Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 34

Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 34
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Þið eigið tvö börn, eiga þau einhvern séns á því að verða annað en leikarar? „Það vona ég. Ég hef oft heyrt leikara segja að þeir ætli sko ekki að halda leikhúsinu að börnunum sínum. Ég skil það vel að þetta er ekki fag sem þú vilt þröngva fólki inn í, frekar en önnur fög. Til þess að ná árangri í þessu starfi þarftu að vera drifinn áfram af ástríðu fyrir faginu og miðlinum. Ég vona bara að börnin mín velji sér fag út frá eigin brjósti og sínu áhugasviði og vilja.“ Þau eru ekki komin á svið enn þá? „Fimm ára og sjö mánaða? Nei. Og ég mun ekki halda því að þeim. Þau verða að velja það sjálf ef þau vilja.“ Ekki nógu mikill „lover“ Skiptum aftur um gír. Þú ert svo- lítið að festast í hlutverki vonda kallsins. Kanntu skýringu á því? „Það er nú það. Ég held meira að segja að ég sé að skjóta enn fast- ari rótum í því. Öll hlutverk sem ég hef fengið á þessu ári eru á því registeri. Ég er að leika Mac- beth núna, var að leika einhvern fjöldamorðingja í sjónvarpsseríu í Frakklandi í sumar og þar á undan var það dópistinn í Pressu. Ég veit ekki hvað veldur þessu. Ætli það sé ekki þetta stingandi augnaráð eins og skrifað var í einhverjum leikdómi. Útlit og innræti kannski? Nei nei, ég vona nú ekki.“ Hefurðu aldrei fengið að leika elskhugann? „Jú, jú. Ég lék Þor- móð Kolbrúnarskáld í Gerplu til dæmis, hann er nú aldeilis elsk- hugi. Ég fékk reyndar gagnrýni fyrir það að vera ekki nógu mikill „lover“ á sviðinu. Það virðist vera eitthvað í fasi mínu og leikstíl sem fólki finnst ekki samræmast þeim hugmyndum sem það gerir sér um elskhugann. Ég teikna persónurnar dálítið skýrum dráttum og kannski þess vegna sem hlutverk illmenn- anna verða frekar á vegi manns.“ En Macbeth er nú ekki beint ill- menni, er það? „Nei. Það er reynd- ar lykilatriði í nálgun við allar rullur að sjá það góða í einstak- lingnum. Allt drama fjallar um fólk og fólk er í eðli sínu gott, þótt nýjustu rannsóknir bendi kannski til annars. Ef farið er vel með okkur frá barnæsku þá verðum við góðar manneskjur. Það sem við burðumst með alla ævi, hvort sem það eru uppákomur eða upp- eldi eða aðrar ytri aðstæður, mótar okkur hins vegar og gerir okkur að þeim sem við erum. Macbeth er ekki illur í grunninn, hann er metnaðarfullur og kannski gráð- ugur, en hann er væntanlega líka mótaður af ytri aðstæðum. Lest- irnir sem við berum með okkur mótast af umhverfi okkar og í hans tilfelli er kannski stærri synd að flaska á lífinu en að drepa einhvern á leiðinni. Hann vill ná sínum markmiðum, það er það sem drífur hann áfram. Þau hjónin eru bæði mjög metnaðargjörn og sýkjast smátt og smátt af þessari grimmd sem á endanum gengur frá þeim.“ Efinn lykilatriði Hann er samt alltaf fullur af efa- semdum. „Það er lykilatriðið við þennan karakter, að efast. Efann eigum við sameiginlegan, ég og hann. Það fylgir reyndar mínu starfi, held ég. Þetta er algjörlega tvípóla starf: þú efast og svo ertu alveg viss í þinni sök. Ferð eitt skref áfram og svo annað aftur á bak. Eins og Macbeth. Hann er sannfærður um það hvert hann vill fara, en hann er ekki alveg viss um aðferðirnar. Að taka að sér svona hlutverk nánast bugar mann af efa. Ég verð að vera alveg hundrað prósenta viss um að það sé rétt fyrir mig áður en ég tek hlutverk. En þessu hlutverki fylgdu enn fleiri efasemdir en vanalega. Á ég að gera þetta svona eða hinsegin? Er ég of ungur til að leika þetta? Á ég að … og svo framvegis. Efinn er hins vegar jákvætt afl. Það verða allir að takast á við hann til að geta stigið næsta skref. Þegar Macbeth blindast endanlega og hættir að efast er hann alveg glataður.