Fréttablaðið - 15.12.2012, Síða 158

Fréttablaðið - 15.12.2012, Síða 158
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 118 Stefán Máni hlýtur Tindabikkjuna í ár fyrir skáldsögu sína Húsið. Glæpafélag Vestfjarða veitir verðlaunin á hverju ári fyrir bestu íslensku glæpasöguna. Athöfnin var haldin á Bræðraborg á Ísafirði í gær- kvöldi þegar hið árlega glæpakvöld félagsins var haldið. Það var Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, sem afhenti verðlaunin. Listakonan Dagný Þrastardóttir hannaði verðlaunagripinn. Stefán Máni hlaut einnig aukaverðlaun fyrir mesta illmennið og var þetta í fyrsta sinn sem þau verðlaun voru veitt. Húsið hefur hlotið góðar viðtökur bæði á meðal gagnrýnenda og almennings. Fyrsta upplag bókar- innar var fimm þúsund eintök og er það uppselt. Nú þegar er búið að selja tæp eitt þúsund eintök af næstu prentun en heildarupplagið hljóðar upp á tæp níu þús- und eintök. Þessu til samanburðar seldist síðasta bók Stefáns Mána í um fimm þúsund eintökum. Glæpafélag Vestfjarða veitti fyrstu Tindabikkj- una árið 2010, en þau hlaut Yrsa Sigurðardóttir fyrir bókina Ég man þig. Hún hlaut einnig verðlaunin í fyrra, fyrir Brakið. Í Glæpafélaginu eru þau Anna Sigríður Ólafsdóttir, Ársæll Níelsson, Elfar Logi Hannesson, Íris Jónsdóttir og Matthildur Helgadóttir Jónudóttir. - fb Stefán Máni hlaut Tindabikkjuna Glæpafélag Vestfj arða afh enti verðlaunin í gærkvöldi. Húsið hefur selst afar vel. SIGURVEGARI Stefán Máni hlaut Tindabikkjuna í ár fyrir skáldsöguna Húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEIK SPILAR LÖG KISS Íslenska Kiss-heiðurshljómsveitin sem sett var á fót í kjölfar stofn- unar aðdáendaklúbbsins Kiss Army Iceland hefur hlotið nafnið MEIK samkvæmt tillögu frá Braga Valdimar Skúlasyni Baggalúti. Meðlimir í MEIK eru reynsluboltar úr tónlistar- bransanum, þeir Eiður Arnarsson úr Todmobile, Einar Þór Jóhannsson úr Dúnd- urfréttum, Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni, Jón Elvar Hafsteins- son úr Delize Italiano, Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld og Magni Ásgeirsson. - fb „Öll viljum við vera elskuð af einhverjum. Þegar ég horfi yfir farinn veg finnst mér eins og ég hafi aldrei upplifað það.“ STÓRLEIKARINN SEAN PENN UM MISHEPPNAÐ ÁSTALÍF SITT. „Humar ákvað að gefa út litla hljómplötu fyrir jólin. Hún inniheldur lítil leikin atriði með honum sjálfum og eitt- hvað af tónlist og söng,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn um væntanlega hljómplötu Humars Lindusonar Eldjárn. Platan ber titilinn Hvílíg plada fyrir Humar! og kemur út í dag. Humar varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmti- legar færslur á Facebook og frægt er orðið þegar hann þakk- aði öllum fimmþúsund vinum sínum fyrir vináttuna í þriggja klukkustunda langri ræðu. Humar gefur plötuna út sjálf- ur og hannar að auki umslag hennar. „Humar langaði að láta til sín taka á þessum vettvangi. Hann hefur átt gott ár og vinir hans hafa verið duglegir að spjalla við hann á Facebook og hann langaði að segja smá sögu af sjálfum sér sem sýnir hans líðan og þær hræringar sem eiga sér stað í lífi hans,“ útskýr- ir Ari. Áður en Humar hófst handa við verkið kom hann sér upp hljóðveri á heimili Ara og Lindu Guðrúnar Karlsdóttur í Vestur- bæ Reykjavíkur og er platan að mestu tekin upp þar. Að sögn Ara gæti platan hugs- anlega verið undanfari annarra og stærri verkefna. „Hann er mjög sáttur á Facebook og tekur upp einstaka hljóðsketsa, en hann verður metnaðarfyllri með hverju verkefninu og því aldrei að vita með framhaldið.“ Hvílíg plada fyrir Humar! mun fást í verslunum Eymunds- sonar og á heimasíðu Humars á Facebook. sara@frettabladid.is Platan undanfari stærri verkefna Humar Linduson Eldjárn gefur út sína fyrstu plötu í dag. Platan heitir Hvílíg plada fyrir Humar! og inniheldur leikin atriði og tónlist, en Humar þykir fær söngvari. FAGNA ÚTGÁFU Ari Eldjárn liðsinnti Humri við útgáfu fyrstu hljómplötu hans. Platan kemur út í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Af hverju hvíldi þessi leynd yfir plötuútgáfunni? Humar gera leinndamál! tá Humar sbenntur! svo Humar seija allt í einu! Humar lúmmsgur! Er þetta jólagjöfin í ár? Já! tessi vera jólagjövin! Humar seda tennan í búdina! tá kansgi vinir hans Humar kauba tennan! hvílíg sbenna firi Humar!! Hvernig eru þínar jólahefðir? Humar labba í fjöruni og síngja jólalaujin! Humar líga seda sgraud med ljósum á búginn! tá Humar blikka! Humar glæsilegur! Ertu góður söngvari? Já! Humar mjö flínkur! sdundum Humar síngja tvísaung! tessi mjö ervidur! tá Humar síngja tvær raddir í einu! hvílígir hævileigar firi Humar! Humar efnilegur söngvari BORÐTENNIS EÐA BILJARÐ Jólaglögg Rithöfundasambandsins var haldið í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi á fimmtudagskvöld. Fjöldi manns kom þar saman og að loknu glögginu fór hluti hópsins heim til Hallgríms Helgasonar, sem býr í nágrenninu. Þar voru pant- aðar pitsur og skáldin skemmtu sér við borðtennisleik. Prógrammið hefur ekki átt við alla rit- höfundana því Þórarinn Leifsson, Eiríkur Örn Norðdahl og fleiri héldu á Bar 46 og spiluðu þar biljarð. - þeb · CRASS Á HANDLEGGINN Húðflúrarinn Fjölnir Geir Bragason kom á skrifstofu Jóns Gnarr borgar- stjóra í gær til að skreyta hann nýju húðflúri. Jón lét flúra skjaldarmerki Reykjavíkur á vinstri framhandlegg sinn fyrir rúmum tveimur árum, en að þessu sinni lét hann setja nafn og merki bresku pönksveitarinn- ar Crass á hægri handlegg. Í spurningatíma á vefnum Reddit í vikunni sagði Jón einmitt að Crass væri að hans mati besta pönk- hljómsveit allra tíma. Þá er bara að vona að ekki hlaupi illt í listaverkið eins og síðast. - þj
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.