Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 5
Atti hann nú myndarlegt íbúð- arhús þarna, mikið gróðurhús og ræktað land og stundaði garð- rækt og búskap. Eg vissi, að þessi glaðlegi mað'- ur, sem ég hafði bundið svo fasta tryggð við á æskuárum okkar, hafði breytzt mikið eftir að Þrúður systir mín féll fyrir hvíta dauðanum. Hann hafði unnað henni mjög, helgað henni alla sína framtíð'ardrauma. En ég hafði ekki ætlað, að hann mundi draga sig eins út úr lífinu og raun varð á. Hann hafði aldrei kvænzt, búið lengstum hjá gamalli konu, sem hann liafði verið hjá á unglingsárun- um. En nú var gamla konan lát- in. Ég hafði einnig frétt af bréf- um, sem mér höfðu borizt, að hann hefði alið upp stúlkubarn, honum óskylt, sem nú var orð'in fulltíða stúlka. Þetta fallega sumarkvöld sat ég í blómagarði Torfa Hjalta- sonar, æskuvinar míns, sunnan undir húsi hans í Laugardal. Hann nefndi húsið Þrúðvang. Við höfðum minnzt æsku okk- ar, þegar lífið var einn sólskins- dagur og við, tveir litlir drengir, lékum okkur saman allan lið- langan daginn, glaðir og á- hyggjulausir, þar til draumar næturinnar tóku við af ævintýr- um dagsins. .dískan sjálf er eins og fagurt ævintýri á ljósum vor- degi. Við höfðurn einnig minnzt Þrúðar, systur minnar, þessarar fallegu, ungu, gáskafullu og táp- miklu stúlku, sem hafði elskað lífið svo heitt og gefið liafði Torfa hönd sína og hjarta. Ég minntist þeirra sem ungra elsk- enda, er á morgni lífsins biðu í fögnuði og eftirvæntingu eftir einhverju fögru og dásamlegu, sem þau vonuðu að framtíðin bæri í skauti sér. Þau elskuðu lífið af öllu hjarta. Hvað var líka éðlilegra, þegar hjartað var heit- ast, vonin Ijúfust og þráin sterk- ust? En hamingjubikar þeirra bar dreggjar sárrar sorgar. Ung og blómleg var Þrúður systir mín kvödd á fund dauðans, eins og fallegt, viðkvæmt blóm, er fölnar á hinni fyrstu frostnótt. Nú vorum við báðir teknir að reskjast. Við sátum í hlýju aft- anskininu og minntumst þess sem liðið var. Lífið hafði bakað okkur báðum töluverð vonbrigði — orðið á annan veg að mörgu leyti, en við höfðum ætlað sem unglingar. Við höfðum setið þarna og masað. En nú var eins og ein- hver værð hefði færzt yfir okk- ur. Við' höfðum setið lengi þög- ulir. Það var líka eins og veð'ur- blíða sumarkvöldsins fyllti um- hverfið einhverjum einkennileg- um töfrum og þögulli dulúð og HEIMILISRITIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.