“ Hann er hressilega hvattur áfram af konu sinni, eigið þið það líka sameiginlegt? „Konan mín er mjög hvetjandi og styður mig í öllu, en hún er ekki nein frama- drottning, alls ekki. Við bara styðjum hvort annað hundrað pró- sent. Framinn skiptir líka sífellt minna máli eftir því sem maður verður eldri. Þá fer maður meira að sinna því sem skiptir raunveru- legu máli.“ Sem er? „Bara lífið og tilveran og börnin og fjölskyldan. Við verðum fyrst og fremst að vera manneskjur og biluð metnað- argirnd setur þig á sama stað og Macbeth, sem missir sjónar á því sem kannski skiptir mestu máli.“ Sun-blaðamennska Það komst í fréttir að þið leikstjór- inn, Benedict Andrews, hefðuð lent í rifrildi. Viltu eitthvað tjá þig um það? „Fréttablaðið skrifaði um það stóra grein, já. Það kom mér mikið á óvart. Ég minnist þess ekki að hafa séð svona grein í íslensku blaði. Eitthvert innanhúsrifrildi úr leikhúsinu komið á hálfsíðu í blöðunum. Mér finnst þetta alveg galið. Hvenær hækkaði síðast ein- hver róminn á ritstjórninni hjá ykkur? Hvenær hvessti ritstjórinn sig síðast við blaðamennina sína? Gerist svona ekki á öllum vinnu- stöðum? Af hverju er þetta frétt? Ég hugsaði bara: „Jæja, svo Sun- blaðamennskan er mætt hingað. Hvenær ætli ljósmyndararnir fari að hanga fyrir utan húsið hjá manni og taka myndir af börnun- um manns?“ Þetta er alveg galið. Kannski tengist þessi umfjöllun því að það er verið að setja upp Macbeth ég veit það ekki.“ Vel á minnst, þú hefur ekkert orðið var við bölvunina sem hvílir á leikritinu? „Það eru allir mjög meðvitaðir um hana. Meira í gríni kannski, en þó ekki alfarið. En auð- vitað hefur þessi svokallaða bölvun áhrif á okkur öll. Það er allt sem kemur upp á tengt henni. Ég var um daginn að ganga niður tröppur Þjóðleikhússins með dóttur mína, sem er sjö mánaða, flaug á rassinn og pompaði niður allar tröppurn- ar með ungbarnið í fanginu. Sem hefði auðvitað bara verið venjulegt hálkuslys ef ég hefði verið að leika eitthvað annað en var umsvifalaust tengt bölvuninni.“ Frumsýning á annan í jólum. Hvað tekur við hjá þér eftir að sýn- ingum lýkur? „Ég er að vinna að bíómynd með Berki Sigþórssyni, vini mínum, og er svo að fara að leika í annarri bíómynd sem Haf- steinn Gunnar Sigurðsson leik- stýrir og Huldar Breiðfjörð skrifar með honum. Förum örugglega í tökur á henni næsta vor, vestur á fjörðum.“ Mikil bölvun er sögð fylgja Macbeth og virðist þá einu gilda hvort um er að ræða kvikmyndun sögunnar, uppsetn- ingu í leikhúsi eða óperuflutning á verkinu. Þykir það eitt að nefna leikritið á nafn vera varhugavert. Sir Laurence Olivier mátti þakka sínum sæla fyrir að verða ekki undir þungum leiktjöldum sem hrundu niður úr loftinu þegar verkið var fært upp í Old Vic-leikhúsinu árið 1937, en leikstjóri þeirrar sýningar veiktist á meðan á æfingum stóð og lést stuttu síðar úr hjartaáfalli. Þegar John Gielgud lék Macbeth 1942 dóu tvær nornanna í verk- inu á sviðinu. Á Bermúdaeyjum kviknaði í leikmyndinni árið 1950 og margir leikaranna brenndust illa. Á sjöunda áratugnum var ferðaleikhópur að afhlaða flutningabíl í Höfðaborg þegar ókunnugur maður kom og spurði hvaða verk ætti að sýna. „Macbeth“ var svarið og í sömu mund féll spíra af bílnum og stakkst í gegnum spyrjandann. Þá munaði minnstu að leikarinn Peter O‘Toole félli fram af björgum þegar sagan var kvikmynduð 1980 og mótleikkona hans slasaðist í umferðarslysi á sama tíma. Úr Morgunblaðinu 02.02.1988 ➜ Dæmi um bölvunina SKOSKA LEIKRITIÐ „Auðvitað hefur þessi svokallaða bölvun áhrif á okkur öll.” FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍSLENSKIR MACBETHAR Í ÓLÍKUM UPPFÆRSLUM 1977 PÉTUR EINARSSON Leikfélag Reykjavíkur 1989 ERLINGUR GÍSLASON Alþýðuleikhúsið 1994 ÞÓR TULINIUS Frú Emilía 2003 ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON Íslenska óperan 2008 STEFÁN HALLUR STEFÁNSSON Þjóðleikhúsið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.