan- um. „En þetta sprakk náttúrlega í byrjun september þegar ráðherra boðaði launahækkun forstjóra. Það er ofboðslega erfitt að eiga við mál þegar svona mikil óánægja með langan aðdraganda springur fram.“ Erna Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri mannauðssviðs Landspítalans og formaður kjara- og launanefndar spítalans, segir viðræður í fullum gangi. „Við höfum svo sem verið að funda allt þetta ár og ræða málin,“ segir hún en kveður launakröfu hjúkrunarfræðinga enn standa út af. „Hjúkrunardeildarstjóri er að tala við sitt fólk sem sagði upp og samstarfsnefndin hefur hist.“ Erna segir uppsagnir hjúkrunar- fræðinga hins vegar teknar mjög alvarlega og leitað sé leiða til að þær verði ekki að veruleika. Hún kveðst líka vona að úr rætist fyrir jól. „En ég er ekki búin að sjá lausn- ina.“ Í vikunni sendi Ljósmæðrafélag Íslands frá sér tilkynningu þar sem lýst var yfir stuðningi við kjara- baráttu kvennastétta hjá ríkinu. „Ýmsar ríkisstofnanir hafa feng- ið svigrúm til launabreytinga frá árinu 2008 en hefur spítalinn feng- ið það óþvegið og setið eftir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is Langur aðdragandi gerir deilu erfiðari Vonast er til að kjaradeila hjúkrunarfræðinga við Landspítalann leysist fyrir jól. Lausn mun þó ekki vera í sjónmáli. Fundir og einhvers konar viðræður eiga sér stað alla daga. Ljósmæður lýsa stuðningi við baráttu kvennastétta hjá ríkinu. MÓTMÆLI Hjúkrunar- fræðingar eru víðar ósáttir en á Íslandi. Í síðasta mánuði mótmælti heilbrigðis- starfsfólk í Ung- verjalandi harðlega aðgerðum þarlendra stjórnvalda í heil- brigðismálum. NORDICPHOTOS/AFP Fjöldauppsagnir hafa ekki komið til tals hjá hjúkrunarfræðingum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Heiða Hringsdóttir, stjórnarformaður hjúkrunarráðs FSA, segir að ástandið meðal hjúkrunarfræðinga á Akureyri sé það sama og á Landspítala hvað niðurskurð varðar. „Okkar félagsmenn hafi ekki til neins að hverfa ef þeir segja upp. Við erum samt í sömu slæmu stöðunni hvað varðar manneklu og lág laun,“ segir hún. „Ég skil áhyggjur hjúkrunarfræðinga á LSH.“ Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á FSA, tekur undir með Heiðu og kveður hjúkrunarfræðinga spítalans vera í eins konar biðstöðu á meðan málin þróist fyrir sunnan. „Auðvitað upplifum við álag af sömu ástæðum, færri stöðugildum og aukinni starfsemi,“ segir hún. „Við erum eins og smækkuð mynd af LSH. En hér er setið í öllum störfum sem í boði eru og það fá ekki allir vinnu sem vilja. Það eru færri tækifæri hér en fyrir sunnan.“ Stjórn hjúkrunarráðs og stjórn læknaráðs FSA sendi frá sér ályktun fyrir helgi þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna yfirvofandi uppsagna og er því beint til stjórnvalda, stjórnenda og hjúkrunar- fræðinga að leita allra leiða til að leysa vandann. - sv Ekki rætt um uppsagnir á Akureyri Ég held að allir sjái hversu alvarleg staðan er og að lausn verður að nást í málið. Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Opið frá 11 - 20 alla daga Engihjalla og Granda Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2013 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frum- sömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunds- sonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2013. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Davíð Stefánsson formaður og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Sigurbjörg Þrastardóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2013 Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrif- stofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2. hæð, 101 Reykjavík. Dagur Hjartarson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2012. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 1. febrúar 2013. Einnig er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa. SAFNAMÁL Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að veita forstjóra fyrirtækisins heim- ild til að undirrita kaupsamning vegna Perlunnar. Allir tankarnir í Öskjuhlíð, sem eru hluti hitaveit- unnar í borginni, verða áfram í eigu Orkuveitunnar eftir sem áður. Borgarráð samþykkti á fimmtu- dag að vísa tillögu um kaup Reykjavíkur borgar á Perlunni af Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðju- dag. Kaupverð samkvæmt fyrir- liggjandi samningsdrögum er 950 milljónir króna. Kaup Reykjavíkurborgar eru háð því að samningar takist við yfirvöld menningarmála um að þau leigi húsið undir náttúruminja- safn, en viðræður um leigu á hús- næðinu fyrir sýningu eru yfir- standandi. Auk Perlunnar mun náttúru- minjasafni standa til boða að leigja þann tankanna á Öskjuhlíðinni sem verið hefur safn síðasta ára- tuginn. - shá Kaupverð samkvæmt fyrirliggjandi drögum er 950 milljónir króna: OR samþykkir sölu á Perlunni PERLAN Spennandi kostur til sýningar- halds fyrir náttúrugripi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.