Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 39

Heimilisritið - 01.12.1948, Síða 39
Olrúlegir raunverulegir alburðir Frásagnir eftir SONJU PEYDING / skáldsögum lesa menn margt ótrúlegt um glcepi og ýmsa við- burði. En livað er það hjá því, sem gerist iðulega í raunveru- leikanum? Hér verður sagt jrá nokkrum sönnum viðburðum, er sanna þetta greinilega. ÞEGAR FRAMIÐ er ínorð, virðist það oft augljóst mál í fyrstu, hver morðinginn muni vera og að rannsókn málsins sé harla einfalt formsatriði. En þótt sektarlíkurnar gangi sönn- unum næst, kemur samt fyrir að sakborningurinn reynist alsak- laus, þegar málið er krufið til mergjar. Arið 1935 fannst bankamaður í Chicago dauður í rúmi sínu. Hann hét Alfred Malmford. Við líkrannsókn kom í ljós, að maðurinn hafði látist af arsenik- eitrun. Lögreglan átti tal við’ heimilis- lækni Malmfords, og fékk þau svör, að bankamaðurinn hefði notað arsenik vegna heilsu- brests, sem læknirinn tiltók. Kvaðst hann hafa ráðlagt tvær töflur á dag. Askjan með arseniktöflunum fannst ekki. En í matarleifum, er voru í eldhúsinu, fannst mik- ið af arseniki. Menn töldu því engum blöð- um um það að fletta, að Malm- ford hefði verið myrtur með ars- eniki. Er farið var að athuga, hvaða persóna myndi liafa drýgt glæp- inn, féll grunurinn á ráðskon- una. Hún hafði í mörg ár verið í þjónustu Malmfords. Hann var ógiftur, átti enga nákomna ættingja og hafði því arfleitt ráðskonuna að öllum eignum sínum, eftir sinn dag. Nú stóð svo á, að ráðskonan ætlaði að gifta sig innan skamms. Það var því álitið, að hún girntist peninga banka- mannsins, þar sem hún þyrfti á tölverðum peningum að halda í sambandi við brúðkaupið og stofnun heimilis. Rannsóknarlögreglan spurði HEIMILISRITIÐ 37

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.